Fleiri fréttir Nýr yfirmaður pakistanska hersins Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Pakistan, Ashfaq Pervez Kiani, mun taka við yfirstjórn pakistanska hersins verði Pervez Musharraf endurkjörinn forseti. Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan á laugardaginn. 2.10.2007 10:12 Breskum hermönnum í Írak fækkað um 1000 Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ákveðið að fækka hermönnum í Basra héraði í Írak um 1000 fyrir árslok. Einnig ætlar hann að færa stjórn á öryggisstarfsemi í héraðinu yfir til Íraka á næstu tveimur mánuðum. Brown tilkynnti þetta á fundi með embættismönnum í Írak fyrir stundu. Forsætisráðherran kom til Bagdad í morgun. Við komu sína fagnaði hann hugrekki og fagmennsku breskra hermanna sem dvalið hafa í Írak. 2.10.2007 10:05 Dauði Mussolini til Alþjóðadómstólsins Eitt af barnabörnum Benito Mussolini krefst þess að kringumstæðurnar í kringum dauða einræðisherrans verði teknar til meðferðar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Þetta kemur í kjölfar þess að dómari í bænum Como hafnaði sömu beiðni frá barnabarninu Guido. 2.10.2007 09:50 Yfir 100 dýrum stolið úr dýraverslun í Danmörku Þjófar létu greipar sópa í dýraverslun í Kollund í Danmörku í nótt eftir því sem segir á vef TV2. Munu þeir hafa stolið yfir hundrað dýrum, þar á meðal slöngum, skjaldbökum, afrískum villiköttum og einum þvottabirni eftir því sem eigandinn segir. 2.10.2007 09:24 Banaslys Díönu rannsakað Rannsókn á slysinu sem varð Díönu prinsessu af Wales og Dodi Al Fayed að bana mun fara fram fyrir dómstóli í London bráðlega. 2.10.2007 08:32 Kröftugur jarðskjálfti í Indónesíu Kröftugur jarðskjálfti skók strendur Súmötru í vesturhluta Indónesíu í morgun. Skjálftinn varð klukkan korter í ellefu að staðartíma. Hann var 6,2 á richter og átti upptök sín 145 kílómetrum vestur af Bengklulu. 2.10.2007 08:23 Gordon Brown í Írak Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, kom til Bagdad í morgun. Þetta er fyrsta heimsókn hans þangað sem forsætisráðherra. 2.10.2007 08:10 Með sprengjuefni í Bandaríska sendiráðinu Austurríska lögreglan segist hafa handtekið mann sem reyndi að komast inn í Bandaríska sendiráðið í Vín með bakboka sem innihélt sprengjuefni og nagla. 2.10.2007 07:07 Forsetar Kóreuríkjanna funda Roh Moon-hyun, forseti Suður-Kóreu, kom í morgun til Norður-Kóreu í þriggja daga heimsókn. Hann mun funda með Kim Jong-Il forseta Norður Kóreu. 2.10.2007 06:53 Blackwater ábyrgt fyrir fjölda árása í Írak Bandaríska öryggisfyrirtækið Blackwater hefur átt aðild að hundrað níutíu og fimm skotárásum í Írak frá því árið 2005, samkvæmt skýrslu sem birt var í gær. 2.10.2007 06:49 Eldhaf umlykur eyjuna Að minnsta kosti sjö hermenn létu lífið þegar eldgos hófst skyndilega á lítilli eyju í Rauðahafinu undan strönd Jemen. Eyjan varð alelda á skammri stundu og rauðglóandi hraunleðja streymir nú út í sjó. 1.10.2007 19:02 Óttast um afdrif fjölda friðargæsluliða Óttast er um afdrif um sextíu friðargæsluliða í Darfúr í Súdan eftir árás skæruliða á stöðvar þeirra um helgina. Haskanita herstöð Afríkubandalagsins í Darfúr var rústir einar eftir átökin. 1.10.2007 19:01 Pútín ætlar sér forsætisráðherraembættið Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út þá yfirlýsingu í dag að hann yrði í forystu fyrir flokk sinn, Sameinað Rússland, í þingkosningunum þann 2. desember. Hann telur raunhæft að verða skipaður forsætisráðherra eftir kosningarnar fari flokkurinn með sigur af hólmi eins og flestir bendir til. 1.10.2007 14:40 Drápsmarglytta að drepa Eystrasaltsþorskinn Vart hefur orðið við marglyttutegundina Mnemiopsis leidyi, sem nefnd hefur verið ameríska drápsmarglyttan, á hafsvæði austan Borgundarhólms. Þetta þykja alvarleg tíðindi því marglyttan lifir á fiskhrognum og -lirfum og nú óttast menn að hún geti gert út af við þorskstofninn í Eystrasalti. Vefsíðan Interseafood.com greinir frá þessu. 