Fleiri fréttir

Milljónir Múslima streyma til Mekka

Milljónir múslima hafa nú safnast saman í Mekka í Sádí Arabíu fyrir árlega trúarathöfn í borginni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að öryggisvarsla verði stórhert í borginni en búist er við því að tvær og hálf milljón manna muni fara frá Mekka að Arafatfjalli þar sem athöfnin nær hámarki á þriðjudag.

Lieberman styður McCain

Bandarsíski öldungardeildarþingmaðurinn Joe Lieberman hefur lýst yfir stuðningi við John McCain sem býður sig fram í embætti forseta fyrir hönd Repúblikana. Lieberman var Demókrati þegar hann var kjörinn í öldungardeildina en segist nú vera sjálfstæður.

Bandaríkjamenn gáfu ekki heimild til loftárása

Bandaríkjamenn hafa neitað því að hafa gefið Tyrkjum leyfi til loftárása á búðir Kúrískra uppreisnarmanna í Írak. Bandaríska Sendiráðið í Bagdad sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að herforingjar bandaríkjahers í Írak hafi ekki lagt blessun sína yfir loftárásirnar sem framkvæmdar voru í gær.

Meintur sprengjumaður slapp frá lögreglu

Lögreglan í Pakistan lýsti í dag eftir manni sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um að sprengja upp flugvél eftir að hann slapp úr haldi lögreglunnar.

Tveir láta lífið í kafaldsbyl

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í kafaldsbyl sem gengið hefur yfir norðausturhluta Bandaríkjanna í dag og í gær.

Sprenging við dómshús á Spáni

Engan sakaði þegar sprengja sprakk fyrir utan dómshús í norðurhluta Spánar í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en lögreglunni barst viðvörun um sprengjuna um þrjátíu mínútum áður en hún sprakk.

Tyrkir gera árás á kúrdísk þorp

Tyrkneskar orrustuþotur réðust á kúrdísk þorp í norðurhluta Íraks í morgun. Að minnsta kosti einn lét lífið og tveir særðust.

Færeyingur gekk berserksgang í Kaupmannahöfn

32 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna tveggja hnífaárása á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Hann var handtekinn í íbuð við Nýhöfn um hálf sex leytið.

Vona að jólaveinninn komi með Madeleine

Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Maddie McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal í maí, hafa upplýst um jólaóskir yngri systkina hennar. Þau óska þess að jólaveinninn komi með systur þeirra fyrir jólin.

Einmannaleg jól án Rhys Jones

Fjölskylda skólastráksins Rhys Jones sem var myrtur í sumar töluðu í gær um hversu jólin yrðu einmanaleg án stráksins

Leynileg ástarbréf Díönu

Díana prinsessa þakkaði elskhuga sínum Dodi Al Fayed fyrir frábært frí í einlægum ástarbréfum sem voru gerð opinber í fyrsta skipti í gær.

Tatma útskrifuð af spítala

Indverska stúlkan, Lakshmi Tatma, sem fæddist með átta útlimi var útskrifuð af spítala í Bangalore á Indlandi í dag.

Bandarísk blaðakona föst á Hótel Borg

Bandarísk blaðakona sem ætlaði að stoppa stutt og skoða jökla á leiðinni frá Osló í vikunni sat föst á hóteli herbergi í Reykjavík í nokkra daga.

Samkomulag á Balí

Sendifulltrúar Bandaríkjanna og Evrópu hafa náð samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftlagsráðstefnunni á Balí í Indónesíu.

Neyðarástandinu í Pakistan aflétt

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur aflétt lögum um neyðarástand í landinu og virkjað stjórnarskrá landsins að nýju.

Viðræðum á Balí haldið áfram í nótt

Hlé hefur verið gert á viðræðum á loftlagsráðstefnunni á Balí en þáttakendur segjast vongóðir að sáttatillaga verði samþykkt í næstu lotu í nótt. Enn er rifist um hvort iðnvæddar þjóðir eigi að setja sér tiltekin markmið í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og Evrópulönd og fleiri vilja. Bandaríkjamenn, Kanada og Japan hafa lagst gegn þeirri hugmynd.

Hillary með forskot í New Hampshire þrátt fyrir stuðning Opruh

Hillary Clinton heldur enn forystu í kapphlaupinu um New Hampshire fyrir komandi forkosningar sem haldnar verða í janúar. Skoðannakönnun sem FOX sjónvarpsstöðin gerði sýnir að Clinton er með níu prósenta forystu í ríkinu þrátt fyrir að sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey hafi lagst á árar með helsta keppinaut hennar, Barak Obama.

