Erlent

Tveir særðir eftir vegsprengju

Tveir bandarískir hermenn særðust þegar sprengja í vegkanti sprakk í þann mund sem hersveit þeirra ók fram hjá henni í suðurhluta Afganistans í morgun. Skotbardagi upphófst í kjölfarið á milli hermanna og uppreisnarmanna sem endaði með því að þrír skæruliðar voru handsamaðir, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá. Talíbönum mistókst að koma í veg fyrir kosningar sem fram fóru í Afganistan um síðustu helgi, og fóru þær að mestu friðsamlega fram, en síðan þá hefur á annan tug manna fallið í átökum í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×