Minna tjón en óttast var 24. september 2005 00:01 Fellibylurinn Rita gekk á land á mörkum Texas og Louisiana í gær. Úrkoman og sjógangurinn sem bylurinn bar með sér færði nokkra strandbæi á kaf og olli því að vatn flæddi yfir varnargarða í New Orleans. Rafmagnslaust varð á heimilum meira en einnar milljónar manna. Tjónið á olíuhreinsistöðvum á Texasströnd, sem bylurinn gekk yfir, virtist hins vegar ætla að verða minna en óttast var. Milljónaborgin Houston virtist líka ætla að sleppa tiltölulega vel. Sjálf miðja fellibyljarins gekk á land klukkan hálfátta í gærmorgun að íslenskum tíma, en heldur hafði þá dregið úr vindstyrknum svo að Rita taldist þá vera komin niður í þriðja stigs fellibyl. Eyðileggingarmáttur slíks byls er þó umtalsverður, enda nær vindhraði í honum allt að 193 km/klst. Strax eftir að Rita gekk á land dró frekar úr veðurofsanum; vindhraðinn var kominn niður í um 120 km/klst um miðjan daginn, er bylurinn mjakaðist norður á bóginn, innar í land. Fellibylurinn Katrín taldist fjórða stigs er hann gekk á land í Louisiana og Mississippi í byrjun mánaðarins. Síðdegis taldist Rita ekki lengur fellibylur heldur aðeins kröftug hitabeltislægð með rúmlega 100 km vindhraða. Að sögn veðurfræðinga mátti búast við því að enn drægi úr veðurhamnum næsta sólarhringinn. Rigningin sem Rita bar með sér inn á land var þó svo mikil að víða var hætta á tjóni af völdum flóða. 250-300 mm úrkoma hafði dembst yfir sýslurnar Jasper og Tyler í austurhluta Texas á innan við sólarhring. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni af völdum veðurhamsins, en björgunarsveitir urðu að bíða uns mesti veðurofsinn væri genginn niður áður en þær gátu gengið úr skugga um að fólk á hættusvæðunum væri heilt á húfi. Um þrjár milljónir manna þurftu að flýja heimili sín vegna fellibylshættunnar á 800 km langri sneið af strandhéruðum Texas og Louisiana. Rick Perry, ríkisstjóri Texas, hvatti þá sem höfðu flúið Houston og aðrar byggðir á hættusvæðinu að bíða með að snúa heim uns búið væri að lýsa því opinberlega yfir að öllu væri óhætt. Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Fellibylurinn Rita gekk á land á mörkum Texas og Louisiana í gær. Úrkoman og sjógangurinn sem bylurinn bar með sér færði nokkra strandbæi á kaf og olli því að vatn flæddi yfir varnargarða í New Orleans. Rafmagnslaust varð á heimilum meira en einnar milljónar manna. Tjónið á olíuhreinsistöðvum á Texasströnd, sem bylurinn gekk yfir, virtist hins vegar ætla að verða minna en óttast var. Milljónaborgin Houston virtist líka ætla að sleppa tiltölulega vel. Sjálf miðja fellibyljarins gekk á land klukkan hálfátta í gærmorgun að íslenskum tíma, en heldur hafði þá dregið úr vindstyrknum svo að Rita taldist þá vera komin niður í þriðja stigs fellibyl. Eyðileggingarmáttur slíks byls er þó umtalsverður, enda nær vindhraði í honum allt að 193 km/klst. Strax eftir að Rita gekk á land dró frekar úr veðurofsanum; vindhraðinn var kominn niður í um 120 km/klst um miðjan daginn, er bylurinn mjakaðist norður á bóginn, innar í land. Fellibylurinn Katrín taldist fjórða stigs er hann gekk á land í Louisiana og Mississippi í byrjun mánaðarins. Síðdegis taldist Rita ekki lengur fellibylur heldur aðeins kröftug hitabeltislægð með rúmlega 100 km vindhraða. Að sögn veðurfræðinga mátti búast við því að enn drægi úr veðurhamnum næsta sólarhringinn. Rigningin sem Rita bar með sér inn á land var þó svo mikil að víða var hætta á tjóni af völdum flóða. 250-300 mm úrkoma hafði dembst yfir sýslurnar Jasper og Tyler í austurhluta Texas á innan við sólarhring. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni af völdum veðurhamsins, en björgunarsveitir urðu að bíða uns mesti veðurofsinn væri genginn niður áður en þær gátu gengið úr skugga um að fólk á hættusvæðunum væri heilt á húfi. Um þrjár milljónir manna þurftu að flýja heimili sín vegna fellibylshættunnar á 800 km langri sneið af strandhéruðum Texas og Louisiana. Rick Perry, ríkisstjóri Texas, hvatti þá sem höfðu flúið Houston og aðrar byggðir á hættusvæðinu að bíða með að snúa heim uns búið væri að lýsa því opinberlega yfir að öllu væri óhætt.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira