Erlent

Vilja þrjú börn í stað tveggja

Franska ríkisstjórnin hvetur landa sína til að eignast þriðja barnið, en láta ekki staðar numið eftir tvö eins og flestar franskar fjölskyldur gera nú, og hefur ákveðið að bjóða aukna fjárhagslega aðstoð fyrir fjölskyldufólk. Foreldrum sem taka sér launalaust leyfi eftir fæðingu þriðja barnsins mun bjóðast 750 evrur, eða rúmar 56.000 krónur, á mánuði í eitt ár, tilkynnti Dominique de Villepin forsætisráðherra í gær. Foreldrar geta átt von á þessari fjárhagsaðstoð frá og með júlí 2006. "Við verðum að gera meira til að gera frönskum fjölskyldum kleift að eiga eins mörg börn og þær vilja," sagði forsætisráðherrann. Að meðaltali eignast hver frönsk kona 1,9 börn á ævinni. Hver kona þarf að eiga 2,07 börn til að ekki verði fólksfækkun í landinu. Sérfræðingar segja að fólksfækkun geti leitt til þjóðfélags- og fjárhagslegra vandræða vegna of margra ellilífeyrisþega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×