Fleiri fréttir Snarpur skjálfti skekur Japan Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi. 16.8.2005 00:01 Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi. 16.8.2005 00:01 Áfram viðræður um stjórnarskrá Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. 16.8.2005 00:01 Segja þrýsting hafa fallið í vél Sérfræðingar segja loftþrýsting hafa fallið og þar af leiðandi súrefni og hitastig í kýpversku farþegavélinni sem fórst síðastliðinn sunnudag, en alls fórust 121 í slysinu. Fjölmiðlar á Grikklandi segja fólkið um borð hafa frosið í hel en grísk yfirvöld segja þó líkin ekki hafa verið köld þegar þau fundust. Svarti kassinn úr vélinni er fundinn og sagði heilbrigðisráðherra landsins í gær að niðurstöður rannsóknar yrðu gerðast opinberar á næstu dögum. 16.8.2005 00:01 Manntjón í flóðum í Kína Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn. 16.8.2005 00:01 Hermenn farast í þyrluslysi Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO. 16.8.2005 00:01 Hefur verið 748 daga í geimnum Rússneski geimfarinn Sergei Krikalev setti í dag met í lengd dvalar úti í geimnum. Á tuttugu ára ferli sem geimfari hefur Krikalev samtals verið 748 daga úti í geimnum. Hann var meðal annars í áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mir, hann hefur verið í alþjóðlegu geimstöðinni og flogið bæði með rússnesku Soyus-geimförunum og bandarískum geimferjum. 16.8.2005 00:01 Í lífshættu vegna guðlasts Pakistanskur maður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir guðlast hefur verið settur í einangrun til að koma í veg fyrir að aðrir fangar vinni honum mein. Maðurinn, sem er fertugur að aldri, skrifaði bók sem dæmd var guðlast og þótti hæfileg refsing að svipta hann frelsi það sem eftir væri ævinnar. Ekki þótti öllum það nóg og fleiri en einn klerkur hefur lýst „fatva“ á hendur honum, en það jafngildir heimild til allra múslima að drepa hann hvar sem til hans næst. 16.8.2005 00:01 Fjarlægðu fólk með valdi frá Gasa Ísraelskar öryggissveitir beittu í dag valdi til þess að fjarlægja fólk úr landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Palestínskir lögreglumenn eru þegar komnir til Gaza. 16.8.2005 00:01 Flugslys í Venesúela Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir. 16.8.2005 00:01 Rússar eiga stysta ævi í Evrópu Rússneskir karlmenn eiga stysta ævi allra karlmanna í Evrópu, og er sláandi hve ævi þeirra hefur styst eftir fall Sovétríkjanna. Íslendingar verða hins vegar allra karla elstir. 16.8.2005 00:01 Fangauppþot í Gvatemala Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað. 16.8.2005 00:01 Öflugur jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti sem mældist 7,2 á Richter reið yfir norð-austurhluta Japan í gær. Um sextíu slösuðust en enginn lét lífið en skjálftinn átti upptök sín djúpt á sjávarbotni, 80 kílómetrum út af strönd Japans. 16.8.2005 00:01 Aukaatriði að aðalatriðum Aukaatriði urðu að aðalatriði í þingnefndaryfirheyrslum yfir forseta Filippseyja, Gloriu Macapagal Arroyo, í gær. 16.8.2005 00:01 Sáttafundur nágranna Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu. 16.8.2005 00:01 Hinseginfræði í Kína Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra. 16.8.2005 00:01 Enginn komst lífs af í flugslysi Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél vegum kólumbíska flugfélagsins West Caribbean Airways fórst í fjalllendi í Vensúela nærri landamærum Kólumbíu. Alls voru 160 manns í vélinni að sögn flugfélagsins, 152 farþegar og átta manna áhöfn. 16.8.2005 00:01 Jafnrétti mest á Norðurlöndum Jafnrétti kynjanna er mest í heimi á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í könnun sem Verdens Økonomiske Forum gerði í 58 löndum. Efst á listanum trónir Svíþjóð með einkunina 5,53 af 7 mögulegum en í næstu sætum eru Noregur, Ísland, Danmörk og Finnland. England er í 8. sæti, Bandaríkin í því 17. en Pakistan, Tyrkland og Egyptaland eru neðst á listanum og þar er því mestur munur á körlum og konum. 16.8.2005 00:01 Reyndu að komast til Spánar Strandgæslan á Spáni fygldi í dag báti með nærri hundrað Afríkubúum til hafnar á Kanaríeyjum, en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla sér inn í landið. Fólkið hafði verið í bátnum í um tvo mánuði og var um þriðjungur þess illa haldinn vegna vannæringar og því fluttur á sjúkrahús. 16.8.2005 00:01 Hættulegt afbrigði breiðist út Rússnesk yfirvöld greindu frá því í dag að fuglaflensuveiran sem borist hefur til borgarinnar Tsjeljabínsk í Úralfjöllunum væri sömu tegundar og borist hefði í menn og dregið þá til dauða í Asíu. Um er að ræða stofn sem fengið hefur heitið H5N1 en hann hefur þó ekki enn greinst í fólki í Rússlandi enn. 16.8.2005 00:01 Allir eru taldir af Enginn er talinn hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél af gerðinni MD-82 fórst í skóglendi í Venesúela. 160 manns voru um borð, flestir ferðamenn frá eynni Martiník. 16.8.2005 00:01 Eggjum og grjóti kastað í lögreglu Lögreglu og mótmælendum brottflutningsins frá Gaza-ströndinni laust saman í gær og voru fimmtíu manns handteknir í kjölfarið. Þetta eru verstu átök sem komið hefur til vegna brottflutningsins. 16.8.2005 00:01 Voru á lífi þegar vélin fórst Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar. 16.8.2005 00:01 Sautján Spánverjar fórust Herþyrla á vegum Atlantshafsbandalagsins fórst í suðurhluta Afganistan í gær og með henni 17 spænskir hermenn. Önnur þyrla nauðlenti skammt frá og fregnir herma að nokkur fjöldi hermanna sem var um borð hefði slasast. 16.8.2005 00:01 Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt. 16.8.2005 00:01 Fimm prósent íbúða mannlaus Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár. 16.8.2005 00:01 Taugastofnfrumur búnar til Vísindamönnum við Edinborgarháskóla í Skotlandi hefur tekist að búa til taugastofnfrumur úr stofnfrumum manna. 16.8.2005 00:01 Grunuð um tengsl við hryðjuverk Lögregla í Bretlandi handtók í gær fjórar manneskjur á Manchester-flugvelli vegna gruns um að þær tengdust hryðjuverkastarfsemi. Fólkið, tveir menn og tvær konur, sætir nú yfirheyrslu en það er talið hafa lagt til fé og ýmislegt annað sem notað hafi verið til hryðjuverka. 16.8.2005 00:01 Straumur hermanna til Gasa Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott. 16.8.2005 00:01 Brennuvargar kveikja skógarelda Brennuvargar hafa kveikt tugi skógarelda í Portúgal í sumar og brennt um það bil sjötíu þúsund hektara af skóglendi til kaldra kola. Verstu þurrkar í manna minnum hafa verið í Portúgal, í sumar. Þurrkunum hefur fylgt mikil hitabylgja og fleiri skógareldar en elstu menn muna. Margir eldarnir hafa kviknað af náttúrulegum orsökum, en lögreglan telur einnig að tugir elda hafi verið af mannavöldum. 16.8.2005 00:01 Jarðskjálfti í Japan Öflugur arðskjálftinn varð í Japan í dag og mældist hann 7,5 stig á Ricter kvarða. Hann átti upptök sín um tuttugu kílómetra undir hafsbotninum þrjúhundruð kílómetra norðaustur af Tokyo. Skjálftinn fannst mjög greinilega í Tókíó, en enn betur í borginni Míagí, þar sem fréttamaður sat í myndveri og var að lesa fréttir. 16.8.2005 00:01 Skildi nýbura eftir í klósetti Bandarísk kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að skilja nýfætt stúlkubarn eftir í klósetti í verslunarmiðstöð í Macon í Georgíuríki. Konan fæddi barnið á salerni, setti það ofan í klósettskál og huldið það með klósettrúllu og rusli. 16.8.2005 00:01 Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. 