Fleiri fréttir

Blackwater í bobba

Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu.

Kaupa ekki skýringar herforingja

Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum.

Flugdólgur dæmdur í 12 mánaða fangelsi

Farþegi í Boeing 757 þotu í eigu ferðaskrifstofunnar Thomas Cook hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi eftir slagsmál við áhöfn þotunnar sem vildi ekki leyfa honum að reykja í 33 þúsund feta hæð. Stephen Robinson réðist á flugþjón í fullsetinni vélinni sem var á leið frá Antalya í Tyrklandi til Newcastle á Englandi. Áhöfnin greip til þess ráðs að handjárna manninn sem er fimmtíu og þriggja ára.

Ásakanir um greftrun Madeleine 'fáránlegar'

Talsmaður McCann hjónanna vísar algjörlega á bug ásökunum portúgalskra fjölmiðla um að hjónin hafi grafið lík Madeleine í ferð sem þau fóru til Spánar þremur mánuðum eftir að stúlkan hvarf. Fréttir segja að portúgalska lögreglan sé nú að rannsaka tvo klukkutíma í ferðinni þar sem ekki er vitað um ferðir hjónanna og þau hefðu getað losað sig við lík stúlkunnar.

Reykingar ökumanna á válista

Ökumenn sem reykja við akstur í Bretlandi gætu átt von á ákæru ef sannast að reykingarnar hafi haft áhrif á öryggan akstur þeirra. Nýtt ákvæði í umferðarlögum um þjóðvegi kveður á um að lögreglumenn geti handtekið ökumenn vegna þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem reykingar komast á lista atvika sem trufla ökumenn.

Vó aðeins 300 grömm

Foreldrar þýsku telpunnar Kimberly eru himinlifandi með það að geta loksins tekið barn sitt með sér heim af sjúkrahúsinu. Kimberly fæddist fyrir hálfu ári - þá 15 vikum fyrir tímann. Hún vó þá aðeins 300 grömm, rétt rúma 1 mörk.

Bréfasprengjumaðurinn er hryðjuverkamaður

Umsjónamaður í breskum skóla var í dag fundinn sekur um að senda sjö bréfasprengjur og vera valdur að því að slasa átta manns. Miles Cooper 27 ára íbúi í Cambridge sendi bréfasprengjurnar á heimilisföng í Englandi og Wales fyrr á þessu ári. Fimm þeirra sprungu. Dómarinn sagði hann vera hryðjuverkamann.

Musharraf má bjóða sig fram

Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum.

Concorde hlutir boðnir upp

Yfir 800 hlutir úr Concorde flugvélum verða boðnir upp í Toulouse í Frakklandi í dag. Þar á meðal eru hlutir út flugstjórnarklefa vélanna, súrefnisgrímur, lendingarhjól og farangurshurðar auk salernisskála. Uppbðið mun standa í fjóra daga og er til styrktar nýjum flugsafnisem byggt verður í borginni.

Minnkandi atvinnuleysi í Þýskalandi

Atvinnuleysi í Þýskalandi er minna nú en það hefur verið síðastliðinn tólf ár samkvæmt tölum frá þýsku vinnumálastofnuninni. Alls voru 3,5 milljónir Þjóðverja án atvinnu í septembermánuði.

Skjóta aftur að mótmælendum í Mjanmar

Hermenn skutu aftur að nokkur hundruð syngjandi mótmælendum í miðborg Yangon í Mjanmar í dag. Fólkið forðaði sér í skjól en engir munkar voru meðal mótmælenda. Öryggissveitir hafa lokað götum og fimm klaustrum með vegriðum og gaddavír. Þannig virðist þeim hafa tekist að halda munkunum frá. Almenningi tekst þó að koma saman í stuttan tíma áður en öryggislögreglan leysir mótmælin upp.

