Fleiri fréttir

Níu látnir í óveðri í Bandaríkjunum og Kanada

Að minnsta kosti átta manns eru látnir í Bandaríkjunum og tugir þúsunda eru rafmagnslausir í Kanada eftir óveður sem gengið hefur yfir með mikilli snjókomu og sterkum vindi. Ontario og Quebec hafa orðið hvað verst úti í Kanada.

Fjöldi slasaður eftir hrun vinnupalls í Belfast

Fjöldi manns hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að vinnupallur hrundi í miðborg Belfast á Írlandi. Að minnsta kosti fimm slösuðust og óttast er að iðnaðarmenn séu fastir í rústum byggingarinnar, en talið er að hluti hennar hafi hrunið. Samkvæmt heimildarmanni BBC er fjöldi manns slasaður.

Vilja þingkosningar í Serbíu

Serbneska ríkisstjórnin hefur farið fram á það við Boris Tadic forseta Serbíu að leysa upp þingið og efna til kosninga. Beiðnin kemur fram eftir að Vojislav Kostunica forsætisráðherra tilkynnti um afsögn sína eftir að ríkisstjórnin féll um helgina.

Um ellefu þúsund heimili án rafmagns í Englandi

Hátt í 11 þúsund heimili á suðvesturströnd Englands og í Wales eru án rafmagns þar sem nú geysar mikill stormur. Samgöngur hafa víða lamast en búist er við að vindhraðinni nái hamarki seinni partinn í dag.

Zimbabwe: Svartir fá stjórn fyrirtækja

Robert Mugabe forseti Zimbabwe hefur undirritað ný lög sem flytja meirihluta eignarhalds allra fyrirtækja til innfæddra íbúa landsins. Nýju lögin þýða að fyrirtæki í eigu útlendinga og hvítra þurfa að afsala sér að minnsta kosti 51 prósent eignarhluts til svartra.

Jarðskjálfti skekur Chile

Jarðskjálfti upp á 5,5 á Richter reið yfir Chile í morgun samvkæmt upplýsingum bandarísku jarðfræðistofnuninnar. Upptök skjálftans voru á 86 kílómetra dýpi, 152 kílómetra suðaustur af Copiapo. Engar fréttir hafa borist af meiðslum á fólki eða skemmdum á byggingarmannvirkjum enn.

Samið um bætur til SAS vegna Dash-óhappa

Norræna flugfélagið SAS hefur samið við flugvélaframleiðandann Bombardier og dekkjaframleiðandann Goodrich um bætur upp á milljarð sænskra króna, jafnvirði um ellefu milljarða króna, vegna óhappa Dash 8 véla á vegum SAS í haust.

Zapatero sjö sætum frá hreinum meirihluta

Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í spænsku þingkosningunum liggur ljóst fyrir að stjórnarflokkur Jose Zapatero hefur unnið 169 þingsæti eða aðeins 7 sætum frá hreinum meirihluta.

Skotbardagi á tónleikum í Kaupmannahöfn

Til skotbardaga kom á pakistönskum tónleikum í seint í gærkvöldi og eru þrír menn nú í haldi lögreglunnar í Valby, einu úthverfa Kaupmannahafnar.

Björguðu 758 dorgveiðimönnum af rekís

Þyrlur og bátar hafa bjargað 758 veiðimönnum af rekís undan Kyrrahafsströnd Rússlands. Mennirnir voru að dorgveiði á ísnum er hann brotnaði og flekinn sem mennirnir voru á rak til hafs.

Obama vann sannfærandi sigur í Wyoming

Barak Obama vann sannfærandi sigur í forkosningunni í ríkinu Wyoming í gær. Þegar atkvæði höfðu verið talin hafði Obama hlotið 61% atkvæða á móti 38% hjá Clinton.

Bretar búa sig undir storm

Íbúar Bretlandseyja búa sig nú undir storm sem gæti orðið sá versti í manna minnum. Bretar um land allt eru beðnir um að halda sig innandyra í nótt á meðan stormurinn gengur yfir og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Sósíalistar hrósa sigri á Spáni

Sósíalistar hafa lýst yfir sigri í þingkosningum á Spáni sem fram fóru í dag þótt ekki sé búið að telja öll atkvæði. Þó er ljóst að sósíalistar sem voru við völd í landinu ná ekki hreinum meirihluta en útgangsspár benda til þess að þeir hafi hlotið á bilinu 168 til 171 þingsæti í neðri deild þingsins en þar sitja 350 manns.

Íranskur hommi leitar til Hollendinga um hjálp

Nítján ára samkynhneigður íranskur námsmaður á yfir höfði sér dauðadóm í heimalandi sínu vegna kynhneigðar sinnar. Hann fékk ekki pólitískt hæli vegna þessa í Bretlandi og hefur nú leitað á náðir yfirvalda í Hollandi.

Samkomulag í Pakistan

Leiðtogar flokkanna tveggja sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum í Pakistan í febrúar hafa komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjórn. Asif Al Zardari, ekkill Benazir Bhutto og fyrrverandi forsætisráðherrann Nawaz Sharif tilkynntu þetta í dag og skoruðu á Pervez Musharraf forseta að kalla þingið saman nú þegar.

Forstjórar gripnir við vændiskaup

Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð Það er bannað með lögum að kaupa vændi í Svíþjóð. Lögin eru þannig að það eru kaupendurnir sem er refsað. Vændiskaupandur eru kallaði þorskrarnir hér í Svíþjóð.

Kosið á Spáni

Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Kannanir benda til þess að stjórn sósíalista haldi velli - en naumlega þó.

Líklega kosið í Serbíu ellefta maí

Allt stefnir í að kosið verði til þings í Serbíu ellefta maí næstkomandi. Borist Tadic, forseti landsins, tilkynnti á blaðamannafundi í Belgrad í gærkvöldi að hann myndi skipa bráðabirgðastjórn á morgun og leggja síðan til við þing að kosið verði ellefta maí.

Obama vann í Wyoming

Barack Obama hafði sigur á Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins í Wyoming í Bandaríkjunum í gær. Sigurinn er sagður styrkja framboð Obama eftir ósigur í Ohio og Texas í síðustu viku en vonir Obama stóðu til þess að hann hefði betur þar.

Bush beitir neitunarvaldinu á vatnspyntingafrumvarpið

George Bush Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að frumvarp sem meðal annars bannar vatnspyntingar verði að lögum. Frumvarpið hefði gert það að verkum að leyniþjónustunni CIA hefði verið óheimilt að beita harkalegum aðferðum við yfirheyrslur yfir grunuðum hryðjuverkamönnum.

Thatcher útskrifuð af spítalanum

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Thatcher var í matarboði hjá vinum sínum í gærkvöldi þegar hún fékk aðsvif. Rannsóknir næturinnar leiddu ekkert í ljós en um tíma var óttast að hún hefði fengið slag. Hún var því útskrifuð í dag og er við góða heilsu að sögn aðstandenda.

Kostunica segir af sér

Forsætisráðherra Serbíu, Vojuslav Kostunica, sagði af sér á blaðamannafundi fyrir stundu. Hann segir stjórnarsamstarfið í landinu vera fyrir bí og því sé ekkert annað að gera enn að leysa upp stjórnina.

Hillary sögð skreyta sig með stolnum fjöðrum

David Trimble, fyrrverandi forsætisráðherra Norður-Írlands, segir að Hillary Clinton skreyti sig með stolnum fjöðrum. Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur Hillary sagst hafa átt stóran þátt í því að koma á friði á Norður-Írlandi þegar hún var forsetafrú í Hvíta húsinu. Trimble, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir aðkomu sína að málinu, kannast hins vegar ekki við að Hillary hafi lagt mikið af mörkum.

Margaret Thatcher lögð inn á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var lögð inn á sjúkrahús í Lundúnum í gær. Að sögn lækna er líðan Thatcher stöðug.

Kallaði Hillary skrímsli og þurfti að segja af sér

Helsti ráðgjafi Baracks Obama í utanríkismálum sagði af sér í gær. Samantha Power sagði í viðtali við skoska blaðið The Scotsman að Hillary Clinton væri skrímsli sem svifist einskis til að ná völdum.

Dagblöðin í sókn í Danmörku

Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð Síðan fríblöðunum fjölgaði í Danmörku með tilkomu Nyhedsavisen, sem hin íslenska Dagsbrún gefur út , hefur upplag áskriftarblaðanna minnkað og tekjur sömuleiðis. Nú virðist hilla í viðsnúning.

Járnfrúin á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var í kvöld flutt á sjúkrahús í Lundúnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins

Waris Dirie er fundin

Waris Dirie, sómalska fyrirsætan og fyrrverandi James Bond stúlkan, er fundin, eftir því sem fram kemur á vefsiðu Fox fréttastofunnar. Lögreglan fann hana í miðborg Brussel í dag, þremur dögum eftir að hún hvarf, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar í landi.

Írakar heimsækja Tyrki eftir hernaðaraðgerðir

Jalal Talabani forseti Íraks hóf sína fyrstu opinberu heimsókn til Tyrklands í dag, einni viku eftir að Tyrkir enduðu umdeilda hernaðaraðgerð gegn Kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Írak.

Leita réttar til að koma í veg fyrir lestarverkfall

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hefur lagt fram lagalega kvörtun fyrir þýskum dómstólum til að koma í veg fyrir verkfall lestarstjóra sem áætlað er í næstu viku. Fréttastofa Reuters hefur eftir þýskum dómsstól í Frankfurt að kvörtunin verði tekin fyrir á mánudagsmorgun.

Spænska stjórnin sakar ETA um manndráp

Alfredo Perez Rubalcaba innanríkisráðherra Spánar sakaði í dag aðskilnaðarsinna Baska, ETA, fyrir morð á fyrrverandi bæjarfulltrúa í Baskahéraði í dag. Helstu stjórnmálaflokkar Spánar frestuðu lokakosningafundum sínum í dag vegna morðsins, en kosið verður á sunnudag.

Hamas lýsir ábyrgð á skotárás í skóla

Hamasliðar hafa lýst yfir ábyrgð á skotárásinni á prestaskóla gyðinga í Jerúsalem sem varð átta að bana í gær. Ónafngreindur liðsmaður Hamas sagði fréttastofu Reuters í dag að samtökin lýstu yfir fullri ábyrgð á árásinni í Jerúsalem. Samtökin myndu birta nánari atvik árásarinnar síðar.

FBI yfirheyrir mann vegna Times Square sprengingar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur yfirheyrt mann sem sendi bandarískum þingmönnum bréf með mynd af skrifstofu nýliðaskráningar hersins á Times Square. Bréfið þótti grunsamlegt þar sem það var afhent í gær, daginn sem sprengja sprakk fyrir utan skrifstofuna.

Banna vestræna eftirlitsaðila

Stjórnvöld í Zimbabwe hafa bannað eftirlitsaðilum frá vestrænum ríkjum að fylgjast með forsetakosningunum sem fara fram í landinu seinna í mánuðinum. Simbarashe Mumbengegwei utanríkisráðherra sagði að Afríkuríkjum yrði heimilað að senda eftirlitsmenn, eins og bandamönnum þeirra í Kína, Íran og Venesúela.

Abkasía krefst sjálfstæðis frá Georgíu

Abkasíu-hérað í Georgíu hefur farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir viðurkenni sjálfstæði þess. Beiðni þess efnis var sett fram í dag, degi eftir að Rússland sagðist ætla að aflétta viðskiptaþvingunum á svæðinu. Georgía hefur fordæmt ákvörðun Rússa og sakað þá um að hvetja til aðskilnaðar.

Sjá næstu 50 fréttir