Erlent

Líklegt að Ríta eflist

Fellibylurinn Ríta nálgast nú strendur Texas og Louisiana í Bandaríkjunum. Ríta er enn skilgreind sem fellibylur af styrkleika fjögur en þar sem hún á eftir að fara yfir mjög hlýjan sjó eru allar líkur á að hún eflist á ný og verði orðin öflugri en Katrín þegar hún skellur á landi einhvern tímann á næsta sólarhring. Um tvær milljónir manna hafa verið hvattar til að yfirgefa heimili sín og flýja borgirnar Houston, Galveston, Beaumont, Corpus Christi, Port Arthur og fleiri. Flestir hafa brugðist við en það þýðir að raðirnar á hraðbrautunum virðast óendanlegar og mjakast varla úr stað. Margir eru orðnir bensínlausir úti á hraðbrautunum og eru þjóðvarðliðar nú í því að reyna að dreifa bensíni til þeirra sem svo er ástatt um. Yfirvöld hafa lært sína lexíu af Katrínu og bjóða upp á rútuferðir fyrir þá sem ekki eiga þess kost að koma sér burt af sjálfsdáðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×