Jólakortið nær heila öld á leiðinni

Jólakort sem skreytt er fallegri mynd af Santa Kláusi var sett í póst í Nebraska ríki og kom á leiðarenda í Kansas fyrir nokkrum dögum í tæka tíð fyrir jólin. Vandamálið er að kortið var 93 ár á leiðinni.

Bush fordæmir steranotkun

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmir steranotkun hafnaboltarmanna. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag, en nýlega kom út skýrsla þar sem 80 leikmenn í úrvalsdeildinni eru sakaðir um að nota stera.

Fimm ákærðir vegna elda í Kaliforníu

Fimm menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa verið valdið að miklum eldum í Kaliforníu sem eyðilögðu yfir 50 heimili í Malibu í síðasta mánuði.

Átta milljónir fyrir bílastæði

Konu í Þrándheimi í Noregi brá heldur betur í brún á dögunum þegar í ljós kom að hún hafði farið yfir á kortinu sem nemur rúmum átta milljónum íslenskra króna eftir jólainnkaup í miðborg Þrándheims.

Skiptast á dætrum í Þýskalandi

Foreldrar tveggja hálfs árs gamalla stúlkna búa sig undir að skipta á næstu dögunum á dætrum sínum eftir að í ljós kom að þær víxluðust á fæðingardeildinni.

Serbar taka illa í hugmynd ESB

Serbar myndu aldrei fallast á sjálfstætt Kosovo í skiptum fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Vuk Jeremic í dag. Reuters hefur greint frá því að á fundi Evrópusambandsríkja sem nú stendur yfir í Brussel í dag hafi verið samþykkt tillaga þess efnis að flýta fyrir inngöngu Serbíu í ESB fallist landið á að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði.

Engar líkur á lokaniðurstöðu á Bali

Síðasti dagur loftslagsráðstefnunnar á Bali er runninn upp og sem stendur eru engar líkur á að nein lokaniðurstaða fáist sem allar geta fellt sig við.

Vetrarstormar herja á Boston og nágrenni

Hríðarveður sem herjað hefur á Bandaríkin norðanverð undanfarna daga hefur færst austar og veldur nú miklum vandræðum á svæðinu í kringum Boston.

Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið

Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni.

Gore kennir Bandaríkjunum um rýra uppskeru á Balí

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir að Bandaríkjamenn standi í vegi fyrir því að niðurstaða fáist á loftslagsráðstefnunni á Balí. Gore hélt ræðu á fundinum í dag og fór hann hörðum orðum um bandarísk stjórnvöld. Varaforsetinn fyrrverandi hvatti þáttökuþjóðirnar til þess að grípa strax til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Hreinar nærbuxur mikilvæg lexía þingmanns

Ástralskur þingmaður þakkar íslenskum hvalveiðimönnum einn dýrmætasta lærdóm lífs síns, að vera alltaf í hreinum nærbuxum og leyfa engum að handjárna sig við staur. Nigel Scullion er nýkjörinn varaformaður Þjóðarflokksins í Ástralíu sem vann sigur í þingkosningunum fyrir skemmstu.

Mammútar urðu fyrir loftsteinabrotum

Ný vísindagögn sýna að á síðustu ísöld hlutu mammútar og önnur stór spendýr sár eftir brot úr loftsteinum sem skullu á jörðina.

Obama tekur forystuna í New Hamshire

Hillary Clinton og Barack Obama berjast nú hart fyrir tilefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni á næsta ári. Framboð Hillary varð fyrir áfalli í gær er skoðanakönnun sýndi í fyrsta sinn að Obama fær fleiri atkvæði en hún í komandi forkosningum í ríkinu New Hampshire

Mikill olíuleki í Norðursjó

Talið er að allt að 3.840 rúmmetrar af hráolíu hafi lekið í Norðursjó við olíuborpall á Statfjord-olíuleitarsvæðinu í morgun.

Auglýsingaspjöld Madeleine tekin niður

Auglýsingaspjöld af Madeleine McCann hafa víða verið tekin niður í portúgalska bænum Praia da Luz, þaðan sem stúlkan hvarf 3. maí síðastliðinn. Margir verslunareigendur, veitingamenn og hótelhaldarar í bænum hafa tekið plakötin niður og kirkjan sem foreldrarnir, Kate og Gerry, sóttu til að biðja fyrir dóttur sinni mun einnig hafa tekið auglýsingarnar niður.

Sjá næstu 50 fréttir