Of hávær í bólinu

Kona ein í Þýskalandi var rekin af heimili sínu þar sem nágrannar hennar þóttu unaðsstunur hennar vera of háværar. Konan segist sjálf lifa heilbrigðu kynlífi og talar um ofsóknir.

Fannst á lífi eftir átta daga í bílflaki

Kona sem saknað hafði verið í átta daga fannst á lífi í bíl á botni gils í Bandaríkjunum - á sama tíma og eiginmaður hennar var að taka lygapróf vegna hvarfsins. Lögregla fann bíl konunnar á botni gils við hraðbraut nálægt Seattle í Washington. Tanya Rider var á leið heim úr vinnu þegar hún fór út af veginum og hrapaði sjö metra niður gilið.

Átta ára golfari með holu í höggi

Átta ára gamall enskur golfari gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfmóti í Suffolk á Englandi í gær. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að þetta er í þriðja skiptið sem hinn ungi gólfari nær holu í höggi.

Loka fyrir internet í Mjanmar

Herstjórnin í Mjanmar hefur lokað fyrir aðgang almennings að interneti til að forðast að myndbrot af blóðugum aðgerðum öryggissveita gegn mótmælendum berist um heiminn. Internet kaffihúsum í höfuðborginni Rangoon og öðrum borgum landsins hefur verið lokað. Bloggarar sem nota internetið til að fá meira en fréttir ritstýrðra fréttastöðva í landinu segjast vera í vandræðum með að koma efni á bloggin.

Féllu ofan í eiturefnalaug

Níu létust í gær þegar gólfflötur í yfirgefnu húsi í miðhluta Kína lét undan með þeim afleiðingum að fólkið féll ofan í holu sem var full af blásýru. Fólkið var samankomið í húsinu til að ræða útför ungs pilts sem hafði fundist látinn í húsinu sama dag.

Veirusýking greinist á búgarði á Englandi

Breska landbúnaðarráðuneytið upplýsti í gær að greinst hefði hin svokallaða "Bluetongue" veirusýking á búgarði í Suffolk í austurhluta Englands. Er þetta fimmta tilfellið á afar stuttum tíma sem veiran greinist á Englandi.

Leigðu þyrlu undir köttinn

Ítölsk hjón leigðu þyrlu fyrir um milljón kr. svo hægt væri að flytja heimilisköttinn frá Róm til eyjarinnar Sardínu. Þetta gerðui þau að sögn þar sem kötturinn, Fufi, er bæði flug- og sjóhræddur.

Níu látnir í átökum í Mjanmar

Herinn í Mjanmar réðst gegn andófsmönnum í dag með þeim afleiðingum að níu menn, að minnsta kosti, létu lífið og fjöldi manns særðist. Hermenn í óeirðabúningi standa vörð við gaddavírsgirðingar á götum stærstu borgar landsins og heyra mátti skothvelli þegar dimma tók.

Níu látnir í Mjanmar í dag

Níu manns létust og að minnsta kosti ellefu særðust í aðgerðum öryggissveita hersins í Yangon í Mjanmar í dag. Ríkissjónvarp landsins greindi frá þessu og sagði að 31 hermaður hefði slasast þegar mótmælendur reyndu að afvopna þá. Fregnir hafa borist að því að hermenn hafi skotið á fólkið og lamið með byssusköftum.

Spector sóttur aftur til saka

Kviðdómi í Bandaríkjunum mistókst að komast að niðurstöðu um það hvort hinn frægi tónlistarmaður Phil Spector hefði myrt leikkonuna Lönu Clarkson fyrir tæpum fimm árum.

Þjóðheta Mjanmar - Aung San suu Kyi

Líkt og Nelson Mandela hefur Aung San Suu Kyi orðið alþjóðlegt tákn hetjulegrar og friðsamlegrar andstöðu undirokunar og kúgunar. Í langan tíma hefur þessi baráttukona og leiðtogi Lýðræðisflokks landsins verið eina von landa sinna um að tímabil herstjórnarinnar líði einhvern tíman undir lok.

