Minna tjón en óttast var 24. september 2005 00:01 Fellibylurinn Rita gekk á land á mörkum Texas og Louisiana í gær. Úrkoman og sjógangurinn sem bylurinn bar með sér færði nokkra strandbæi á kaf og olli því að vatn flæddi yfir varnargarða í New Orleans. Rafmagnslaust varð á heimilum meira en einnar milljónar manna. Tjónið á olíuhreinsistöðvum á Texasströnd, sem bylurinn gekk yfir, virtist hins vegar ætla að verða minna en óttast var. Milljónaborgin Houston virtist líka ætla að sleppa tiltölulega vel. Sjálf miðja fellibyljarins gekk á land klukkan hálfátta í gærmorgun að íslenskum tíma, en heldur hafði þá dregið úr vindstyrknum svo að Rita taldist þá vera komin niður í þriðja stigs fellibyl. Eyðileggingarmáttur slíks byls er þó umtalsverður, enda nær vindhraði í honum allt að 193 km/klst. Strax eftir að Rita gekk á land dró frekar úr veðurofsanum; vindhraðinn var kominn niður í um 120 km/klst um miðjan daginn, er bylurinn mjakaðist norður á bóginn, innar í land. Fellibylurinn Katrín taldist fjórða stigs er hann gekk á land í Louisiana og Mississippi í byrjun mánaðarins. Síðdegis taldist Rita ekki lengur fellibylur heldur aðeins kröftug hitabeltislægð með rúmlega 100 km vindhraða. Að sögn veðurfræðinga mátti búast við því að enn drægi úr veðurhamnum næsta sólarhringinn. Rigningin sem Rita bar með sér inn á land var þó svo mikil að víða var hætta á tjóni af völdum flóða. 250-300 mm úrkoma hafði dembst yfir sýslurnar Jasper og Tyler í austurhluta Texas á innan við sólarhring. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni af völdum veðurhamsins, en björgunarsveitir urðu að bíða uns mesti veðurofsinn væri genginn niður áður en þær gátu gengið úr skugga um að fólk á hættusvæðunum væri heilt á húfi. Um þrjár milljónir manna þurftu að flýja heimili sín vegna fellibylshættunnar á 800 km langri sneið af strandhéruðum Texas og Louisiana. Rick Perry, ríkisstjóri Texas, hvatti þá sem höfðu flúið Houston og aðrar byggðir á hættusvæðinu að bíða með að snúa heim uns búið væri að lýsa því opinberlega yfir að öllu væri óhætt. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Fellibylurinn Rita gekk á land á mörkum Texas og Louisiana í gær. Úrkoman og sjógangurinn sem bylurinn bar með sér færði nokkra strandbæi á kaf og olli því að vatn flæddi yfir varnargarða í New Orleans. Rafmagnslaust varð á heimilum meira en einnar milljónar manna. Tjónið á olíuhreinsistöðvum á Texasströnd, sem bylurinn gekk yfir, virtist hins vegar ætla að verða minna en óttast var. Milljónaborgin Houston virtist líka ætla að sleppa tiltölulega vel. Sjálf miðja fellibyljarins gekk á land klukkan hálfátta í gærmorgun að íslenskum tíma, en heldur hafði þá dregið úr vindstyrknum svo að Rita taldist þá vera komin niður í þriðja stigs fellibyl. Eyðileggingarmáttur slíks byls er þó umtalsverður, enda nær vindhraði í honum allt að 193 km/klst. Strax eftir að Rita gekk á land dró frekar úr veðurofsanum; vindhraðinn var kominn niður í um 120 km/klst um miðjan daginn, er bylurinn mjakaðist norður á bóginn, innar í land. Fellibylurinn Katrín taldist fjórða stigs er hann gekk á land í Louisiana og Mississippi í byrjun mánaðarins. Síðdegis taldist Rita ekki lengur fellibylur heldur aðeins kröftug hitabeltislægð með rúmlega 100 km vindhraða. Að sögn veðurfræðinga mátti búast við því að enn drægi úr veðurhamnum næsta sólarhringinn. Rigningin sem Rita bar með sér inn á land var þó svo mikil að víða var hætta á tjóni af völdum flóða. 250-300 mm úrkoma hafði dembst yfir sýslurnar Jasper og Tyler í austurhluta Texas á innan við sólarhring. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni af völdum veðurhamsins, en björgunarsveitir urðu að bíða uns mesti veðurofsinn væri genginn niður áður en þær gátu gengið úr skugga um að fólk á hættusvæðunum væri heilt á húfi. Um þrjár milljónir manna þurftu að flýja heimili sín vegna fellibylshættunnar á 800 km langri sneið af strandhéruðum Texas og Louisiana. Rick Perry, ríkisstjóri Texas, hvatti þá sem höfðu flúið Houston og aðrar byggðir á hættusvæðinu að bíða með að snúa heim uns búið væri að lýsa því opinberlega yfir að öllu væri óhætt.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira