Erlent

Ahmadinejad endurkjörinn forseti Írans

Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans í kosningum í gær.
Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans í kosningum í gær.

Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans í kosningum í gær þar sem áttatíu prósent kosningabærra Írana greiddu atkvæði. Samkvæmt yfirlýsingu kjörstjórnar er búið að telja um áttatíu prósent atkvæða og Ahmadinejad fengið sextíu og fimm prósent þeirra en helsti andstæðingur hans, Mír Hossein Músaví, leiðtogi umbótasinna og fyrrverandi forsætisráðherra Írans, aðeins þrjátíu og tvö prósent atkvæða.

Ahmadinejad hefur lýst yfir sigri en það gerði Músaví einnig áður en kjörstjórn birti sínar tölur. Hann segir að brögð hafi verið í tafli og að Ahmadinejad og stuðningsmenn hans hafi framið kosningasvik.

Músaví segist ekki ætla að gefast upp og varar við því að Ahmadinejad ætli að taka sér alræðisvald í landinu. Lögregla hefur umkringt aðal kosningaskrifstofu Músavís í höfuðborginni Teheran og er þannig komið í veg fyrir að stuðningsmenn hans geti haldið blaðamannafund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×