Rekin fyrir reykingar eiginmannsins

Bæjaryfirvöld í Óðinvéum í Danmörku ráku í gær dagmóður eftir að upp komst að eiginmaður hennar hafði reykt á heimili hjónanna þar sem hún passar börnin. Dagmóðirin sjálf hefur hins vegar aldrei reykt heima hjá sér.

Fljúgandi elgur veldur usla

Starfsmenn sænska símafyrirtækisins Telia fengu heldur betur óvænta heimsókn á föstudaginn í síðustu viku þegar elgur kom fljúgandi í gegnum glugga skrifstofunnar. Glerbrotum rigndi yfir starfsmenn og kalla þurfti á veiðimann til að aflífa dýrið.

Mjanmar: Ljósmyndari skotinn til bana

Erlendur ljósmyndari sem talinn er japanskur, var skotinn til bana í mótmælunum í Yangon í Mjanmar í dag. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir sjúkrahúsyfirvöldum á staðnum. Vitni segir manninn hafa fallið til jarðar þegar óeirðalögregla skaut að hópi eitt þúsund mótmælenda.

Vilja banna nekt á Everest

Samtök fjallgöngugarpa í Nepal vilja banna nekt og tilraunir til ruddalegra meta á Everest fjalli, stærsta fjalli heims. Nepalskur fjallgöngumaður setti met í hæstu nektarsýningu á síðasta ári þegar hann beraði sig í nokkrar mínútur á toppi fjallsins, í 8.848 metra hæð og tíu stiga gaddi.

Herstjórnin skýtur að búddamunkum

Hermenn herforingjastjórnarinnar í Myanmar skutu aftur að mómælendum í Rangoon stærstu borg landsins í morgun. Vitni segja einn hafa fallið í jörðina í skothríðinni. Talið er að um 70 þúsund manns mótmæli á götum borgarinnar. Hermennirnir ráðast einnig að fólkinu og berja það með byssusköftum.

Átta falla á Gaza ströndinni

Að minnsta kosti átta Palestínumenn féllu og tuttugu særðust í leifturárás ísraelska hersins á Gaza ströndina í gær.

Frönsk herskip gegn sjóræningjum

Frakkar hafa boðist til þess að senda herskip til að vernda sjóleiðina við strendur Sómalíu gegn árásum sjóræningja. Hafsvæðið úti fyrir Sómalíu er talið vera eitt það hættulegasta í heimi.

Öryggisráðið vill fulltrúa sinn til Myanmar

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi sínum í kvöld að hvetja stjórnvöld í Myanmar til að leyfa sérstökum fulltrúa sínum, Ibrahim Gambari að heimsækja landið. Miklar og blóðugar mótmælaaðgerðir hafa verið í landinu gegn stjórnvöld undanfarna daga.

Verkfallinu hjá GM lokið

Verkfallinu hjá GM lauk í dag eftir aðeins tvo sólarhring og um leið stigu hlutabréf í fyrirtækinu um tæp 9% á markaðinum vestan hafs. Verkfallið var hið fyrsta hjá GM á síðustu rúmu 30 árum en það náði til um 73.000 verkamanna fyrirtækisins.

Rather kallar Bush fyrir sem vitni

Fréttamaðurinn þekkti Dan Rather lét að því liggja í spjallþætti í kvöld að hann myndi kalla George Bush Bandaríkjaforseta fyrir sem vitni í málaferlum sínum gegn CBS sjónvarpsstöðinni. Rather telur að uppsögn sín hjá CBS árið 2004 hafi verið ólögmæt en hún kom í kjölfar fréttar hans um brokkgengann feril Bush í þjóðvarðliði Texas.

Fékk fót í kaupbæti

Bandarísk húsmóðir fékk óvæntan kaupauka á dögunum þegar hún keypti sér eldavél á uppboði í Norður Karólínu. Þegar Shannon Whisnant opnaði eldavélina góðu heima hjá sér kom í ljós fótur af manni.

