Erlent

Khodorkovskí-mál til Strassborgar

Saksóknarar í Moskvu lýstu því yfir í gær að dómsmáli olíuviðskiptajöfursins Mikhaíl Khodorkovskí væri lokið. En lögmenn hans hétu því að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóll í Moskvu hafnaði á fimmtudag áfrýjun Khodorkovskís á níu ára fangelsisdómi sem felldur var af yfir honum í maí fyrir skattsvik og auðgunarglæpi, eftir réttarhöld sem margir álitu af pólitískum rótum runnin. Hinn pólitíski titringur í kring um málið hélt áfram í gær, er saksóknarar fóru fram á að lögmenn Khodorkovskís yrðu sviptir málflutningsréttindum. Verjendurnir hafa boðað áfrýjun til Hæstaréttar Rússlands en sögðu í gær að þeir myndu einnig vísa því til úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×