1.10.2007 13:32 Tímoshenko hrósar sigri í Úkraínu Júlía Tímoshenko er sigurvegari kosninganna í Úkraínu og verður væntanlega forsætisráðherra landsins. Flokkur Júlíu Tímoshenko fékk þriðjung atkvæða og getur með flokki Viktors Jústsénkos forseta myndað stjórn með nauman meirihluta á þingi. 1.10.2007 12:06 Eldgos veldur skelfingu í Rauðahafi Eldgos hófst í gær á lítilli eyju í Rauðahafinu nálægt strönd Jemens. Kanadískir sjóliðar á herskipi í Rauðahafi skýrðu frá þessu og sendu myndir af eldgosinu. 1.10.2007 12:05 Bíður eftir áheyrn í Mjanmar Ibrahim Gambari sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar fær ekki að hitta herforingjann sem mestu ræður í landinu fyrr en á morgun. Sendifulltrúinn er nú í höfuðborg Mjanmars og bíður eftir fundinum. 1.10.2007 12:04 Friðargæsluliðar féllu í Darfur Tíu friðargæsluliðar Afríkusambandsins létu lífið í árás skæruliða í Darfur í Súdan um helgina. Um eitt þúsund skæruliðar sem tilheyra Frelsisher Súdans réðust á stöðvar friðargæsluliða með hríðskotabyssum, sprengjuvörpum og eldflaugum. 1.10.2007 12:03 Vinir krónprinsins fyrir rétt í e-pillusmyglmáli Þrír af nánum vinum Friðriks krónprins munu koma fyrir rétt í Danmörku í næsta mánuði vegna mjög umfangsmikils smygls á e-pillum til Bandaríkjanna. Þremenningarnir tilheyra "þotuliðinu" í Árósum og voru allir drykkjufélagar Friðriks Þegar hann bjó í borginni á síðasta áratug. Þeir eru sakaðir um smygl á 200.000 e-pillum frá Hollandi, gegnum Árósa, og til Bandaríkjanna. 1.10.2007 11:07 NATO-skip bjarga tveimur frá logandi eyju Fregnir hafa borist í morgun um að herskip frá NATO hafi bjargað tveimur af þeim átta Yemen-búum sem saknað er eftir að eldgos hófst á eyjunni Jazirt Atta-Ir undan ströndum Yemen. Ennfremur munu sjóliðar um borð í skipunum hafa komið auga á þrjú lík í sjónum undan ströndum eyjarinnar. Eldgosið hófst í nótt og er öflugt. 1.10.2007 10:01 Fimmtán manns fórust í sprengingu í Pakistan Fimmtán manns fórust og að minnsta kosti 20 særðust í sprengingu í norðvestur Pakistan í nótt. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 1.10.2007 08:25 Ísraelar láta lausa 87 palestínska fanga Ísraelar ætla í dag að leysa úr haldi 87 Palestínumenn. Fangarnir eru allir meðlimir í Fatah hreyfingunni eða stjórnmálahreyfingum sem tengjast henni. 1.10.2007 08:06 Forseti Ekvador lýsir yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings Rafael Correa, forseti Ekvador hefur lýst yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings, sem fóru fram í gær. Ekki er búið að tilkynna um niðurstöður kosninganna en útgönguspár benda til að flokkur Correas fái rúman meirihluta á þinginu. Forsetinn vill að stjórnlagaþingið geri verulegar breytingar á stjórnarháttum í landinu. Andmælendur forsetans segja hins vegar að þær breytingar sem forsetinn hafi í huga verði einungis til þess að auka vald hans. Þrír forsetar hafa ríkt í Ekvador á aðeins 10 árum og ríkisstjórnir þar í landi hafa oft sætt mikilli gagnrýni. 1.10.2007 07:24 Nýr stjórnarmeirihluti í Úkraínu Útgönguspár benda til að flokkur Viktors Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko geti myndað stjórnarmeirihluta í Úkraínu. Kosningar fóru fram í gær. Samkvæmt spám hlaut flokkur Viktors Yanukovych forsætisráðherra tæp 36%. Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko eru hins vegar með samtals 45% fylgi. Gert er ráð fyrir að Tymoshenko fari fram á stjórnarmyndunarumboð í dag. 1.10.2007 07:20 Enginn augljós sigurvegari í Úkraínu Kjörstöðum hefur verið lokað í Úkraínu í þriðju þingkosningum í landinu á þremur árum. Útgönguspár segja engan afdráttarlausan sigurvegara. Þær sýna að flokkur forsetans Viktor Yushchenko hafi nauman meirihluta yfir flokki forsætisráðherrans Viktor Yanukovych. Blásið var til kosninganna til að leysa pólitíska deilu á milli mannanna tveggja. 30.9.2007 21:50 Gyðingar æfir vegna Nazi rúmteppalínunnar Leiðtogar gyðingasamfélagsins á Indlandi hafa látið í ljós reiði vegna nýrrar rúmteppaalínu sem kölluð er Nazi Collection. Húsgagnafyrirtækið er staðsett í Mumbai og notar hakakrossa í kynningarskyni. Framleiðendurnir segja nafnið standa fyrir New Arrival Zone for India og sé ekki ætlað að láta í ljós gyðingahatur. Gyðingar eru æfir vegna þessa og segjast munu kæra fyrirtækið. 30.9.2007 20:49 Þrýst á Brown um kosningar Eftir innan við 100 daga í embætti gæti Gordon Brown forsætisráðherra Breta þurft að taka þá afdrifaríku ákvörðun hvort blása eigi til þingkosninga. Íhaldsmenn hvöttu forsætisráðherrann mjög til þess á flokksþingi sínu í Blackpool í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Brown mikilla vinsælda og hefur töluvert forskot á David Cameron keppinaut sinn úr Íhaldsflokknum. 30.9.2007 17:25 Bresk hjón fengu 11 milljón króna símreikning Breskum hjónum brá heldur betur í brún þegar símreikningur upp á 11 milljónir íslenskra króna datt inn um lúguna hjá þeim. Dawn og Tyrone Chadwich búa í bænum Gronant skammt frá Liverpool. Þegar Dawn opnaði reikninginn kom í ljós að sjö mínútna símtal til Chester, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra í burtu, kostaði níu og hálfa milljón, fyrir utan virðisaukaskatt. 30.9.2007 16:48 Búist við sigri Yanukovych í Úkraínu Búist er við að flokkur Viktors Yushchenkos forseta Úkraínu bíði afhroð í þingkosningunum sem fara fram í landinu í dag. Flokki forsætisráðherrans, Viktors Yanukovych, er hins vegar spáð stærstum hluta atkvæða í útgönguspám. 30.9.2007 14:54 13 létust í sprengjuárás í Tyrklandi Tala látinna eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi er nú komin í 13 samkvæmt upplýsingum þarlendra embættismanna. Sjö öryggisverðir og fimm borgarar létur lífið og tveir slösuðust í árásinni. Lík sjö ára gamals drengs fannst svo við litla rútu sem uppreisnarmennirnir réðust að. Drengurinn var sonur annars fórnarlambs árásinnar. 30.9.2007 14:31 Amma fæddi eigin barnabörn Fimmtíu og eins árs gömul brasilísk kona fæddi tvíbura sem eru hennar eigin barnabörn. Rosinete Serrao var staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Claudiu Michelle sem getur ekki átt börn. Tvíburarnir, Antonio Bento og Vitor Gabriel, fæddust heilbrigðir og þurftu enga sérstaka læknisaðstoð. Þetta er fyrsta tilfellið í heiminum þar sem kona gengur með tvíbura sem eru barnabörn hennar. 30.9.2007 13:57 Úkraína - Kosningar leysa ekki stjórnarkreppu Úkraínumenn gengu til þingkosninga í dag, en skoðanakannanir benda ekki til þess að þær verði til að leysa stjórnarkreppu sem hefur verið í landinu undanfarna mánuði. Forseti Úkraínu, Viktor Jústsénko, greiddi atkvæði með fjölskyldu sinni í morgun. Hann komst til valda í appelsínugulu byltingunni svokölluðu fyrir tæpum þremur árum. 30.9.2007 13:16 Drápu 12 friðargæsluliða í Darfur Tólf friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur í Súdan létust í árás á herbúðir bandalagsins í dag. Tuttugu og fimm manns slösuðust. Þetta er mesta mannfall í röðum friðargæsluliða bandalagsins frá því þeir komu til landsins árið 2003. 