Norðmenn veita 60 milljarða í þróunaraðstoð

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lofaði í dag einum milljarði dollara, jafnvirði um 60 milljarða króna, í stuðning til mæðra og barna í þróunarlöndunum á næsta áratug.

Jarðskjálfti upp á 6,5 skók Súmötru

Sterkur jarðskjálfti um 6.5 á Richter varð við strendur indónesísku eyjunnar Sumötru í dag. Veðurstofa Indónesíu greindi fré þessu. Upptök skjálftans voru á 70 kílómetra dýpi um 149 kílómetra suðvestur af Painan á Vestur-Súmötru.

Myndin er ekki af Maddý

Ljósmyndin sem farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina er ekki af Madeleine McCann eins og sumir hafa haldið fram. Fréttastofa Sky sjónvarpsstöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að stúlkan á myndinni sé frá Marokkó.

Einn lést í skotárás hersins í Burma

Einn lést og fimm slösuðust þegar herinn í Myanmar skaut byssuskotum að stórum hópi mótmælenda í Yangon í dag. Vitni segja blóðugan líkama munks hafa verið borinn í burtu en ekki er ljóst hvort hann var lífs eða liðinn. Búddamunkar hafa leitt mótmælin í Myanmar sem hófust fyrir mánuði síðan þegar olíuverð hækkaði skyndilega. Þau hafa breiðst út og eru orðin mestu mótmli í landinu í 20 ár.

Fjáröflun Guilianis sögð ógeðsleg

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, sem sækist eftir forsetaembætti Bandaríkjanna hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að misnota ímynd hryðjuverkaárásanna á tvíburaturnana til fjáröflunar. Stuðningsmaður hans býður almenningi að styðja Giuliani fyrir 9,11 dollara á mann.

Konur afklæðast í kosningabaráttu

Konur í nýjum stjórnmálaflokki í Póllandi komu fram naktar í umdeildri auglýsingaherferð fyrir þingkosningar í landinu 21. október. Sjö konur skýla sér á bakvið auglýsingaskilti sem á stendur; „Stjórnmálaflokkur kvenna, Pólland er kona.“ Herferðin hefur vakið mikla athygli í landinu sem er að miklum meirihluta kaþólskt og stjórnað af Kaczynski tvíburunum sem eru afar íhaldssamir.

Tvö hundruð handteknir í Búrma

Að minnsta kosti tvö hundruð búddamunkar voru handteknir í Rangún, höfuðborg Búrma, í morgun. Hermenn beittu táragasi og kylfum gegn mótmælendum sem höfðu safnast saman í miðborginni og þá skutu þeir einnig viðvörunarskotum yfir höfði mótmælenda.

Hætta við að leyfa hjónaband samkynhneigðra

Yfirmenn ensku biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum féllu í gær frá þeirri hugmynd að leyfa vígslu samkynhneigðra presta. Fjölmargir meðlimir kirkjunnar höfðu sett sig á móti hugmyndinni og var óttast að kirkjan kynni að klofna í kjölfarið.

Handtökur og átök í Búrma

Lögreglan í Búrma beitti í morgun kylfum til að leysa upp mótmæli þar í landi. Tveir leiðtogar andófsmanna voru handteknir í morgun.

Bauð samföngum sínum upp á pizzur

Kjell Inge Rökke, norska auðmanninum sem setið hefur í fangelsi í heimalandi sínu í þrjár vikur hefur verið sleppt úr haldi, viku á undan áætlun. Norskir miðlar greina frá því að hann hafi farið rakleiðis í sumarfrí eftir að afplánun lauk. Hann gleymdi þó ekki samföngum sínum því hann lét það verða sitt fyrsta verk utan múra fangelsisins að panta pizzur handa sambýlingum sínum fyrrverandi.

Sjá næstu 50 fréttir