Fleiri fréttir

Kona lést í mikilli sprengingu í Bramming á Jótlandi

Kona lést og fleiri eru særðir í bænum Bramming á Jótlandi. Slökkviliðið í bænum barðist við mikinn eldsvoða í miðhluta bæjarins eftir að mjög öflug sprenging varð í pizzustað þar í morgun.

Þýskir hermenn of feitir

Þýskir hermenn eru feitir, reykja of mikið og æfa of lítið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð var til að kanna ástand þýska hersins.

55 látnir eftir skæðar sprengjuárásir

Yfirvöld í Írak segja að 55 hafi látist og 130 til viðbótar særst eftir tvær sprengjur sem sprungu með skömmu millibili á verslunarsvæði í miðborg Bagdad í dag.

Eitra fyrir 100 þúsund hundum

Yfirvöld í Kashmír héraði á Indlandi hafa byrjað að eitra fyrir 100 þúsund flækingshundum í herferð gegn hundaæði í helstu borg héraðsins.

Helsti vopnasali heims handtekinn í Taílandi

Rússneskur maður sem talið er að sé helsti ólöglegi vopnasali heims hefur verið handtekinn í Taílandi. Viktor Bout sem kallaður hefur verið „Kaupmaður dauðans“ var gómaður á lúxushóteli í Bangkok. Taílenska lögreglan var með handtökuheimild frá Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um að útvega vopn til kólumbískra uppreisnarmanna.

Mótmæltu hvalveiðum Japana

Hvalaverndunarsinnar létu óánægju sína með hvalveiðar Japana í ljós í morgun þegar þeir klifruðu upp á japanska sendiráðsins í Lundúnum. Þar hengdu þeir borða með slagorðum gegn veiðunum. Hvalveiðar Japana verða eitt helsta umræðuefnið á sérstökum aukafundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hófst í Lundúnum í morgun og stendur fram á laugardag.

Sprengja sprakk á Times Square

Sprengja sprakk á Times Square í New York nú fyrir skömmu. Sprengjan var lítil samkvæmt heimildum lögreglu og varð nálægt nýliðaskráningaskrifstofu hersins. Sjónvarpsstöðvar á svæðinu segja að enginn hafi slasast og ekki hafi orðið skemmdir á byggingum í sprengjunni.

Morgnmaturinn heldur unglingum grönnum

Ný rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum sýnir að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri eru 2,3 kílóum léttari að meðaltali en jafnaldrar þeirra sem sleppa morgunmatnum.

Vonast til að opna landamærastöðvar á Kýpur

Demetris Christofias nýr forseti á Kýpur segist vonast til að hitta leiðtoga tyrkneska hluta Kýpur seinna í mánuðinum til að endurvekja friðarviðræður. Christofias hefur þegar sagt að hann hafi óskað eftir að Sameinuðu þjóðirnar skipuleggi fund með Mehmet Ali Talat. Leiðtogarnir tveir hafa sagst vera bjartsýnir á að þeir gætu náð árangri í átt að sameiningu eyjarinnar.

Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Kenía

Í dag tekur ný ríkisstjórn Kenía við völdum í Naíróbí. Nú er vika síðan tímamótasamkomulag náðist milli Mwai Kibaki forseta og Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtoga. Vonast er til að samkomulagið bindi enda á óöldina sem riðið hefur yfir landið í kjölfar umdeildra forsetakosninga í lok desember.

Fundu 35 kannabisræktunarstöðvar í Noregi

Fíkniefnalögregla og tollayfirvöld í fleiri löndum rannsaka nú fund á 35 kannabisræktunarstöðvum í Noregi. Stöðvarnar fundust á svæði sem er um 200 kílómetra norður af Osló.

Fengu fót í netið

Danskir fiskimenn sem voru við veiðar við Stórabelti í gær fengu fót í netið sitt. Fóturinn er af karlmannni en á hann var klæddur skór af gerðinni Ecco í stærðinni 42.

Flugmaðurinn var 24 ára gömul kona

Milljónir manna út um allan heim sáu myndir af frækilegu afreki flugmanns á flugvellinum í Hamburg í vikunni. Nú hefur komið í ljós að það var aðstoðarflugmaðurinn sem var við stjórnvölinn.

Einkaþjálfarinn myrti Beagley

Einkaþjálfarinn Karl Taylor hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt kaupsýslukonuna Kate Beagley á þeirra fyrsta stefnumóti.

Laxveiði bönnuð í 40 ám í Noregi í sumar

Laxveiði verður bönnuð í 40 ám í Noregi í sumar, veiðitíminn styttur í öðrum, kvótar settir á veiðimenn og veiddum löxum sleppt í stórum stíl. Þetta er gert til til að reyna að bæta ástand villtra laxastofna í landinu.

Suður-Ossetía vill sjálfstæði eins og Kosovo

Suður-Ossetía, sem nú tilheyrir Georgíu, gerir nú kröfu um sjálfstæði í kjölfar þess að Kosovo-Albanar lýstu yfir sjálfstæði og nutu stuðnings stórs hluta vestrænna ríkja.

Anders Fogh á leið til Evrópusambandsins

Anders Fogh Rasmussen mun að öllum líkindum láta af störfum sem forsætisráðherra Danmerkur í lok ársins og taka við embætti forseta Evrópusambandsins.

Hillary sigraði í bæði Ohio og Texas

Hillary Clinton sigraði í bæði Ohio og Texas í forkosningunum þar í nótt. Þar með er ljóst að baráttu hennar og Barak Obama er hvergi nærri lokið.

Dæmdur fyrir að sýna dónamyndir

Ítalskur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa sett klámfengnar myndir af fyrrverandi kærustu sinni á netið og sent um 15 þúsund tölvupósta með myndunum.

Vill draga Chavez fyrir dómstóla fyrir þjóðarmorð

Spennan milli stjórnvalda í Kólumbíu og Venesúela virðist hafa magnast enn frekar því Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, segist munu óska eftir því að Alþjóðaglæpadómstólinn ákæri Hugo Chavez, forseta Venesúela, fyrir þjóðarmorð.

Serbneskur stríðsglæpamaður afplánar í Danmörku

Bosníu-Serbi sem dæmdur var í 30 ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt brottflutning á Króötum og múslimum frá Norð-Vestur Bosníu árið 1992 mun afplána dóm sinn í Danmörku. Alþjóðadómstóllinn í Haag tilkynnti þetta í dag.

Sjá næstu 50 fréttir