Erlent

Flottustu smyglgöngin fram að þessu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bifreið landamæravarða ekur meðfram landamæragirðingu Bandaríkjanna og Mexíkó.
Bifreið landamæravarða ekur meðfram landamæragirðingu Bandaríkjanna og Mexíkó. MYND/CNN

Lögregla við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó er agndofa yfir tæplega 30 metra löngum smyglgöngum sem uppgötvuðust í síðustu og liggja undir landamærin. Lögregluþjónn lét þess getið í viðtali við CNN að svo vel gerð göng hefðu aldrei fundist. Rafmagn hafði verið lagt í göngin Mexíkómegin og þau lýst upp auk þess sem loftræsting var með afbrigðum góð í þeim. Þetta eru sautjándu smyglgöngin undir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem finnast síðan 1. október í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×