Erlent

Væri hægt að forða 9 þúsund mönnum frá dauða

Það væri hægt að forða níu þúsund Evrópubúum frá dauða á næstu árum með því að auka skatt á áfengi um tíu prósent í löndum Evrópusambandsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem heilbrigðissérfræðingar unnu fyrir sambandið. Drykkja ungmenna um alla álfuna hefur aukist verulega síðstliðinn áratug.

Á Spán i , Ítal íu , Þýskaland i og Pólland i hefur drykkja ungmenna aukist verulega undanfarin ár og sérstaklega óhófleg drykkja, sem daglega kallast fyllerí. Samkvæmt nýjum rannsóknum á drykkjusiðum ungs fólks fara tvöfalt fleiri spænsk ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára reglulega á fyllerí nú en fyrir þremur árum. Í Þýskalandi drekkur ungt fólk þriðjungi meira áfengi nú en árið 2000 og eins koma upp fjóðrungi fleiri tilvik af áfengiseitrunum hjá þessum hópi. Í Póllandi hefur óhófleg drykkja ungra aukist um fjörutíu prósent síðan 1995 og aukningin er litlu meiri á Ítalíu.

Og allt þetta áfengisþamb hefur sína fylgifiska. Í nærri öllum löndum Evrópusambandsins hafa slys sem rekja má beint til ölvunar aukist verulega. Fleiri ungar stúlkur verða óléttar án þess að það hafi verið ætlunin og það þykir ekki lengur saga til næsta bæjar að fólk á þrítugsaldri látist úr lifrarsjúkdómum.

Stjórnvöld í Bretlandi hafa glímt við þetta vandamál árum saman, en í suðurhluta Evrópu er vandinn nýr af nálinni.

Nefndir á vegum Evrópusambandsins vinna að tillögum til að ráða á þessu bót. Ný skýrsla sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB bendir til að ein leið gæti verið að hækka skatta á áfengi. Skýrsluhöfundar telja að hægt sé að koma í veg fyrir níu þúsund dauðsföll í álfunni á næstu árum með því að hækka áfengisskattinn um tíu prósent. Aðrar leiðir sem taldar eru vænlegar samkvæmt höfundum skýrlsunnar eru að fækka sölustöðum, stytta opnunartíma kráa og skemmtistaða og auka lágmarksaldur til kaupa á áfengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×