Erlent

Sátt um smókinginn

Samkynhneigður nemandi við miðskóla í Bandaríkjunum hefur fengið uppreisn æru sex mánuðum eftir að útskriftarmynd af henni var dregin út úr árbók skólans vegna þess að hún var íklædd smóking á myndinni. Nemandinn Kelli Davis kveðst hafa valið að vera í smóking vegna þess að sér liði betur þannig klæddri en í hefðbundinni skikkju sem kvenkyns nemendur hafa yfirleitt þurft að klæðast á slíkum myndum. Hún hótaði skólanum málssókn en ríkið kom á sáttum við skólann sem framvegis mun meðhöndla myndir af útskriftarnemum öðruvísi auk þess sem starfsfólk skólans skal gangast undir kynjafræðslu. Nemandinn segist vonast til þess að úrskurðurinn komi öðrum nemendum til góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×