Erlent

Stórmarkaður stal fjölskyldumynd og auglýsti með henni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Auglýsing stórmakaðarins Grazie.
Auglýsing stórmakaðarins Grazie. MYND/AP

Varasamt getur verið að setja fjölskyldumyndirnar á Netið. Hjónin Jeff og Danielle Smith frá Missouri komust að þessu þegar vinur þeirra, sem staddur var á ferðalagi í Prag í Tékklandi, hringdi og spurði í forundran hvort þau væru farin að leika í auglýsingum þar í landi. Í ljós kom að óprúttnir auglýsingaþrjótar höfðu nappað mynd af þeim hjónum, ásamt tveimur börnum þeirra, af vefnum og notað sem auglýsingu fyrir vöruheimsendingar stórmarkaðs nokkurs í Prag - að sjálfsögðu án nokkurs samráðs við hjónin. Þau hyggjast hér eftir birta myndir sínar í lægri upplausn og með vatnsmerki til að fyrirbyggja óheimila notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×