Erlent

Hamas-liðar féllu í sprengingu

Pallbíll sem hópur grímuklæddra herskárra Palestínumanna ók um á sprakk í loft upp á útifundi Hamas-samtakanna á Gazasvæðinu í gær. Að minnsta kosti tíu Palestínumenn létu lífið og um 85 særðust, að sögn sjúkrahúslækna. Að sögn vitna voru heimatilbúin vopn um borð í pallbílnum og palestínskir lögreglumenn sögðu sprenginguna sennilegast hafa orðið vegna ógætilegrar meðferðar sprengiefna. Hamas-samtökin hikuðu hins vegar ekki við að kenna Ísraelum um, ísraelskar herflugvélar hefðu sést fljúga yfir. Ísraelar neituðu að hafa komið nærri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×