Erlent

Írönum gefið lokatækifæri

Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti í gær ályktun sem gæti leitt til þess að Íransstjórn verði stefnt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna meintra brota á alþjóðasáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í ályktuninni er Írönum gefið færi á að hreinsa sig af ásökunum um slík brot, að öðrum kosti fari málið fyrir öryggisráðið. Öryggisráðið hefur vald til að ákveða þvingunaraðgerðir gegn Íran, verði þarlend stjórnvöld fundin sek um ólöglega kjarnorkuvígbúnaðartilburði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×