Erlent

Fyrrum yfirmaður hersins í Gíneu flæktur í fíkniefnamál

Moussa Dadis Camara
Moussa Dadis Camara

Háttsettur fyrrum yfirmaður hersins í Gíneu er meðal nítján annarra sem búist er við að eigi yfir höfði sér ákæru vegna flutnings á fíkniefnum á næstu dögum. Ríkisfjölmiðilinn þar í landi sagði í dag að Diarra Camara hafi verið meðal þeirra sem handteknir hafa verið eftir mikla rannsókn undanfarinna mánaða. Sonur Camara er einn hinna handteknu en þar má einnig finna aðra undirmenn hans í hernum.

Átta Nígeríumenn, einn Ganamaður og Ísraeli eru einnig meðal þeirra handteknu.

Á síðustu árum hafa mörg Afríkuríki líkt og Gínea spilað stórt hlutverk í flutningi á eiturlyfjum, sérstaklega á kókaíni til landa í Rómönsku Ameríku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×