Fleiri fréttir

Robert Murat yfirheyrður aftur

Lögreglan í Portúgal mun yfirheyra Robert Murat aftur, en hann var fyrsti grunaði aðilinn í rannsókninni á hvarfi Madeleine. Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að Maddie litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz og fékk þá réttarstöðu grunaðs. Þegar grunur beindist að foreldrum stúlkunnar og þau fengu sömu réttarstöðu hvarf nafn Murats að mestu í tengslum við málið.

600 ára pylsuuppskrift

Þýskur áhuga sagnfræðingur hefur fundið 600 ára gamla uppskrift að hinum frægu Thuringian pylsum.

Sá mann í leyni á hóteli Madeleine

Barnfóstra sem gætti sex ára drengs í íbúð hótelsins sem fjölskylda Madeleine gisti í Praia da Luz segist hafa séð mann læðast í skjóli runna fyrir utan íbúðina á Ocean Club hótelinu. Barnfóstran sá manninn nokkrum mánuðum áður en McCann fjölskyldan kom til Praia da Luz, en framburður hennar styður frásögn vinar fjölskyldunnar sem segist hafa séð einhvern bera Madeleine sofandi frá hótelinu.

Tuttugu og einn sakfelldur í Madrídarmáli

Dómstóll á Spáni sakfelldi 21 af 28 mönnum sem ákærðir voru fyrir aðild að hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004. Nærri tvö hundruð manns týndu lífi í sprengjuárásum á lestarstöð í borginni og hátt í tvö þúsund særðust.

Enn mótmælt í Búrma

Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði.

Unglingur kveikti elda

Unglingsstrákur hefur játað að hafa kveikt elda í skóglendi Suður-Kaliforníu í síðustu viku. Annar brennuvargur er eftirlýstur vegna elda sem loguðu suður af Los Angeles og kvart milljón bandaríkjadala boðin í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku.

Ekki gera það í flugvélunum okkar

Singapore Airlines biður farþega sína um að stunda ekki kynlíf í hinum risavöxnu Airbus 380 vélum sem það hefur tekið í sína þjónustu, fyrst flugfélaga.

Forsætisráðherra afneitar lesbískri dóttur

Jafnréttisbaráttufólk í Kambódíu hefur harðlega gagnrýnt Hun Sen forsætisráðherra fyrir að reyna að afneita ungri fósturdóttur sinni vegna þess að hún er samkynhneigð.

2600 milljörðum varið í njósnir

Bandarísk stjórnvöld segjast hafa varið rúmum tvöþúsund og sexhundruð milljörðum íslenskra króna í njósnir á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Bandaríkjamenn upplýsa um kostnað við njósnir. Upphæðin sem þeir verja í njósnir nú er um það bil tvöfalt hærri en hún var fyrir tíu árum. Ekki verður upplýst nákvæmlega um það í hvað fjármagnið var notað vegna þjóðaröryggishagsmuna.

Þúsundir barna gegna hermennsku í Búrma

Talið er að þúsundir barna gegni hermennsku fyrir herinn í Búrma. Mannréttindavaktin, sem eru amerísk mannréttindasamtök, segja í nýútkominni skýrslu sinni, að allt að 10 ára gömul börn séu neydd til að skrá sig í herinn með ofbeldi og hótunum um handtöku. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en Mannréttindavaktin vill að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti stjórnvöld þar hörðum refsingum vegna þessara meintu mannréttindabrota.

Einkareknir spítalar dýrari en opinberir

Einkareknir spítalar í Danmörku kosta skattgreiðendur mun meira en ríkisreknu spítalarnir segir dagblaðið 24 stundir, sem er dreift ókeypis þar í landi.

Írösk stjórnvöld setja lög um málaliða

Ríkisstjórnin í Írak hefur lagt fram lagafrumvarp fyrir þingið, sem felur í sér að erlendir málaliðar sem starfa í landinu heyri undir írösk lög. Slík lög myndu koma í veg fyrir að hægt sé að veita þeim friðhelgi.

Fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélar

Sérfræðingar hjá dönsku Flugslysanefndinni fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélarinnar sem hlekktist á lendingu á Kastrup-flugvelli á laugardaginn. Um er að ræða gúmmíhring sem ekki tilheyrir hjólabúnaðinum.

Konungur belgískra strokufanga handtekinn í Hollandi

Hinn ókrýndi konungur strokufanga í Belgíu, Nordin Benallal, var handtekinn í Hollandi í dag eftir misheppnað rán þar í landi. Benallal strauk úr fangelsi í Belgíu á sunnudaginn eftir að hann og félagar hans tóku tvo fangaverði í gíslingu.

Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist

Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist í dag þegar geimfarar úr áhöfn Discovery voru að skoða bilun í tækjabúnaði hans. Hlutar spegilsins rifnuðu í burtu þegar hann var dreginn út til skoðunar.

Þrír Tyrkir láta lífið í Írak

Þrír tyrkneskir hermenn hafa látið lífið síðasta sólarhring í átökum á svæðum Kúrda í norðurhluta Íraks. Tyrkneskar herþyrlur gerðu árásir á stöðvar Kúrda í dag en ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið.

Hótar innrás á Gaza ströndina

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í dag að Ísraelsmenn myndu gera innrás á Gaza ströndina til þess að koma í veg fyrir frekari eldflaugaárásir Palestínumanna.

Dæmdur svikari ver hálfíslenskan meintan fjárkúgara

Lögmaður Pauls Aðalsteinssonar, sem nú situr í bresku fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku kóngafólki, er dæmdur svikahrappur og sat um tíma í bresku fangelsi. Hann segist vera skráður til heimilis í Vestmannaeyjum og nota íslenskt kreditkort til að ferðast um Schengensvæðið.

Andófsmönnum sleppt í Búrma

Herforingjastjórnin í Búrma sleppti í dag sex andófsmönnum sem handteknir voru í mótmælunum í síðasta mánuði. Þar á meðal eru þrír meðlimir í lýðræðisflokki Aung San Suu Kyi.

Allt allsherjarþing Sþ gegn Bandaríkjunum

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hvetja Bandaríkin til þess að aflétta viðskiptabanni af Kúbu.

Fýkur í skattaskjólin

Breska eyjan Mön er ekki lengur skattaskjól fyrir Norðurlandabúa. Yfirvöld þar hafa gert samkomulag við ríkisstjórnir Norðurlandanna um að skattstofur landanna skiptist á upplýsingum.

Feministar lifa betra kynlífi

Feministar af báðum kynjum lifa betra kynlífi og hafa meiri kynfýsn en annað fólk, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarteymis við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum.

Hætta á að írösk stífla bresti

Hætta er á að stærsta stífla í Írak bresti með þeim afleiðingum að 20 metra há vatnsalda skelli á borginni Mosul þar sem 1,7 milljón manns búa. Í maí síðastliðnum hvöttu Bandaríkjamenn írösk stjórnvöld til að setja viðgerð á stíflunni í forgang þar sem afleiðingarnar gætu kostað fjölda mannslífa.

Taylor fær að halda milljarða málverki

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Elísabet Taylor fái að halda málverki eftir Vincent Van Gogh sem faðir hennar keypti á uppboði árið 1963.

McCann hjónin greiddu lán úr sjóði Madeleine

Gerry og Kate McCann borguðu tvær afborganir af íbúðarláni úr sjóðnum sem settur var á stofn til að efla leitina að Madeleine og styðja fjölskylduna. Þegar hjónin fengu hins vegar réttarstöðu grunaðra í Portúgal ákváðu þau að nota sjóðinn ekki fyrir persónulegar greiðslur.

Blackwater: Morðingjar munu hugsanlega sleppa

Bandaríska utanríkisráðuneytið lofaði málaliðum á vegum Blackwater, sem drápu 17 óbreyttra íraska borgara í síðasta mánuði, friðhelgi. Því er óvíst hvort þeir svari til saka.

Clinton hræðir kjósendur

Þótt skoðanakannanir bendi til að Hillary Clinton hafi sterka stöðu fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári, virðist hún hræða landa sína meira en aðrir frambjóðendur.

Forsetafrúin sigraði í forsetakosningunum

Cristina Fernandes de Kirchner sigraði í forsetakosningunum í Argentínu. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í kvöld hafði Kirchner fengið 44,91 prósent atkvæða en helsti keppinautur hennar Elisa Carrio 22,95 prósent atkvæða.

Sökkti tveimur sjóræningjaskipum

Bandarískt herskip sökkti tveimur sjóræningjaskipum úti fyrir strönd Sómalíu í dag. Sjóræningjaskipin voru í þann mund að ráðast á flutningaskip þegar bandaríska herskipið hóf skothríð.

Noel veldur miklum skaða

Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar hitabeltisstormurinn Noel gekk yfir Dóminíska lýðveldið í dag. Mikil úrkoma fylgdi storminum og þá gengu flóðbylgjur víða á land.

Finnskir hjúkrunarfræðingar hóta uppsögnum

Rúmlega tólf þúsund hjúkrunarfræðingar í Finnlandi hafa ákveðið að segja upp störfum í næsta mánuði verði laun þeirra ekki hækkuðu. Hjúkrunarfræðingarnir vilja fá 24 prósenta launahækkun á næstu 28 mánuðum.

Bandarískur hershöfðingi særist í Írak

Bandarískur hershöfðingi særðist þegar sprengja sprakk við bílalest hans í Bagdad í Írak í dag. Hann var fluttur úr landi og er ekki talinn í lífshættu.

Heimkomu Discovery frestað um einn dag

Lengja á dvöl geimsskutlunnar Discovery við alþjóðlegu geimstöðina um einn dag til að áhöfn hennar geti rannsakað skemmdir á sólarspeglum stöðvarinnar. Tækjabúnaður sem snýr speglunum bilaði fyrir skemmstu en án þeirra getur stöðin ekki fengið nægt rafmagn.

Konungur strokufanga flýr í fjórða skiptið

Tveir slösuðust lítillega þegar Nordin Benallal, ókrýndur konungur strokufanga í Belgíu, tókst í fjórða skiptið að brjótast út úr fangelsi þar í landi. Vinir hans lentu þyrlu í miðjum fangelsisgarðinum og ætluðu síðan að fljúga í burtu.

Dauðadrukkinn og alblóðugur

Lögreglunni í Hamborg í Þýskalandi barst tilkynning í dag að maður hefði verið myrtur um borð í neðanjarðarlest. Maðurinn var alblóðugur og lá hreyfingarlaus í sæti sínu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að maðurinn var dáinn drykkjudauða og þakinn gerviblóði.

Sjá næstu 50 fréttir