Rita talin munu valda miklu tjóni 23. september 2005 00:01 Fellibylurinn Rita nálgaðist strönd Texas og Louisiana óðfluga í gær. Umferð var í hnút á helstu flóttaleiðunum, þjóðvegunum inn í land. Jafnvel var óttast að margt fólk yrði enn fast í umferðarteppum eða í bensínlausum bílum þegar bylurinn skylli á, með vindhraða allt upp í 220 km/klst og hamslausri úrkomu. Einnig var óttast að bylurinn ylli miklu tjóni á olíuhreinsistöðvum í Texas og hálflamað þannig olíuiðnað Bandaríkjanna. Allt að 24 manns fórust þegar eldur kom upp í hópferðabíl, sem í voru íbúar elliheimilis sem var verið að flytja í öruggt skjól. Í New Orleans var mikil rigning sem olli því strax í gær að ein viðgerðin á flóðvarnargörðunum brast. Ýtti það undir ótta um að borgin færi aftur á kaf af völdum Ritu. "Það versta sem við óttuðumst að gæti gerst er að gerast. Varnargarðarnir munu bresta ef svo fer fram sem horfir og þar með mun allt svæðið sem áður fór á kaf fara aftur á kaf," sagði Barry Guidry, liðsmaður þjóðvarðliðsins sem unnið hefur að viðgerðum á varnargörðunum í New Orleans. Því var spáð að fellibylurinn skylli snemma í dag á ströndinni á mótum Texas og Louisiana. Leiðin sem búist var við að bylurinn færi virtist myndu hlífa strandbænum Galveston og milljónaborginni Houston við því allra versta. En Rita myndi plægja í gegnum olíuvinnslu- og efnaverksmiðjumiðstöðvarnar í Beaumont og Port Arthur, um 120 km austur af Houston. Almannavarnastjóri Texas, Jack Colley, spáði því að Rita myndi eyðileggja um 5.700 hús í ríkinu og valda um 8,2 milljarða dala tjóni. George W. Bush, sem var ríkisstjóri Texas áður en hann varð forseti, flaug til heimaríkis síns frá Washington í gær. Nærri tvær milljónir íbúa strandsvæðanna fengu fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín. Það olli þvílíkum umferðarteppum að sumir gáfust upp á því að reyna að komast leiðar sinnar inn í land og héldu aftur heim. Rútubruninn varð í umferðarteppu á þjóðvegi 45 skammt suðaustur af Dallas. Að sögn vitna virtist eldurinn fyrst hafa kviknað vegna bilunar í vélbúnaði en síðan hefði eldurinn komist í súrefnisgeymana sem hinir öldruðu farþegar höfðu meðferðis, og eftir það hefði ekki orðið við neitt ráðið. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fellibylurinn Rita nálgaðist strönd Texas og Louisiana óðfluga í gær. Umferð var í hnút á helstu flóttaleiðunum, þjóðvegunum inn í land. Jafnvel var óttast að margt fólk yrði enn fast í umferðarteppum eða í bensínlausum bílum þegar bylurinn skylli á, með vindhraða allt upp í 220 km/klst og hamslausri úrkomu. Einnig var óttast að bylurinn ylli miklu tjóni á olíuhreinsistöðvum í Texas og hálflamað þannig olíuiðnað Bandaríkjanna. Allt að 24 manns fórust þegar eldur kom upp í hópferðabíl, sem í voru íbúar elliheimilis sem var verið að flytja í öruggt skjól. Í New Orleans var mikil rigning sem olli því strax í gær að ein viðgerðin á flóðvarnargörðunum brast. Ýtti það undir ótta um að borgin færi aftur á kaf af völdum Ritu. "Það versta sem við óttuðumst að gæti gerst er að gerast. Varnargarðarnir munu bresta ef svo fer fram sem horfir og þar með mun allt svæðið sem áður fór á kaf fara aftur á kaf," sagði Barry Guidry, liðsmaður þjóðvarðliðsins sem unnið hefur að viðgerðum á varnargörðunum í New Orleans. Því var spáð að fellibylurinn skylli snemma í dag á ströndinni á mótum Texas og Louisiana. Leiðin sem búist var við að bylurinn færi virtist myndu hlífa strandbænum Galveston og milljónaborginni Houston við því allra versta. En Rita myndi plægja í gegnum olíuvinnslu- og efnaverksmiðjumiðstöðvarnar í Beaumont og Port Arthur, um 120 km austur af Houston. Almannavarnastjóri Texas, Jack Colley, spáði því að Rita myndi eyðileggja um 5.700 hús í ríkinu og valda um 8,2 milljarða dala tjóni. George W. Bush, sem var ríkisstjóri Texas áður en hann varð forseti, flaug til heimaríkis síns frá Washington í gær. Nærri tvær milljónir íbúa strandsvæðanna fengu fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín. Það olli þvílíkum umferðarteppum að sumir gáfust upp á því að reyna að komast leiðar sinnar inn í land og héldu aftur heim. Rútubruninn varð í umferðarteppu á þjóðvegi 45 skammt suðaustur af Dallas. Að sögn vitna virtist eldurinn fyrst hafa kviknað vegna bilunar í vélbúnaði en síðan hefði eldurinn komist í súrefnisgeymana sem hinir öldruðu farþegar höfðu meðferðis, og eftir það hefði ekki orðið við neitt ráðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira