Fleiri fréttir Milljónir Múslima streyma til Mekka Milljónir múslima hafa nú safnast saman í Mekka í Sádí Arabíu fyrir árlega trúarathöfn í borginni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að öryggisvarsla verði stórhert í borginni en búist er við því að tvær og hálf milljón manna muni fara frá Mekka að Arafatfjalli þar sem athöfnin nær hámarki á þriðjudag. 17.12.2007 08:26 Lieberman styður McCain Bandarsíski öldungardeildarþingmaðurinn Joe Lieberman hefur lýst yfir stuðningi við John McCain sem býður sig fram í embætti forseta fyrir hönd Repúblikana. Lieberman var Demókrati þegar hann var kjörinn í öldungardeildina en segist nú vera sjálfstæður. 17.12.2007 08:24 Bandaríkjamenn gáfu ekki heimild til loftárása Bandaríkjamenn hafa neitað því að hafa gefið Tyrkjum leyfi til loftárása á búðir Kúrískra uppreisnarmanna í Írak. Bandaríska Sendiráðið í Bagdad sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að herforingjar bandaríkjahers í Írak hafi ekki lagt blessun sína yfir loftárásirnar sem framkvæmdar voru í gær. 17.12.2007 08:21 Tvær flugvélar rekast saman yfir Englandi Tveir létu lífið eftir að tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi yfir Mið-Englandi í dag skammt frá bænum Stafford. 16.12.2007 18:34 Meintur sprengjumaður slapp frá lögreglu Lögreglan í Pakistan lýsti í dag eftir manni sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um að sprengja upp flugvél eftir að hann slapp úr haldi lögreglunnar. 16.12.2007 21:00 63 handteknir í tengslum við barnaklám Lögreglan á Spáni handtók í dag 63 menn vegna gruns um aðild að barnaklámhringjum á Netinu. 16.12.2007 18:40 Tveir láta lífið í kafaldsbyl Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í kafaldsbyl sem gengið hefur yfir norðausturhluta Bandaríkjanna í dag og í gær. 16.12.2007 18:39 14 unglingar handteknir í tengslum við morð Lögreglan í Bretlandi handtók í dag 14 unglinga í tengslum við morð á 16 ára gömlum pilti. 16.12.2007 18:32 Sprenging við dómshús á Spáni Engan sakaði þegar sprengja sprakk fyrir utan dómshús í norðurhluta Spánar í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en lögreglunni barst viðvörun um sprengjuna um þrjátíu mínútum áður en hún sprakk. 16.12.2007 12:27 Írakar taka við öryggisgæslu í Basra Írakar tóku í morgun formlega við allri öryggisgæslu í borginni Basra og nálægum svæðum af breska hernum. 16.12.2007 12:17 Tyrkir gera árás á kúrdísk þorp Tyrkneskar orrustuþotur réðust á kúrdísk þorp í norðurhluta Íraks í morgun. Að minnsta kosti einn lét lífið og tveir særðust. 16.12.2007 12:14 Færeyingur gekk berserksgang í Kaupmannahöfn 32 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna tveggja hnífaárása á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Hann var handtekinn í íbuð við Nýhöfn um hálf sex leytið. 16.12.2007 11:40 Vona að jólaveinninn komi með Madeleine Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Maddie McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal í maí, hafa upplýst um jólaóskir yngri systkina hennar. Þau óska þess að jólaveinninn komi með systur þeirra fyrir jólin. 16.12.2007 09:00 Einmannaleg jól án Rhys Jones Fjölskylda skólastráksins Rhys Jones sem var myrtur í sumar töluðu í gær um hversu jólin yrðu einmanaleg án stráksins 15.12.2007 13:55 Leynileg ástarbréf Díönu Díana prinsessa þakkaði elskhuga sínum Dodi Al Fayed fyrir frábært frí í einlægum ástarbréfum sem voru gerð opinber í fyrsta skipti í gær. 15.12.2007 15:13 Tatma útskrifuð af spítala Indverska stúlkan, Lakshmi Tatma, sem fæddist með átta útlimi var útskrifuð af spítala í Bangalore á Indlandi í dag. 15.12.2007 19:15 Bandarísk blaðakona föst á Hótel Borg Bandarísk blaðakona sem ætlaði að stoppa stutt og skoða jökla á leiðinni frá Osló í vikunni sat föst á hóteli herbergi í Reykjavík í nokkra daga. 15.12.2007 11:55 95 ára gömul kona vann 145 milljónir í Víkingalottó Víkingalottóið hefur oft gefið vel í aðra höndina. 95 ára gömul norks kona kynntist því heldur betur þegar hún vann 145 milljónir króna í lottóinu á dögunum. 15.12.2007 11:28 Samkomulag á Balí Sendifulltrúar Bandaríkjanna og Evrópu hafa náð samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftlagsráðstefnunni á Balí í Indónesíu. 15.12.2007 10:01 Neyðarástandinu í Pakistan aflétt Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur aflétt lögum um neyðarástand í landinu og virkjað stjórnarskrá landsins að nýju. 15.12.2007 09:59 Viðræðum á Balí haldið áfram í nótt Hlé hefur verið gert á viðræðum á loftlagsráðstefnunni á Balí en þáttakendur segjast vongóðir að sáttatillaga verði samþykkt í næstu lotu í nótt. Enn er rifist um hvort iðnvæddar þjóðir eigi að setja sér tiltekin markmið í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og Evrópulönd og fleiri vilja. Bandaríkjamenn, Kanada og Japan hafa lagst gegn þeirri hugmynd. 14.12.2007 23:28 Hillary með forskot í New Hampshire þrátt fyrir stuðning Opruh Hillary Clinton heldur enn forystu í kapphlaupinu um New Hampshire fyrir komandi forkosningar sem haldnar verða í janúar. Skoðannakönnun sem FOX sjónvarpsstöðin gerði sýnir að Clinton er með níu prósenta forystu í ríkinu þrátt fyrir að sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey hafi lagst á árar með helsta keppinaut hennar, Barak Obama. 14.12.2007 21:30 Jólakortið nær heila öld á leiðinni Jólakort sem skreytt er fallegri mynd af Santa Kláusi var sett í póst í Nebraska ríki og kom á leiðarenda í Kansas fyrir nokkrum dögum í tæka tíð fyrir jólin. Vandamálið er að kortið var 93 ár á leiðinni. 14.12.2007 21:06 Bush fordæmir steranotkun George Bush Bandaríkjaforseti fordæmir steranotkun hafnaboltarmanna. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag, en nýlega kom út skýrsla þar sem 80 leikmenn í úrvalsdeildinni eru sakaðir um að nota stera. 14.12.2007 19:00 Fimm ákærðir vegna elda í Kaliforníu Fimm menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa verið valdið að miklum eldum í Kaliforníu sem eyðilögðu yfir 50 heimili í Malibu í síðasta mánuði. 14.12.2007 18:45 Átta milljónir fyrir bílastæði Konu í Þrándheimi í Noregi brá heldur betur í brún á dögunum þegar í ljós kom að hún hafði farið yfir á kortinu sem nemur rúmum átta milljónum íslenskra króna eftir jólainnkaup í miðborg Þrándheims. 14.12.2007 16:37 Rothögg á suðurkóreska þinginu Til átaka kom í suðurkóreska þinginu í dag þar sem slegist var um það að komast í ræðustól þingsins. 14.12.2007 15:32 Segir Breta skapa tortryggni á kerfisbundinn hátt Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Breta um að vinna að því á kerfisbundinn hátt að skapa tortryggni á milli landanna tveggja. 14.12.2007 13:26 Skiptast á dætrum í Þýskalandi Foreldrar tveggja hálfs árs gamalla stúlkna búa sig undir að skipta á næstu dögunum á dætrum sínum eftir að í ljós kom að þær víxluðust á fæðingardeildinni. 14.12.2007 12:31 Serbar taka illa í hugmynd ESB Serbar myndu aldrei fallast á sjálfstætt Kosovo í skiptum fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Vuk Jeremic í dag. Reuters hefur greint frá því að á fundi Evrópusambandsríkja sem nú stendur yfir í Brussel í dag hafi verið samþykkt tillaga þess efnis að flýta fyrir inngöngu Serbíu í ESB fallist landið á að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði. 14.12.2007 11:36 Engar líkur á lokaniðurstöðu á Bali Síðasti dagur loftslagsráðstefnunnar á Bali er runninn upp og sem stendur eru engar líkur á að nein lokaniðurstaða fáist sem allar geta fellt sig við. 14.12.2007 09:47 Villtur lax í útrýmingarhættu við Kanada Villtur lax við vesturströnd Kanada er nú í bráðri útrýmingarhættu vegna sýkingar frá sníkjudýrum er koma úr laxeldisstöðvum á svæðinu. 14.12.2007 09:42 Vetrarstormar herja á Boston og nágrenni Hríðarveður sem herjað hefur á Bandaríkin norðanverð undanfarna daga hefur færst austar og veldur nú miklum vandræðum á svæðinu í kringum Boston. 14.12.2007 09:09 Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni. 14.12.2007 08:57 Breski herinn rekur 600 hermenn á ári vegna fíkniefnaneyslu Breski herinn glímir nú við vaxandi fíikniefnaneyslu meðal hermanna sinna. Af þeim sökum eru um 600 breskir hermenn leystir frá skyldum sínum árlega. 14.12.2007 08:54 Mugabe í forsetaframboði á næsta ári Robert Mugabe, hinn aldni forseti Simbabve, verður frambjóðandi stjórnarflokksins ZANU-PF í forsetakosningum sem fram fara á næsta ári. 13.12.2007 15:47 Gore kennir Bandaríkjunum um rýra uppskeru á Balí Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir að Bandaríkjamenn standi í vegi fyrir því að niðurstaða fáist á loftslagsráðstefnunni á Balí. Gore hélt ræðu á fundinum í dag og fór hann hörðum orðum um bandarísk stjórnvöld. Varaforsetinn fyrrverandi hvatti þáttökuþjóðirnar til þess að grípa strax til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 13.12.2007 13:27 Hreinar nærbuxur mikilvæg lexía þingmanns Ástralskur þingmaður þakkar íslenskum hvalveiðimönnum einn dýrmætasta lærdóm lífs síns, að vera alltaf í hreinum nærbuxum og leyfa engum að handjárna sig við staur. Nigel Scullion er nýkjörinn varaformaður Þjóðarflokksins í Ástralíu sem vann sigur í þingkosningunum fyrir skemmstu. 13.12.2007 11:24 Mammútar urðu fyrir loftsteinabrotum Ný vísindagögn sýna að á síðustu ísöld hlutu mammútar og önnur stór spendýr sár eftir brot úr loftsteinum sem skullu á jörðina. 13.12.2007 10:21 Hringir Satrúnusar eldri en áður var talið Hringirnir í kringum plánetuna Satrúnus eru sennilega mun eldri en áður var talið. 13.12.2007 08:05 Blóðug barátta um fíkniefnamarkaðinn í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn telur að nú sé í gangi blóðug barátta um völdin á fíkniefnamarkaðinum í borginni. 13.12.2007 07:49 Obama tekur forystuna í New Hamshire Hillary Clinton og Barack Obama berjast nú hart fyrir tilefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni á næsta ári. Framboð Hillary varð fyrir áfalli í gær er skoðanakönnun sýndi í fyrsta sinn að Obama fær fleiri atkvæði en hún í komandi forkosningum í ríkinu New Hampshire 13.12.2007 07:44 Mikill olíuleki í Norðursjó Talið er að allt að 3.840 rúmmetrar af hráolíu hafi lekið í Norðursjó við olíuborpall á Statfjord-olíuleitarsvæðinu í morgun. 12.12.2007 15:28 Auglýsingaspjöld Madeleine tekin niður Auglýsingaspjöld af Madeleine McCann hafa víða verið tekin niður í portúgalska bænum Praia da Luz, þaðan sem stúlkan hvarf 3. maí síðastliðinn. Margir verslunareigendur, veitingamenn og hótelhaldarar í bænum hafa tekið plakötin niður og kirkjan sem foreldrarnir, Kate og Gerry, sóttu til að biðja fyrir dóttur sinni mun einnig hafa tekið auglýsingarnar niður. 12.12.2007 15:12 Hershöfðingi í her Líbana ráðinn af dögum Háttsettur maður í líbanska hernum var ráðinn af dögum í sprengjutilræði í bænum Baabda í útjaðri Beirút í morgun. 12.12.2007 13:59 Sjá næstu 50 fréttir
Milljónir Múslima streyma til Mekka Milljónir múslima hafa nú safnast saman í Mekka í Sádí Arabíu fyrir árlega trúarathöfn í borginni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að öryggisvarsla verði stórhert í borginni en búist er við því að tvær og hálf milljón manna muni fara frá Mekka að Arafatfjalli þar sem athöfnin nær hámarki á þriðjudag. 17.12.2007 08:26
Lieberman styður McCain Bandarsíski öldungardeildarþingmaðurinn Joe Lieberman hefur lýst yfir stuðningi við John McCain sem býður sig fram í embætti forseta fyrir hönd Repúblikana. Lieberman var Demókrati þegar hann var kjörinn í öldungardeildina en segist nú vera sjálfstæður. 17.12.2007 08:24
Bandaríkjamenn gáfu ekki heimild til loftárása Bandaríkjamenn hafa neitað því að hafa gefið Tyrkjum leyfi til loftárása á búðir Kúrískra uppreisnarmanna í Írak. Bandaríska Sendiráðið í Bagdad sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að herforingjar bandaríkjahers í Írak hafi ekki lagt blessun sína yfir loftárásirnar sem framkvæmdar voru í gær. 17.12.2007 08:21
Tvær flugvélar rekast saman yfir Englandi Tveir létu lífið eftir að tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi yfir Mið-Englandi í dag skammt frá bænum Stafford. 16.12.2007 18:34
Meintur sprengjumaður slapp frá lögreglu Lögreglan í Pakistan lýsti í dag eftir manni sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um að sprengja upp flugvél eftir að hann slapp úr haldi lögreglunnar. 16.12.2007 21:00
63 handteknir í tengslum við barnaklám Lögreglan á Spáni handtók í dag 63 menn vegna gruns um aðild að barnaklámhringjum á Netinu. 16.12.2007 18:40
Tveir láta lífið í kafaldsbyl Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í kafaldsbyl sem gengið hefur yfir norðausturhluta Bandaríkjanna í dag og í gær. 16.12.2007 18:39
14 unglingar handteknir í tengslum við morð Lögreglan í Bretlandi handtók í dag 14 unglinga í tengslum við morð á 16 ára gömlum pilti. 16.12.2007 18:32
Sprenging við dómshús á Spáni Engan sakaði þegar sprengja sprakk fyrir utan dómshús í norðurhluta Spánar í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en lögreglunni barst viðvörun um sprengjuna um þrjátíu mínútum áður en hún sprakk. 16.12.2007 12:27
Írakar taka við öryggisgæslu í Basra Írakar tóku í morgun formlega við allri öryggisgæslu í borginni Basra og nálægum svæðum af breska hernum. 16.12.2007 12:17
Tyrkir gera árás á kúrdísk þorp Tyrkneskar orrustuþotur réðust á kúrdísk þorp í norðurhluta Íraks í morgun. Að minnsta kosti einn lét lífið og tveir særðust. 16.12.2007 12:14
Færeyingur gekk berserksgang í Kaupmannahöfn 32 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna tveggja hnífaárása á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Hann var handtekinn í íbuð við Nýhöfn um hálf sex leytið. 16.12.2007 11:40
Vona að jólaveinninn komi með Madeleine Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Maddie McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal í maí, hafa upplýst um jólaóskir yngri systkina hennar. Þau óska þess að jólaveinninn komi með systur þeirra fyrir jólin. 16.12.2007 09:00
Einmannaleg jól án Rhys Jones Fjölskylda skólastráksins Rhys Jones sem var myrtur í sumar töluðu í gær um hversu jólin yrðu einmanaleg án stráksins 15.12.2007 13:55
Leynileg ástarbréf Díönu Díana prinsessa þakkaði elskhuga sínum Dodi Al Fayed fyrir frábært frí í einlægum ástarbréfum sem voru gerð opinber í fyrsta skipti í gær. 15.12.2007 15:13
Tatma útskrifuð af spítala Indverska stúlkan, Lakshmi Tatma, sem fæddist með átta útlimi var útskrifuð af spítala í Bangalore á Indlandi í dag. 15.12.2007 19:15
Bandarísk blaðakona föst á Hótel Borg Bandarísk blaðakona sem ætlaði að stoppa stutt og skoða jökla á leiðinni frá Osló í vikunni sat föst á hóteli herbergi í Reykjavík í nokkra daga. 15.12.2007 11:55
95 ára gömul kona vann 145 milljónir í Víkingalottó Víkingalottóið hefur oft gefið vel í aðra höndina. 95 ára gömul norks kona kynntist því heldur betur þegar hún vann 145 milljónir króna í lottóinu á dögunum. 15.12.2007 11:28
Samkomulag á Balí Sendifulltrúar Bandaríkjanna og Evrópu hafa náð samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftlagsráðstefnunni á Balí í Indónesíu. 15.12.2007 10:01
Neyðarástandinu í Pakistan aflétt Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur aflétt lögum um neyðarástand í landinu og virkjað stjórnarskrá landsins að nýju. 15.12.2007 09:59
Viðræðum á Balí haldið áfram í nótt Hlé hefur verið gert á viðræðum á loftlagsráðstefnunni á Balí en þáttakendur segjast vongóðir að sáttatillaga verði samþykkt í næstu lotu í nótt. Enn er rifist um hvort iðnvæddar þjóðir eigi að setja sér tiltekin markmið í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og Evrópulönd og fleiri vilja. Bandaríkjamenn, Kanada og Japan hafa lagst gegn þeirri hugmynd. 14.12.2007 23:28
Hillary með forskot í New Hampshire þrátt fyrir stuðning Opruh Hillary Clinton heldur enn forystu í kapphlaupinu um New Hampshire fyrir komandi forkosningar sem haldnar verða í janúar. Skoðannakönnun sem FOX sjónvarpsstöðin gerði sýnir að Clinton er með níu prósenta forystu í ríkinu þrátt fyrir að sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey hafi lagst á árar með helsta keppinaut hennar, Barak Obama. 14.12.2007 21:30
Jólakortið nær heila öld á leiðinni Jólakort sem skreytt er fallegri mynd af Santa Kláusi var sett í póst í Nebraska ríki og kom á leiðarenda í Kansas fyrir nokkrum dögum í tæka tíð fyrir jólin. Vandamálið er að kortið var 93 ár á leiðinni. 14.12.2007 21:06
Bush fordæmir steranotkun George Bush Bandaríkjaforseti fordæmir steranotkun hafnaboltarmanna. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag, en nýlega kom út skýrsla þar sem 80 leikmenn í úrvalsdeildinni eru sakaðir um að nota stera. 14.12.2007 19:00
Fimm ákærðir vegna elda í Kaliforníu Fimm menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa verið valdið að miklum eldum í Kaliforníu sem eyðilögðu yfir 50 heimili í Malibu í síðasta mánuði. 14.12.2007 18:45
Átta milljónir fyrir bílastæði Konu í Þrándheimi í Noregi brá heldur betur í brún á dögunum þegar í ljós kom að hún hafði farið yfir á kortinu sem nemur rúmum átta milljónum íslenskra króna eftir jólainnkaup í miðborg Þrándheims. 14.12.2007 16:37
Rothögg á suðurkóreska þinginu Til átaka kom í suðurkóreska þinginu í dag þar sem slegist var um það að komast í ræðustól þingsins. 14.12.2007 15:32
Segir Breta skapa tortryggni á kerfisbundinn hátt Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Breta um að vinna að því á kerfisbundinn hátt að skapa tortryggni á milli landanna tveggja. 14.12.2007 13:26
Skiptast á dætrum í Þýskalandi Foreldrar tveggja hálfs árs gamalla stúlkna búa sig undir að skipta á næstu dögunum á dætrum sínum eftir að í ljós kom að þær víxluðust á fæðingardeildinni. 14.12.2007 12:31
Serbar taka illa í hugmynd ESB Serbar myndu aldrei fallast á sjálfstætt Kosovo í skiptum fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Vuk Jeremic í dag. Reuters hefur greint frá því að á fundi Evrópusambandsríkja sem nú stendur yfir í Brussel í dag hafi verið samþykkt tillaga þess efnis að flýta fyrir inngöngu Serbíu í ESB fallist landið á að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði. 14.12.2007 11:36
Engar líkur á lokaniðurstöðu á Bali Síðasti dagur loftslagsráðstefnunnar á Bali er runninn upp og sem stendur eru engar líkur á að nein lokaniðurstaða fáist sem allar geta fellt sig við. 14.12.2007 09:47
Villtur lax í útrýmingarhættu við Kanada Villtur lax við vesturströnd Kanada er nú í bráðri útrýmingarhættu vegna sýkingar frá sníkjudýrum er koma úr laxeldisstöðvum á svæðinu. 14.12.2007 09:42
Vetrarstormar herja á Boston og nágrenni Hríðarveður sem herjað hefur á Bandaríkin norðanverð undanfarna daga hefur færst austar og veldur nú miklum vandræðum á svæðinu í kringum Boston. 14.12.2007 09:09
Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni. 14.12.2007 08:57
Breski herinn rekur 600 hermenn á ári vegna fíkniefnaneyslu Breski herinn glímir nú við vaxandi fíikniefnaneyslu meðal hermanna sinna. Af þeim sökum eru um 600 breskir hermenn leystir frá skyldum sínum árlega. 14.12.2007 08:54
Mugabe í forsetaframboði á næsta ári Robert Mugabe, hinn aldni forseti Simbabve, verður frambjóðandi stjórnarflokksins ZANU-PF í forsetakosningum sem fram fara á næsta ári. 13.12.2007 15:47
Gore kennir Bandaríkjunum um rýra uppskeru á Balí Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir að Bandaríkjamenn standi í vegi fyrir því að niðurstaða fáist á loftslagsráðstefnunni á Balí. Gore hélt ræðu á fundinum í dag og fór hann hörðum orðum um bandarísk stjórnvöld. Varaforsetinn fyrrverandi hvatti þáttökuþjóðirnar til þess að grípa strax til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 13.12.2007 13:27
Hreinar nærbuxur mikilvæg lexía þingmanns Ástralskur þingmaður þakkar íslenskum hvalveiðimönnum einn dýrmætasta lærdóm lífs síns, að vera alltaf í hreinum nærbuxum og leyfa engum að handjárna sig við staur. Nigel Scullion er nýkjörinn varaformaður Þjóðarflokksins í Ástralíu sem vann sigur í þingkosningunum fyrir skemmstu. 13.12.2007 11:24
Mammútar urðu fyrir loftsteinabrotum Ný vísindagögn sýna að á síðustu ísöld hlutu mammútar og önnur stór spendýr sár eftir brot úr loftsteinum sem skullu á jörðina. 13.12.2007 10:21
Hringir Satrúnusar eldri en áður var talið Hringirnir í kringum plánetuna Satrúnus eru sennilega mun eldri en áður var talið. 13.12.2007 08:05
Blóðug barátta um fíkniefnamarkaðinn í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn telur að nú sé í gangi blóðug barátta um völdin á fíkniefnamarkaðinum í borginni. 13.12.2007 07:49
Obama tekur forystuna í New Hamshire Hillary Clinton og Barack Obama berjast nú hart fyrir tilefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni á næsta ári. Framboð Hillary varð fyrir áfalli í gær er skoðanakönnun sýndi í fyrsta sinn að Obama fær fleiri atkvæði en hún í komandi forkosningum í ríkinu New Hampshire 13.12.2007 07:44
Mikill olíuleki í Norðursjó Talið er að allt að 3.840 rúmmetrar af hráolíu hafi lekið í Norðursjó við olíuborpall á Statfjord-olíuleitarsvæðinu í morgun. 12.12.2007 15:28
Auglýsingaspjöld Madeleine tekin niður Auglýsingaspjöld af Madeleine McCann hafa víða verið tekin niður í portúgalska bænum Praia da Luz, þaðan sem stúlkan hvarf 3. maí síðastliðinn. Margir verslunareigendur, veitingamenn og hótelhaldarar í bænum hafa tekið plakötin niður og kirkjan sem foreldrarnir, Kate og Gerry, sóttu til að biðja fyrir dóttur sinni mun einnig hafa tekið auglýsingarnar niður. 12.12.2007 15:12
Hershöfðingi í her Líbana ráðinn af dögum Háttsettur maður í líbanska hernum var ráðinn af dögum í sprengjutilræði í bænum Baabda í útjaðri Beirút í morgun. 12.12.2007 13:59