Fleiri fréttir Settu upp jólaskreytingar innan um hákarla Það er ekki aðeins í verslunargötum og á heimilum sem fólk keppist við að setja upp jólaskreytingar. Kafarar voru í morgun fengnir til að setja upp jólaskreytingar í stóru fiskabúri í sædýrasafninu í Madríd. 13.12.2005 15:20 Sosoliso svipt flugleyfi Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, tilkynnti rétt í þessu að flugfélagið Sosoliso hefði verið svipt flugleyfi. Flugvél félagsins hrapaði í Port Harcourt síðasta laugardag og þá létust 106. 13.12.2005 14:52 Verði að læra dönsku áður en þeir flytja til Danmerkur Útlendingar sem hyggjast flytja til ættingja sinna sem búsettir eru í Danmörku skulu hafa staðist próf í dönsku og danskri menningu áður en þeir flytja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju lagafrumvarpi Venstre-flokksins í Danmörku, og sem íhaldsmenn og danski Þjóðflokkurinn virðast ætla að styðja. 13.12.2005 10:30 Þrír Palestínumenn særðust á Vesturbakkanum Þrír særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra mótmælenda í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Tveir mannanna eru alvarlega særðir, að sögn palestínskra sjúkraflutningamanna. 13.12.2005 09:30 Óeirðir í Sidney annan daginn í röð Sjö slösuðust og tugir bíla voru eyðilagðir í óeirðum sem geisuðu í Sidney í Ásralíu í gærkvöldi, annað kvöldið í röð. Ólætin byrjuðu á sunnudagseftirmiðdag þegar um 5000 manns gerðu aðsúg að hópi fólks af arabískum uppruna. 13.12.2005 08:51 Williams verður tekinn af lífi Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníuríkis, ætlar ekki að náða Stanley Williams sem eftir stundarfjórðung verður tekinn af lífi með banvænni sprautu. Willams, sem stofnaði glæpagengið Crips, var fundinn sekur um fjögur morð árið 1979. 13.12.2005 07:45 Þrjár hryðjuverkaárásir stöðvaðar í London Lögreglan í Lundúnum hefur komið í veg fyrir þrjár hryðjuverkaárásir síðan tilraun til hryðjuverkaárása var gerð þann 21. júlí síðastliðinn. Þetta sagði Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar, á blaðamannafundi í gær. 13.12.2005 07:35 Bretaprins yfirheyrður Karl Bretaprins var kallaður til yfirheyrslu í síðustu viku en yfirheyrslan var liður í óháðri rannsókn á dauða Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, og Dodis al-Fayed, ástmanns hennar árið 1997. Að því er dagblaðið Sunday Times hermir stóð yfirheyrslan yfir í fjölda klukkustunda. 13.12.2005 07:00 Mökkurinn er yfir Normandí Slökkviliðsmenn hófu í gær að slökkva eldana ógurlegu sem upp komu í Buncefield-olíubirgðastöðinni í Hertfordskíri, skammt norður af Lundúnum í gær. Sprengingarnar sem fylgdu eldunum gerðu að verkum að ekki var hægt að hefja slökkvistarf fyrr. Slökkviliðsmenn lögðu til atlögu við vítiseldana strax í gærmorgun en aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem bætt hafði í vindinn og áttin breyst. 13.12.2005 06:45 Gul segir engar yfirheyrslur eiga sér stað Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands staðfesti um helgina að flugvél, sem talin er vera í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi lent tvisvar í Istanbúl. Hins vegar hefði enginn farið í eða úr vélinni og því væri víst að engar yfirheyrslur hefðu átt sér stað í Tyrklandi. 13.12.2005 06:15 Kjörfundurinn hófst í gær Fyrsti áfangi þingkosninganna í Írak hófst í gær. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisráðstafana í aðdraganda kosninganna þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. Hermenn, lögreglumenn, sjúklingar á sjúkrahúsum og fangar sem bíða dóms fengu fyrstir að greiða atkvæði. 