Erlent

Bush hrósaði þingkosningunum í Írak

MYND/AP

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði þingkosningunum í Írak sem fram fóru í gær og sagði þær mikilvægt skref í að stofna lýðræðislega bandalagsþjóð Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann kosningarnar marka upphaf að brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak en Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra landsins, hefur sagt að góð tíu ár muni taka að koma á friði í landinu og þangað til verði bandaríski herinn þar. Kjörsókn var góð í landinu en búist er við að nokkrar vikur geti liðið þar til greint verður frá niðurstöðum kosninganna. Þótt sprengjur hafi sprungið víða í Írak í gær fóru kosningarnar mun betur fram en menn þorðu að vona en leiðtogar súnní-múslímia hvöttu trúbræður til að leggja niður vopn og taka þátt í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×