30.9.2007 13:05 Segir þúsundir látna í Mjanmar Ofursti úr stjórnarhernum í Mjanmar segir að þúsundir manna hafi fallið í árásum hersins á stjórnarandstæðinga undanfarna daga. Norskur blaðamaður, sem er staddur í frumskóginum á landamærum Tælands og Mjanmars, segir að ofurstinn hafi neitað að ráðast á munka og sé nú flúinn með fjölskyldu sína. Hann sækist eftir hæli í Noregi. 30.9.2007 12:41 Rekin húshjálp grunuð um rán Madeleine Breska lögreglan leitar stúlku sem rekin var frá Mark Warner sumarhúsakeðjunni eftir allsérstaka ábendingu frá Karli Bretaprins. Nafnlaus tölvupóstur barst skrifstofu hans þar sem því er haldið fram að Madeleine hafi verið rænt af fyrrum húshjálp Mark Warner keðjunnar í Praia da Luz. Þar segir að stúlkan hafi rænt Madeleine í hefndarskyni fyrir fyrirtækið. 30.9.2007 11:21 Skjálftar í Kyrrahafi Snarpur jarðskjálfti varð í Kyrrahafi um 500 kílómetra suðvestur af Nýjasjálandi í morgun en engar fréttir hafa borist af neinum skaða og yfirvöld telja ólíklegt að hann hafi valdið flóðbylgju. Skjálftinn var 7,4 stig. 30.9.2007 10:34 Anand nýr heimsmeistari í skák Indverjinn Vishwanathan Anand er nýr heimsmeistari í skák. Hann varð efstur með níu stig á átta manna heimsmeistaramóti sem fram fór í Mexíkóborg. 30.9.2007 10:33 Gambari hitti Suu Kyi í morgun Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar, Ibrahim Gambari, hitti í morgun leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem er í stofufangelsi. Gambari kom til Yangon stærstu borgar Mjanmar í morgun. 30.9.2007 09:30 Baráttan á réttri braut Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni. 29.9.2007 19:00 Niðurrif hafið Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni. 29.9.2007 18:45 Háttsettur al-Kaída liði felldur Bandarísk hermálayfirvöld segjast hafa fellt háttsettan liðsmann al-Kaída í Írak í vikunni. Írakar segja almenna borgara hafa falliði með honum - því neita Bandaríkjamenn. 29.9.2007 18:45 Sprengja fellir 27 hermenn í Kabúl Tuttugu og sjö afghanskir hermenn létust og 21 slasaðist þegar kröftug sjálfsmorðssprengja sprakk í strætisvagni í Kabúl höfuðborg Afghanistan í dag. Strætisvagninn fór í tvennt við sprenginguna og vitni lýstu því hvernig lík dreyfðust í kringum brakið. Talebanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er næst mannskæðasta árás í landinu síðan 2001. 29.9.2007 16:38 12 slasast í sprengingu á Maldíveyjum Sprengja sprakk í Male höfuðborg Maldíveyja í Indlandshafi í dag með þeim afleiðingum að 12 ferðamenn slösuðust. Sprengingin varð nálægt mosku við almenningsgarðinn Sultan Park sem er vinsæll ferðamannastaður. 29.9.2007 16:13 Örstutt netsamband í Mjanmar í dag Internetsamband var sett aftur á í skamma stund í Mjanmar í dag. Netið hefur legið niðri síðan snemma í gær og er talið að herstjórnin hafi lokað fyrir aðgang almennings af ótta við að myndir af ofbeldi gegn mótmælendum næðu augum umheimsins. Í tvo klukkutíma í dag gátu tölvunotendur skoðað innlendar vefsíður og sent tölvupóst áður en lokað var fyrir sambandið aftur. 29.9.2007 14:41 Ríki heims staðfesti mannréttindi fatlaðra Hart er þrýst á ríki heims að skrifa undir og staðfesta alþjóðasamning um mannréttindi fatlaðra. Samkvæmt samningnum geta einstaklingar og hópar kært ríki til eftirlitsnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna telji þeir á sér brotið. 29.9.2007 13:30 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr yfirmaður pakistanska hersins Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Pakistan, Ashfaq Pervez Kiani, mun taka við yfirstjórn pakistanska hersins verði Pervez Musharraf endurkjörinn forseti. Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan á laugardaginn. 2.10.2007 10:12