13.12.2005 06:15 Böndin berast að Damaskus Bílsprengja varð líbanska ritstjóranum og þingmanninum Gibran Tueni að aldurtila í gær. Hann var nýkominn frá Frakklandi þar sem hann dvaldi af því hann óttaðsti að setið væri um líf sitt. Áður óþekkt samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Engu að síður hallast margir að aðild Sýrlendinga að tilræðinu þar sem Tueni barðist ötullega gegn íhlutun þeirra í líbönsk málefni. 13.12.2005 06:15 Skæruliðar afvopnast Liðsmenn úr Bólívararmi Hinna sameinuðu varnarsamtaka Kólumbíu lögðu niður vopn í gær. Flestir fá sakaruppgjöf. Mannréttindasamtök eru ósátt. 13.12.2005 06:15 Svartsýni er ríkjandi fyrir ráðherrafundinn Ekki er búist við að mikill árangur verði af ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO sem fram fer í Hong Kong í vikunni. Ríku þjóðirnar ætla ekki að láta af niðurgreiðslum fyrr en fátæku löndin opna sína markaði frekar. 13.12.2005 06:00 Hópur barna á meðal látinna Nú er ljóst að 107 manns fórust í flugslysi nærri borginni Port Harcourt í Nígeríu á laugardaginn. Þá hrapaði rúmlega þrjátíu ára gömul DC-9 farþegaþota til jarðar og komust einungis þrír lífs af úr slysinu. Á meðal þeirra sem fórust var hópur 71 skólabarns sem var á leið heim í jólaleyfi. 13.12.2005 05:30 Tíu sækja um hæli í Svíþjóð Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Kaída hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Svíþjóð. Þetta eru bæði almennir félagar og menn sem sagðir eru hafa borið ábyrgð á þjálfunarbúðum al-Kaída í Afganistan. 13.12.2005 05:15 Engar færslur um fangaflug Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC um helgina að engar embættisfærslur væri að finna um að bandarísk stjórnvöld hefðu sótt um leyfi til að flytja grunaða hryðjuverkamenn í vörslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um breska flugvelli. 13.12.2005 05:15 Félagar í hryðjuverkaneti handteknir Franska lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti 20 manns í og við París sem grunaðir eru um aðild að íslömsku hryðjuverkaneti. 12.12.2005 23:00 Snarpur skjálfti í Afganistan Snarpur jarðskjálfti sem mældist 6,7 ár Richter skók Hindu Kush héraðið í Afganistan fyrir stundu, þar sem nú er árla dags, en engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni. 12.12.2005 22:38 Schwarzenegger náðar ekki dauðadæmdan mann Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, ákvað í dag að náða ekki Stanley "Tookie" Williams, fyrrverandi foringja í glæpagengi, sem taka á af lífi í fyrramálið að íslenskum tíma. Williams var dæmdur til dauða fyrir morð á fjórum mönnum árið 1979 en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og hefur í fangelsi unnið ötullega gegn gengjamenningu í Bandaríkjunum. 12.12.2005 21:49 Líbanska ríkisstjórnin hangir á bláþræði Líf líbönsku ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Fimm ráðherrar úr röðum Hizbollah sem eru hallir undir sýrlensk stjórnvöld sögðust í kvöld vera hættir þátttöku í ríkisstjórninni. Þetta sögðu þeir eftir neyðarfund í ríkisstjórninni vegna morðsins á blaðaútgefandanum Gebran Tueni í bílsprengjuárás í morgun. 12.12.2005 21:42 Flýja öfund út í meint auðæfi Foreldrar barns númer áttatíu og eitt, sem bjargaðist á undraverðan hátt úr flóðbylgjunni miklu á Srí Lanka, eiga erfitt, því að fólk heldur að þeir séu svo ríkir. 