Erlent

Norður-Kórea hótar að smíða kjarnorkusprengjur

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta því að smíða kjarnorkusprengjur úr plútónbirgðum sínum og hefja aftur auðgun úrans samkvæmt kjarnorkuátælun sinni. Þetta er svar Norður-Kóreumanna við einróma ákvörðun öryggisráðs

Sameinuðu þjóðanna í gær að grípa til hertra refsiaðgerða gegn þeim vegna kjarnorkutilraunar í síðasta mánuði. Samkvæmt ályktuninni sem ráðið samþykkti í gær verður allur vopnaútflutningur frá Norður-Kóreu bannaður og innflutningur á vopnum til landsins verulega takmarkaður.

Til að framfylgja þessu megi leita gaumgæfilega í skipum og flugvélum á leið til og frá Norður-Kóreu og einnig í gámum sem fluttir eru landleiðina. Norður-Kóreumenn eru afar ósáttir við þetta og hóta hernaði ef Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyni að einangra landið frekar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×