Breskum hermönnum í Írak fækkað um 1000 Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ákveðið að fækka hermönnum í Basra héraði í Írak um 1000 fyrir árslok. Einnig ætlar hann að færa stjórn á öryggisstarfsemi í héraðinu yfir til Íraka á næstu tveimur mánuðum. Brown tilkynnti þetta á fundi með embættismönnum í Írak fyrir stundu. Forsætisráðherran kom til Bagdad í morgun. Við komu sína fagnaði hann hugrekki og fagmennsku breskra hermanna sem dvalið hafa í Írak. 2.10.2007 10:05
Dauði Mussolini til Alþjóðadómstólsins Eitt af barnabörnum Benito Mussolini krefst þess að kringumstæðurnar í kringum dauða einræðisherrans verði teknar til meðferðar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Þetta kemur í kjölfar þess að dómari í bænum Como hafnaði sömu beiðni frá barnabarninu Guido. 2.10.2007 09:50
Yfir 100 dýrum stolið úr dýraverslun í Danmörku Þjófar létu greipar sópa í dýraverslun í Kollund í Danmörku í nótt eftir því sem segir á vef TV2. Munu þeir hafa stolið yfir hundrað dýrum, þar á meðal slöngum, skjaldbökum, afrískum villiköttum og einum þvottabirni eftir því sem eigandinn segir. 2.10.2007 09:24
Banaslys Díönu rannsakað Rannsókn á slysinu sem varð Díönu prinsessu af Wales og Dodi Al Fayed að bana mun fara fram fyrir dómstóli í London bráðlega. 2.10.2007 08:32
Kröftugur jarðskjálfti í Indónesíu Kröftugur jarðskjálfti skók strendur Súmötru í vesturhluta Indónesíu í morgun. Skjálftinn varð klukkan korter í ellefu að staðartíma. Hann var 6,2 á richter og átti upptök sín 145 kílómetrum vestur af Bengklulu. 2.10.2007 08:23
Gordon Brown í Írak Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, kom til Bagdad í morgun. Þetta er fyrsta heimsókn hans þangað sem forsætisráðherra. 2.10.2007 08:10
Með sprengjuefni í Bandaríska sendiráðinu Austurríska lögreglan segist hafa handtekið mann sem reyndi að komast inn í Bandaríska sendiráðið í Vín með bakboka sem innihélt sprengjuefni og nagla. 2.10.2007 07:07
Forsetar Kóreuríkjanna funda Roh Moon-hyun, forseti Suður-Kóreu, kom í morgun til Norður-Kóreu í þriggja daga heimsókn. Hann mun funda með Kim Jong-Il forseta Norður Kóreu. 2.10.2007 06:53
Blackwater ábyrgt fyrir fjölda árása í Írak Bandaríska öryggisfyrirtækið Blackwater hefur átt aðild að hundrað níutíu og fimm skotárásum í Írak frá því árið 2005, samkvæmt skýrslu sem birt var í gær. 2.10.2007 06:49
Eldhaf umlykur eyjuna Að minnsta kosti sjö hermenn létu lífið þegar eldgos hófst skyndilega á lítilli eyju í Rauðahafinu undan strönd Jemen. Eyjan varð alelda á skammri stundu og rauðglóandi hraunleðja streymir nú út í sjó. 1.10.2007 19:02
Óttast um afdrif fjölda friðargæsluliða Óttast er um afdrif um sextíu friðargæsluliða í Darfúr í Súdan eftir árás skæruliða á stöðvar þeirra um helgina. Haskanita herstöð Afríkubandalagsins í Darfúr var rústir einar eftir átökin. 1.10.2007 19:01
Pútín ætlar sér forsætisráðherraembættið Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út þá yfirlýsingu í dag að hann yrði í forystu fyrir flokk sinn, Sameinað Rússland, í þingkosningunum þann 2. desember. Hann telur raunhæft að verða skipaður forsætisráðherra eftir kosningarnar fari flokkurinn með sigur af hólmi eins og flestir bendir til. 1.10.2007 14:40
Drápsmarglytta að drepa Eystrasaltsþorskinn Vart hefur orðið við marglyttutegundina Mnemiopsis leidyi, sem nefnd hefur verið ameríska drápsmarglyttan, á hafsvæði austan Borgundarhólms. Þetta þykja alvarleg tíðindi því marglyttan lifir á fiskhrognum og -lirfum og nú óttast menn að hún geti gert út af við þorskstofninn í Eystrasalti. Vefsíðan Interseafood.com greinir frá þessu. 1.10.2007 13:32
Tímoshenko hrósar sigri í Úkraínu Júlía Tímoshenko er sigurvegari kosninganna í Úkraínu og verður væntanlega forsætisráðherra landsins. Flokkur Júlíu Tímoshenko fékk þriðjung atkvæða og getur með flokki Viktors Jústsénkos forseta myndað stjórn með nauman meirihluta á þingi. 1.10.2007 12:06
Eldgos veldur skelfingu í Rauðahafi Eldgos hófst í gær á lítilli eyju í Rauðahafinu nálægt strönd Jemens. Kanadískir sjóliðar á herskipi í Rauðahafi skýrðu frá þessu og sendu myndir af eldgosinu. 1.10.2007 12:05
Bíður eftir áheyrn í Mjanmar Ibrahim Gambari sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar fær ekki að hitta herforingjann sem mestu ræður í landinu fyrr en á morgun. Sendifulltrúinn er nú í höfuðborg Mjanmars og bíður eftir fundinum. 1.10.2007 12:04
Friðargæsluliðar féllu í Darfur Tíu friðargæsluliðar Afríkusambandsins létu lífið í árás skæruliða í Darfur í Súdan um helgina. Um eitt þúsund skæruliðar sem tilheyra Frelsisher Súdans réðust á stöðvar friðargæsluliða með hríðskotabyssum, sprengjuvörpum og eldflaugum. 1.10.2007 12:03
Vinir krónprinsins fyrir rétt í e-pillusmyglmáli Þrír af nánum vinum Friðriks krónprins munu koma fyrir rétt í Danmörku í næsta mánuði vegna mjög umfangsmikils smygls á e-pillum til Bandaríkjanna. Þremenningarnir tilheyra "þotuliðinu" í Árósum og voru allir drykkjufélagar Friðriks Þegar hann bjó í borginni á síðasta áratug. Þeir eru sakaðir um smygl á 200.000 e-pillum frá Hollandi, gegnum Árósa, og til Bandaríkjanna. 1.10.2007 11:07
NATO-skip bjarga tveimur frá logandi eyju Fregnir hafa borist í morgun um að herskip frá NATO hafi bjargað tveimur af þeim átta Yemen-búum sem saknað er eftir að eldgos hófst á eyjunni Jazirt Atta-Ir undan ströndum Yemen. Ennfremur munu sjóliðar um borð í skipunum hafa komið auga á þrjú lík í sjónum undan ströndum eyjarinnar. Eldgosið hófst í nótt og er öflugt. 1.10.2007 10:01
Fimmtán manns fórust í sprengingu í Pakistan Fimmtán manns fórust og að minnsta kosti 20 særðust í sprengingu í norðvestur Pakistan í nótt. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 1.10.2007 08:25
Ísraelar láta lausa 87 palestínska fanga Ísraelar ætla í dag að leysa úr haldi 87 Palestínumenn. Fangarnir eru allir meðlimir í Fatah hreyfingunni eða stjórnmálahreyfingum sem tengjast henni. 1.10.2007 08:06
Forseti Ekvador lýsir yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings Rafael Correa, forseti Ekvador hefur lýst yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings, sem fóru fram í gær. Ekki er búið að tilkynna um niðurstöður kosninganna en útgönguspár benda til að flokkur Correas fái rúman meirihluta á þinginu. Forsetinn vill að stjórnlagaþingið geri verulegar breytingar á stjórnarháttum í landinu. Andmælendur forsetans segja hins vegar að þær breytingar sem forsetinn hafi í huga verði einungis til þess að auka vald hans. Þrír forsetar hafa ríkt í Ekvador á aðeins 10 árum og ríkisstjórnir þar í landi hafa oft sætt mikilli gagnrýni. 1.10.2007 07:24
Nýr stjórnarmeirihluti í Úkraínu Útgönguspár benda til að flokkur Viktors Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko geti myndað stjórnarmeirihluta í Úkraínu. Kosningar fóru fram í gær. Samkvæmt spám hlaut flokkur Viktors Yanukovych forsætisráðherra tæp 36%. Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko eru hins vegar með samtals 45% fylgi. Gert er ráð fyrir að Tymoshenko fari fram á stjórnarmyndunarumboð í dag. 1.10.2007 07:20
Enginn augljós sigurvegari í Úkraínu Kjörstöðum hefur verið lokað í Úkraínu í þriðju þingkosningum í landinu á þremur árum. Útgönguspár segja engan afdráttarlausan sigurvegara. Þær sýna að flokkur forsetans Viktor Yushchenko hafi nauman meirihluta yfir flokki forsætisráðherrans Viktor Yanukovych. Blásið var til kosninganna til að leysa pólitíska deilu á milli mannanna tveggja. 30.9.2007 21:50
Gyðingar æfir vegna Nazi rúmteppalínunnar Leiðtogar gyðingasamfélagsins á Indlandi hafa látið í ljós reiði vegna nýrrar rúmteppaalínu sem kölluð er Nazi Collection. Húsgagnafyrirtækið er staðsett í Mumbai og notar hakakrossa í kynningarskyni. Framleiðendurnir segja nafnið standa fyrir New Arrival Zone for India og sé ekki ætlað að láta í ljós gyðingahatur. Gyðingar eru æfir vegna þessa og segjast munu kæra fyrirtækið. 30.9.2007 20:49
Þrýst á Brown um kosningar Eftir innan við 100 daga í embætti gæti Gordon Brown forsætisráðherra Breta þurft að taka þá afdrifaríku ákvörðun hvort blása eigi til þingkosninga. Íhaldsmenn hvöttu forsætisráðherrann mjög til þess á flokksþingi sínu í Blackpool í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Brown mikilla vinsælda og hefur töluvert forskot á David Cameron keppinaut sinn úr Íhaldsflokknum. 30.9.2007 17:25
Bresk hjón fengu 11 milljón króna símreikning Breskum hjónum brá heldur betur í brún þegar símreikningur upp á 11 milljónir íslenskra króna datt inn um lúguna hjá þeim. Dawn og Tyrone Chadwich búa í bænum Gronant skammt frá Liverpool. Þegar Dawn opnaði reikninginn kom í ljós að sjö mínútna símtal til Chester, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra í burtu, kostaði níu og hálfa milljón, fyrir utan virðisaukaskatt. 30.9.2007 16:48
Búist við sigri Yanukovych í Úkraínu Búist er við að flokkur Viktors Yushchenkos forseta Úkraínu bíði afhroð í þingkosningunum sem fara fram í landinu í dag. Flokki forsætisráðherrans, Viktors Yanukovych, er hins vegar spáð stærstum hluta atkvæða í útgönguspám. 30.9.2007 14:54
13 létust í sprengjuárás í Tyrklandi Tala látinna eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi er nú komin í 13 samkvæmt upplýsingum þarlendra embættismanna. Sjö öryggisverðir og fimm borgarar létur lífið og tveir slösuðust í árásinni. Lík sjö ára gamals drengs fannst svo við litla rútu sem uppreisnarmennirnir réðust að. Drengurinn var sonur annars fórnarlambs árásinnar. 30.9.2007 14:31
Amma fæddi eigin barnabörn Fimmtíu og eins árs gömul brasilísk kona fæddi tvíbura sem eru hennar eigin barnabörn. Rosinete Serrao var staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Claudiu Michelle sem getur ekki átt börn. Tvíburarnir, Antonio Bento og Vitor Gabriel, fæddust heilbrigðir og þurftu enga sérstaka læknisaðstoð. Þetta er fyrsta tilfellið í heiminum þar sem kona gengur með tvíbura sem eru barnabörn hennar. 30.9.2007 13:57
Úkraína - Kosningar leysa ekki stjórnarkreppu Úkraínumenn gengu til þingkosninga í dag, en skoðanakannanir benda ekki til þess að þær verði til að leysa stjórnarkreppu sem hefur verið í landinu undanfarna mánuði. Forseti Úkraínu, Viktor Jústsénko, greiddi atkvæði með fjölskyldu sinni í morgun. Hann komst til valda í appelsínugulu byltingunni svokölluðu fyrir tæpum þremur árum. 30.9.2007 13:16
Drápu 12 friðargæsluliða í Darfur Tólf friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur í Súdan létust í árás á herbúðir bandalagsins í dag. Tuttugu og fimm manns slösuðust. Þetta er mesta mannfall í röðum friðargæsluliða bandalagsins frá því þeir komu til landsins árið 2003. 30.9.2007 13:05
Segir þúsundir látna í Mjanmar Ofursti úr stjórnarhernum í Mjanmar segir að þúsundir manna hafi fallið í árásum hersins á stjórnarandstæðinga undanfarna daga. Norskur blaðamaður, sem er staddur í frumskóginum á landamærum Tælands og Mjanmars, segir að ofurstinn hafi neitað að ráðast á munka og sé nú flúinn með fjölskyldu sína. Hann sækist eftir hæli í Noregi. 30.9.2007 12:41
Rekin húshjálp grunuð um rán Madeleine Breska lögreglan leitar stúlku sem rekin var frá Mark Warner sumarhúsakeðjunni eftir allsérstaka ábendingu frá Karli Bretaprins. Nafnlaus tölvupóstur barst skrifstofu hans þar sem því er haldið fram að Madeleine hafi verið rænt af fyrrum húshjálp Mark Warner keðjunnar í Praia da Luz. Þar segir að stúlkan hafi rænt Madeleine í hefndarskyni fyrir fyrirtækið. 30.9.2007 11:21
Skjálftar í Kyrrahafi Snarpur jarðskjálfti varð í Kyrrahafi um 500 kílómetra suðvestur af Nýjasjálandi í morgun en engar fréttir hafa borist af neinum skaða og yfirvöld telja ólíklegt að hann hafi valdið flóðbylgju. Skjálftinn var 7,4 stig. 30.9.2007 10:34
Anand nýr heimsmeistari í skák Indverjinn Vishwanathan Anand er nýr heimsmeistari í skák. Hann varð efstur með níu stig á átta manna heimsmeistaramóti sem fram fór í Mexíkóborg. 30.9.2007 10:33
Gambari hitti Suu Kyi í morgun Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar, Ibrahim Gambari, hitti í morgun leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem er í stofufangelsi. Gambari kom til Yangon stærstu borgar Mjanmar í morgun. 30.9.2007 09:30
Baráttan á réttri braut Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni. 29.9.2007 19:00
Niðurrif hafið Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni. 29.9.2007 18:45
Háttsettur al-Kaída liði felldur Bandarísk hermálayfirvöld segjast hafa fellt háttsettan liðsmann al-Kaída í Írak í vikunni. Írakar segja almenna borgara hafa falliði með honum - því neita Bandaríkjamenn. 29.9.2007 18:45
Sprengja fellir 27 hermenn í Kabúl Tuttugu og sjö afghanskir hermenn létust og 21 slasaðist þegar kröftug sjálfsmorðssprengja sprakk í strætisvagni í Kabúl höfuðborg Afghanistan í dag. Strætisvagninn fór í tvennt við sprenginguna og vitni lýstu því hvernig lík dreyfðust í kringum brakið. Talebanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er næst mannskæðasta árás í landinu síðan 2001. 29.9.2007 16:38
12 slasast í sprengingu á Maldíveyjum Sprengja sprakk í Male höfuðborg Maldíveyja í Indlandshafi í dag með þeim afleiðingum að 12 ferðamenn slösuðust. Sprengingin varð nálægt mosku við almenningsgarðinn Sultan Park sem er vinsæll ferðamannastaður. 29.9.2007 16:13
Örstutt netsamband í Mjanmar í dag Internetsamband var sett aftur á í skamma stund í Mjanmar í dag. Netið hefur legið niðri síðan snemma í gær og er talið að herstjórnin hafi lokað fyrir aðgang almennings af ótta við að myndir af ofbeldi gegn mótmælendum næðu augum umheimsins. Í tvo klukkutíma í dag gátu tölvunotendur skoðað innlendar vefsíður og sent tölvupóst áður en lokað var fyrir sambandið aftur. 29.9.2007 14:41
Ríki heims staðfesti mannréttindi fatlaðra Hart er þrýst á ríki heims að skrifa undir og staðfesta alþjóðasamning um mannréttindi fatlaðra. Samkvæmt samningnum geta einstaklingar og hópar kært ríki til eftirlitsnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna telji þeir á sér brotið. 29.9.2007 13:30