12.12.2005 21:00 Enn leitað að Karadic Hersveitir NATO, í Bosníu, gerðu í dag húsleit hjá einum stuðningsmanna Radovans Karadic, leiðtoga Serba í Bosníustríðinu. Talsmaður NATO sagði við fréttamenn að þetta hefði verið gert til að fá frekari upplýsingar um net stuðningsmanna sem hafa gert Radovan Karadic kleift að vera í felum í tíu ár. 12.12.2005 20:15 Hættu slökkvistarfi vegna sprengihættu Breskir slökkviliðsmenn við olíuhreinsunarstöðina norðan við Lundúnir, drógu sig í hlé síðdegis, af ótta við enn eina sprenginguna. Búið er að slökkva elda í tólf eldsneytisgeymum af tuttugu og þykir slökkvistarfið hafa gengið vel. 12.12.2005 19:45 Fundu annað leynifangelsi í Írak Írakskir og bandarískir embættismenn hafa fundið nýtt fangelsi á vegum innanríkisráðuneytis Íraks í Bagdad þar sem útlit er fyrir að fangar hafi verið pyntaðir. Eftir því sem yfirvöld greina frá voru 625 fangar í haldi í miklum þrengslum í fangelsinu en þrettán þeirra þurftu á læknisaðstoð að halda, af því er talið er vegna pyntinga. 12.12.2005 17:42 Vill lengri tíma til að rannsaka morðið á Hariri Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, hefur farið fram á það að rannsóknartíminn verði lengdur um hálft ár vegna samstarfstregðu sýrlenskra yfirvalda í málinu. 12.12.2005 17:06 Vill að öryggisráð SÞ rannsaki morðið á Tueni Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hyggst biðja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rannsaka morðið á líbanska þingmanninum Gebran Tueni sem ráðinn var af dögum í Beirút í morgun. Tueni lést ásamt þremur öðrum þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans en auk þess slösuðust tíu manns í tilræðinu. 12.12.2005 16:15 Elsta manneskja í heimi 116 ára Elsta manneskja í heimi er Ekvadori. Það er Maria Esther Capovilla en hún er fædd 14. september árið 1889 og er því 116 ára og tæpum þremur mánuðum betur. Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að hún sé elst jarðarbúa eftir að hafa fengið fæðingar- og giftingarvottorð hennar. 12.12.2005 15:55 Glæpir gegn mannkyni framdir í Darfúr? Bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch krefjast þess að rannsókn verði gerð á því hvort háttsettir menn innan stjórnarinnar í Súdan, þar á meðal forseti landsins, hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni í Darfúr-héraði. 12.12.2005 15:42 Teknir til við að slökkva eldana Breskir slökkviliðsmenn byrjuðu í dag að dæla milljónum lítra af kvoðu og vatni á eldana sem enn loga í olíubirgðastöðinni norðan við Lundúnir. 12.12.2005 14:40 Tólf handteknir í kynþáttaóeirðum Tólf unglingar voru handteknir í miklum kynþáttaóeirðum í Sidney í Ástralíu í gær. Þúsundir hvítra unglinga söfnuðust saman í strandhverfum borgarinnar og gerðu aðsúg að hópi ungmenna af arabískum uppruna og létu öllum illum látum. 12.12.2005 12:30 Atkvæðagreiðslan hafin Atkvæðagreiðsla í sögulegum þingkosningum í Írak hefst í dag. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisaðgerða í aðdraganda kosninganna, þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. 12.12.2005 11:30 Þjóðverjar fá einir þjóða að reka herstöð í Úsbekistan Þjóðverjar fá að halda áfram rekstri herstöðvar sinnar í Úsbekistan, ólíkt öðrum NATO-þjóðum. Á dögunum lýstu stjórnvöld í Úsbekistan því yfir við fjölmörg þeirra ríkja sem eru með hersveitir í landinu að þau fengju ekki áframhaldandi leyfi fyrir slíku, en Úsbekistan hefur meðal annars landamæri að Afganistan. 12.12.2005 09:36 Sjónhimnuígræðslur í heila Parkinsons-sjúklinga lofa góðu Sex sjúklingar sem þjást af Parkinsons sjúkdómnum hafa sýnt miklar framfarir eftir að skurðlæknar græddu frumur úr innra lagi sjónhimna í heila þeirra. Ári eftir ígræðslunar mældust sjúklingarnir 48% hærra á prófum sem mæla hreyfingu þeirra og samhæfingu og tveimur árum síðar höfðu þeir ekki glatað þeirri getu. 12.12.2005 08:15 Öflug sprengja í pósthúsi í Aþenu Öflug sprengja varð í pósthúsi í miðborg Aþenu í Grikklandi í morgun. Töluverðar skemmdir urðu á byggingunni og gler úr rúðum dreifðist yfir stórt svæði. Ekki liggur enn fyrir hvort fólk hafi slasast í sprengingunni. 12.12.2005 08:02 Töluverður eldur logar enn Töluverður eldur logar enn í einni stærstu olíubirgðastöð í Bretlandi þar sem miklar sprengingar urðu í gær. Reykmökkurinn frá stöðinni nær mörg hundruð metra upp í loftið. Talið er að erfitt verði að komast að orsökum sprenginganna þar sem flestallar vísbendingar hafi brunnið. 12.12.2005 07:27 Brottfluttir eru kosningabærir Fjölmargir Írakar sem eru búsettir utan heimalands síns fá á þriðjudag að kjósa í þingkosningum landsins. Kosningarnar fara fram í Írak á fimmtudag en atkvæði verða greidd erlendis á þriðjudag og miðvikudag. 12.12.2005 07:15 Genginn til liðs við Sharon Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt skilið við Likud-flokkinn og gengið til liðs við miðflokk Ariels Sharon forsætisráðherra. Mofaz segir að hægri öfgamenn hafi rænt Likud-flokknum og því hefði hann ekki getað unað. Mofaz var einn öflugasti leiðtogi Likud-flokksins. 12.12.2005 07:15 Kynjakvóti í stjórnum Lög sem skylda skráð hlutafélög til að hafa að minnsta kosti fjóra af hverjum tíu stjórnarmönnum konur ganga í gildi um áramótin í Noregi. Félögin fá tvö ár til að auka hlutfallið þannig að í ársbyrjun 2008 eiga konur að sitja í öðru hverju stjórnarsæti, annars geta félögin misst starfsleyfi. 12.12.2005 06:30 Pyntingar verði bannaðar Öldungadeild Bandaríkjaþings og Hvíta húsið munu á næstunni samþykkja tillögu um að banna pyntingar til að fá mikilvægar upplýsingar hjá grunuðum hryðjuverkamönnum. Þessu heldur Bill Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fram. 12.12.2005 06:15 Ekkert vitað um afdrif gísla Yfirvöld í Írak segjast ekki hafa neinar upplýsingar um þá sjö vestrænu gísla sem hafa verið í haldi í landinu undanfarið. Í síðasta mánuði var þýskum fornleifafræðingi rænt í Bagdad og nokkrum dögum síðar var fjórum kristnum friðarsinnum rænt í borginni. 12.12.2005 06:15 Tólf handteknir Þúsundir hvítra ungmenna efndu til mótmæla í Sydney í Ástralíu í gær og þurfti lögreglan að hafa hendur í hári þó nokkurra ólátabelga. Mótmælin áttu sér stað á ströndinni Cronulla og höfðu mótmælendurnir flestir áfengi um hönd. 12.12.2005 06:15 Feitum börnum fjölgar ört Brussel Yfir 400 þúsund börn á aldrinum fimm til ellefu ára bætast í hóp offitusjúklinga í Evrópu á ári hverju, samkvæmt nýjum tölum Evrópusambandsins. Um fjórtán milljónir barna innan sambandsins eru talin vera vel yfir kjörþyngd. Þar af eru þrjár milljónir taldar þjást af offitu. 12.12.2005 06:00 Sigur Bræðralags múslima Bráðabirgðaniðurstöður egypsku þingkosninganna benda til að Bræðralag múslima hafi hlotið fimmtung atkvæða. 12.12.2005 05:00 Tveimur vísað úr landi Stjórnvöld á Ítalíu vísuðu tveimur Norður-Afríkubúum sem þau töldu hættulega úr landi um helgina. Þar á meðal var einn sem tvisvar hefur verið sýknaður af ákærum um hryðjuverk, Marokkóbúinn Mohamed Daki. 12.12.2005 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Settu upp jólaskreytingar innan um hákarla Það er ekki aðeins í verslunargötum og á heimilum sem fólk keppist við að setja upp jólaskreytingar. Kafarar voru í morgun fengnir til að setja upp jólaskreytingar í stóru fiskabúri í sædýrasafninu í Madríd. 13.12.2005 15:20
