Erlent

Lifnaði við í líkhúsinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Starfsfólki í líkhúsi í pólska bænum Jablonowo brá í brún þegar líkpoki sem lá þar á borði tók að hreyfast. Þegar farið var að athuga málið reyndist pokinn innihalda 84 ára gamla konu sem verið hafði úrskurðuð látin nokkrum klukkustundum áður. Eitthvað hafði læknirinn sem það gerði verið fljótur á sér því sú gamla var sprelllifandi. Hún var þegar flutt til baka á sjúkrahúsið sem hún hafði legið á og er nú stödd þar. Lögregla hefur ákveðið að hefja rannsókn á málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×