Sosoliso svipt flugleyfi Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, tilkynnti rétt í þessu að flugfélagið Sosoliso hefði verið svipt flugleyfi. Flugvél félagsins hrapaði í Port Harcourt síðasta laugardag og þá létust 106. 13.12.2005 14:52
Verði að læra dönsku áður en þeir flytja til Danmerkur Útlendingar sem hyggjast flytja til ættingja sinna sem búsettir eru í Danmörku skulu hafa staðist próf í dönsku og danskri menningu áður en þeir flytja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju lagafrumvarpi Venstre-flokksins í Danmörku, og sem íhaldsmenn og danski Þjóðflokkurinn virðast ætla að styðja. 13.12.2005 10:30
Þrír Palestínumenn særðust á Vesturbakkanum Þrír særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra mótmælenda í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Tveir mannanna eru alvarlega særðir, að sögn palestínskra sjúkraflutningamanna. 13.12.2005 09:30
Óeirðir í Sidney annan daginn í röð Sjö slösuðust og tugir bíla voru eyðilagðir í óeirðum sem geisuðu í Sidney í Ásralíu í gærkvöldi, annað kvöldið í röð. Ólætin byrjuðu á sunnudagseftirmiðdag þegar um 5000 manns gerðu aðsúg að hópi fólks af arabískum uppruna. 13.12.2005 08:51
Williams verður tekinn af lífi Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníuríkis, ætlar ekki að náða Stanley Williams sem eftir stundarfjórðung verður tekinn af lífi með banvænni sprautu. Willams, sem stofnaði glæpagengið Crips, var fundinn sekur um fjögur morð árið 1979. 13.12.2005 07:45
Þrjár hryðjuverkaárásir stöðvaðar í London Lögreglan í Lundúnum hefur komið í veg fyrir þrjár hryðjuverkaárásir síðan tilraun til hryðjuverkaárása var gerð þann 21. júlí síðastliðinn. Þetta sagði Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar, á blaðamannafundi í gær. 13.12.2005 07:35
Bretaprins yfirheyrður Karl Bretaprins var kallaður til yfirheyrslu í síðustu viku en yfirheyrslan var liður í óháðri rannsókn á dauða Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, og Dodis al-Fayed, ástmanns hennar árið 1997. Að því er dagblaðið Sunday Times hermir stóð yfirheyrslan yfir í fjölda klukkustunda. 13.12.2005 07:00
Mökkurinn er yfir Normandí Slökkviliðsmenn hófu í gær að slökkva eldana ógurlegu sem upp komu í Buncefield-olíubirgðastöðinni í Hertfordskíri, skammt norður af Lundúnum í gær. Sprengingarnar sem fylgdu eldunum gerðu að verkum að ekki var hægt að hefja slökkvistarf fyrr. Slökkviliðsmenn lögðu til atlögu við vítiseldana strax í gærmorgun en aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem bætt hafði í vindinn og áttin breyst. 13.12.2005 06:45
Gul segir engar yfirheyrslur eiga sér stað Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands staðfesti um helgina að flugvél, sem talin er vera í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi lent tvisvar í Istanbúl. Hins vegar hefði enginn farið í eða úr vélinni og því væri víst að engar yfirheyrslur hefðu átt sér stað í Tyrklandi. 13.12.2005 06:15
Kjörfundurinn hófst í gær Fyrsti áfangi þingkosninganna í Írak hófst í gær. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisráðstafana í aðdraganda kosninganna þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. Hermenn, lögreglumenn, sjúklingar á sjúkrahúsum og fangar sem bíða dóms fengu fyrstir að greiða atkvæði. 13.12.2005 06:15
Böndin berast að Damaskus Bílsprengja varð líbanska ritstjóranum og þingmanninum Gibran Tueni að aldurtila í gær. Hann var nýkominn frá Frakklandi þar sem hann dvaldi af því hann óttaðsti að setið væri um líf sitt. Áður óþekkt samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Engu að síður hallast margir að aðild Sýrlendinga að tilræðinu þar sem Tueni barðist ötullega gegn íhlutun þeirra í líbönsk málefni. 13.12.2005 06:15
Skæruliðar afvopnast Liðsmenn úr Bólívararmi Hinna sameinuðu varnarsamtaka Kólumbíu lögðu niður vopn í gær. Flestir fá sakaruppgjöf. Mannréttindasamtök eru ósátt. 13.12.2005 06:15
Svartsýni er ríkjandi fyrir ráðherrafundinn Ekki er búist við að mikill árangur verði af ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO sem fram fer í Hong Kong í vikunni. Ríku þjóðirnar ætla ekki að láta af niðurgreiðslum fyrr en fátæku löndin opna sína markaði frekar. 13.12.2005 06:00
Hópur barna á meðal látinna Nú er ljóst að 107 manns fórust í flugslysi nærri borginni Port Harcourt í Nígeríu á laugardaginn. Þá hrapaði rúmlega þrjátíu ára gömul DC-9 farþegaþota til jarðar og komust einungis þrír lífs af úr slysinu. Á meðal þeirra sem fórust var hópur 71 skólabarns sem var á leið heim í jólaleyfi. 13.12.2005 05:30
Tíu sækja um hæli í Svíþjóð Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Kaída hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Svíþjóð. Þetta eru bæði almennir félagar og menn sem sagðir eru hafa borið ábyrgð á þjálfunarbúðum al-Kaída í Afganistan. 13.12.2005 05:15
Engar færslur um fangaflug Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC um helgina að engar embættisfærslur væri að finna um að bandarísk stjórnvöld hefðu sótt um leyfi til að flytja grunaða hryðjuverkamenn í vörslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um breska flugvelli. 13.12.2005 05:15
Félagar í hryðjuverkaneti handteknir Franska lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti 20 manns í og við París sem grunaðir eru um aðild að íslömsku hryðjuverkaneti. 12.12.2005 23:00
Snarpur skjálfti í Afganistan Snarpur jarðskjálfti sem mældist 6,7 ár Richter skók Hindu Kush héraðið í Afganistan fyrir stundu, þar sem nú er árla dags, en engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni. 12.12.2005 22:38
Schwarzenegger náðar ekki dauðadæmdan mann Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, ákvað í dag að náða ekki Stanley "Tookie" Williams, fyrrverandi foringja í glæpagengi, sem taka á af lífi í fyrramálið að íslenskum tíma. Williams var dæmdur til dauða fyrir morð á fjórum mönnum árið 1979 en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og hefur í fangelsi unnið ötullega gegn gengjamenningu í Bandaríkjunum. 12.12.2005 21:49
Líbanska ríkisstjórnin hangir á bláþræði Líf líbönsku ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Fimm ráðherrar úr röðum Hizbollah sem eru hallir undir sýrlensk stjórnvöld sögðust í kvöld vera hættir þátttöku í ríkisstjórninni. Þetta sögðu þeir eftir neyðarfund í ríkisstjórninni vegna morðsins á blaðaútgefandanum Gebran Tueni í bílsprengjuárás í morgun. 12.12.2005 21:42
Flýja öfund út í meint auðæfi Foreldrar barns númer áttatíu og eitt, sem bjargaðist á undraverðan hátt úr flóðbylgjunni miklu á Srí Lanka, eiga erfitt, því að fólk heldur að þeir séu svo ríkir. 12.12.2005 21:00
Enn leitað að Karadic Hersveitir NATO, í Bosníu, gerðu í dag húsleit hjá einum stuðningsmanna Radovans Karadic, leiðtoga Serba í Bosníustríðinu. Talsmaður NATO sagði við fréttamenn að þetta hefði verið gert til að fá frekari upplýsingar um net stuðningsmanna sem hafa gert Radovan Karadic kleift að vera í felum í tíu ár. 12.12.2005 20:15
Hættu slökkvistarfi vegna sprengihættu Breskir slökkviliðsmenn við olíuhreinsunarstöðina norðan við Lundúnir, drógu sig í hlé síðdegis, af ótta við enn eina sprenginguna. Búið er að slökkva elda í tólf eldsneytisgeymum af tuttugu og þykir slökkvistarfið hafa gengið vel. 12.12.2005 19:45
Fundu annað leynifangelsi í Írak Írakskir og bandarískir embættismenn hafa fundið nýtt fangelsi á vegum innanríkisráðuneytis Íraks í Bagdad þar sem útlit er fyrir að fangar hafi verið pyntaðir. Eftir því sem yfirvöld greina frá voru 625 fangar í haldi í miklum þrengslum í fangelsinu en þrettán þeirra þurftu á læknisaðstoð að halda, af því er talið er vegna pyntinga. 12.12.2005 17:42
Vill lengri tíma til að rannsaka morðið á Hariri Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, hefur farið fram á það að rannsóknartíminn verði lengdur um hálft ár vegna samstarfstregðu sýrlenskra yfirvalda í málinu. 12.12.2005 17:06
Vill að öryggisráð SÞ rannsaki morðið á Tueni Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hyggst biðja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rannsaka morðið á líbanska þingmanninum Gebran Tueni sem ráðinn var af dögum í Beirút í morgun. Tueni lést ásamt þremur öðrum þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans en auk þess slösuðust tíu manns í tilræðinu. 12.12.2005 16:15
Elsta manneskja í heimi 116 ára Elsta manneskja í heimi er Ekvadori. Það er Maria Esther Capovilla en hún er fædd 14. september árið 1889 og er því 116 ára og tæpum þremur mánuðum betur. Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að hún sé elst jarðarbúa eftir að hafa fengið fæðingar- og giftingarvottorð hennar. 12.12.2005 15:55
Glæpir gegn mannkyni framdir í Darfúr? Bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch krefjast þess að rannsókn verði gerð á því hvort háttsettir menn innan stjórnarinnar í Súdan, þar á meðal forseti landsins, hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni í Darfúr-héraði. 12.12.2005 15:42
Teknir til við að slökkva eldana Breskir slökkviliðsmenn byrjuðu í dag að dæla milljónum lítra af kvoðu og vatni á eldana sem enn loga í olíubirgðastöðinni norðan við Lundúnir. 12.12.2005 14:40
Tólf handteknir í kynþáttaóeirðum Tólf unglingar voru handteknir í miklum kynþáttaóeirðum í Sidney í Ástralíu í gær. Þúsundir hvítra unglinga söfnuðust saman í strandhverfum borgarinnar og gerðu aðsúg að hópi ungmenna af arabískum uppruna og létu öllum illum látum. 12.12.2005 12:30
Atkvæðagreiðslan hafin Atkvæðagreiðsla í sögulegum þingkosningum í Írak hefst í dag. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisaðgerða í aðdraganda kosninganna, þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. 12.12.2005 11:30
Þjóðverjar fá einir þjóða að reka herstöð í Úsbekistan Þjóðverjar fá að halda áfram rekstri herstöðvar sinnar í Úsbekistan, ólíkt öðrum NATO-þjóðum. Á dögunum lýstu stjórnvöld í Úsbekistan því yfir við fjölmörg þeirra ríkja sem eru með hersveitir í landinu að þau fengju ekki áframhaldandi leyfi fyrir slíku, en Úsbekistan hefur meðal annars landamæri að Afganistan. 12.12.2005 09:36
Sjónhimnuígræðslur í heila Parkinsons-sjúklinga lofa góðu Sex sjúklingar sem þjást af Parkinsons sjúkdómnum hafa sýnt miklar framfarir eftir að skurðlæknar græddu frumur úr innra lagi sjónhimna í heila þeirra. Ári eftir ígræðslunar mældust sjúklingarnir 48% hærra á prófum sem mæla hreyfingu þeirra og samhæfingu og tveimur árum síðar höfðu þeir ekki glatað þeirri getu. 12.12.2005 08:15
Öflug sprengja í pósthúsi í Aþenu Öflug sprengja varð í pósthúsi í miðborg Aþenu í Grikklandi í morgun. Töluverðar skemmdir urðu á byggingunni og gler úr rúðum dreifðist yfir stórt svæði. Ekki liggur enn fyrir hvort fólk hafi slasast í sprengingunni. 12.12.2005 08:02
Töluverður eldur logar enn Töluverður eldur logar enn í einni stærstu olíubirgðastöð í Bretlandi þar sem miklar sprengingar urðu í gær. Reykmökkurinn frá stöðinni nær mörg hundruð metra upp í loftið. Talið er að erfitt verði að komast að orsökum sprenginganna þar sem flestallar vísbendingar hafi brunnið. 12.12.2005 07:27
Brottfluttir eru kosningabærir Fjölmargir Írakar sem eru búsettir utan heimalands síns fá á þriðjudag að kjósa í þingkosningum landsins. Kosningarnar fara fram í Írak á fimmtudag en atkvæði verða greidd erlendis á þriðjudag og miðvikudag. 12.12.2005 07:15
Genginn til liðs við Sharon Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt skilið við Likud-flokkinn og gengið til liðs við miðflokk Ariels Sharon forsætisráðherra. Mofaz segir að hægri öfgamenn hafi rænt Likud-flokknum og því hefði hann ekki getað unað. Mofaz var einn öflugasti leiðtogi Likud-flokksins. 12.12.2005 07:15
Kynjakvóti í stjórnum Lög sem skylda skráð hlutafélög til að hafa að minnsta kosti fjóra af hverjum tíu stjórnarmönnum konur ganga í gildi um áramótin í Noregi. Félögin fá tvö ár til að auka hlutfallið þannig að í ársbyrjun 2008 eiga konur að sitja í öðru hverju stjórnarsæti, annars geta félögin misst starfsleyfi. 12.12.2005 06:30
Pyntingar verði bannaðar Öldungadeild Bandaríkjaþings og Hvíta húsið munu á næstunni samþykkja tillögu um að banna pyntingar til að fá mikilvægar upplýsingar hjá grunuðum hryðjuverkamönnum. Þessu heldur Bill Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fram. 12.12.2005 06:15
Ekkert vitað um afdrif gísla Yfirvöld í Írak segjast ekki hafa neinar upplýsingar um þá sjö vestrænu gísla sem hafa verið í haldi í landinu undanfarið. Í síðasta mánuði var þýskum fornleifafræðingi rænt í Bagdad og nokkrum dögum síðar var fjórum kristnum friðarsinnum rænt í borginni. 12.12.2005 06:15
Tólf handteknir Þúsundir hvítra ungmenna efndu til mótmæla í Sydney í Ástralíu í gær og þurfti lögreglan að hafa hendur í hári þó nokkurra ólátabelga. Mótmælin áttu sér stað á ströndinni Cronulla og höfðu mótmælendurnir flestir áfengi um hönd. 12.12.2005 06:15
Feitum börnum fjölgar ört Brussel Yfir 400 þúsund börn á aldrinum fimm til ellefu ára bætast í hóp offitusjúklinga í Evrópu á ári hverju, samkvæmt nýjum tölum Evrópusambandsins. Um fjórtán milljónir barna innan sambandsins eru talin vera vel yfir kjörþyngd. Þar af eru þrjár milljónir taldar þjást af offitu. 12.12.2005 06:00
Sigur Bræðralags múslima Bráðabirgðaniðurstöður egypsku þingkosninganna benda til að Bræðralag múslima hafi hlotið fimmtung atkvæða. 12.12.2005 05:00
Tveimur vísað úr landi Stjórnvöld á Ítalíu vísuðu tveimur Norður-Afríkubúum sem þau töldu hættulega úr landi um helgina. Þar á meðal var einn sem tvisvar hefur verið sýknaður af ákærum um hryðjuverk, Marokkóbúinn Mohamed Daki. 12.12.2005 04:45