15.8.2005 00:01 Reyndu að ná stjórn á flugvél Tveir menn reyndu að taka völdin í kýpversku farþegaþotunni rétt áður en hún fórst skammt frá Aþenu í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem grísk stjórnvöld hafa sent frá sér. Flugmenn tveggja orrustuþotna sem fóru til móts við farþegaþotuna eftir að samband rofnaði við hana, segja þó ekki ljóst hvort um fólk úr áhöfn eða farþega hafi verið að ræða. 15.8.2005 00:01 Sprengja sprakk í Istanbúl Kona særðist þegar sprengja sprakk í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöld. Sprengjan var skilin eftir við inngang verslunarmiðstöðvar en lögreglan segir sprengjuna ekki hafa verið stóra. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Nokkrar sprengjur sem hafa sprungið í landinu undanfarna mánuði og eru sprengingarnar taldar verk kúrdískra uppreisnarmanna, öfgasinnaðra vinstrihópa og íslamista. 15.8.2005 00:01 Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. 15.8.2005 00:01 Samið um frið í Aceh-héraði Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði undirrita í Finnlandi í dag samkomulag sem binda á enda á þrjátíu ára átök í héraðinu sem kostað hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns lífið. Þörfin fyrir neyðaraðstoð í kjölfar flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu á annan í jólum í fyrra leiddi til þess að deiluaðilar settust að samningaborðinu. 15.8.2005 00:01 Baðst afsökunar á framferði Japana Forsætisráðherra Japans baðst afsökunar á framferði Japana í garð annarra Asíuríkja í seinni heimstyrjöldinni í athöfn sem haldin var í tilefni þess að í dag eru 60 ár liðin frá því Japanar játuðu sig sigraða í stríðinu. Forsætisráðherrann sagði Japana aldrei mega gleyma þessum hörmungartímum og sagðist leiður yfir þeirri staðreynd að Japanar hefðu troðið á nágrönnum sínum. 15.8.2005 00:01 Frusu til bana fyrir flugslys Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu. 15.8.2005 00:01 Fórnarlömb sögð hafa frosið í hel Margir farþeganna sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst í grennd við Aþenu í gær höfðu frosið í hel, að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins. 15.8.2005 00:01 Fuglaflensa stefnir til V-Evrópu Fuglaflensan í Asíu virðist nú stefna til Vestur-Evrópu. Rússar gripu í dag til umfangsmikilla aðgerða í Síberíu til þess að hefta útbreiðslu hennar. 15.8.2005 00:01 2700 látnir í námuslysum í Kína 2700 kolanámumenn hafa farist í námuslysum í Kína það sem af er þessu ári. Margar námurnar eru ólöglegar en lítið er gert til þess að hafa eftirlit með þeim enda kolaþörf landsins gríðarleg. Kol sjá fyrir tveim þriðju af orkuþörf landsins og því er sjaldgæft að námum sé lokað, jafnvel þótt þær séu stórhættulegar. 15.8.2005 00:01 Fundu 59 kg af heróíni í vörubíl Tyrkneska lögreglan lagði nýlega hald á 59 kíló af heróíni sem ætlað var á Evrópumarkað, en efnið fannst í vörubíl í bænum Gaziantep nærri landmærum Sýrlands. Lögreglan mun hafa fengið ábendingu um efnið og fylgdist með flutningabílnum í um mánuð áður en hún lét til skarar skríða. 15.8.2005 00:01 Ísraelar yfirgefi fleiri byggðir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, vill að Ísraelar yfirgefi fleiri landnemabyggðir, en brottflutningur frá öllum byggðum á Gasasvæðinu hófst í dag. Landnemar hafa tvo daga til að hafa sig á brott, ella grípur Ísraelsher til aðgerða og fjarlægir fólk með valdi. Í samtali við Wafa-fréttastofuna í Palestínu í dag sagði Abbas að brottflutningurinn væri mikilvægt og sögulegt skref en meira þyrfti til. 15.8.2005 00:01 Á víkingaskipi úr íspinnaprikum Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman. 15.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Snarpur skjálfti skekur Japan Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi. 16.8.2005 00:01
Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi. 16.8.2005 00:01
Áfram viðræður um stjórnarskrá Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. 16.8.2005 00:01
Segja þrýsting hafa fallið í vél Sérfræðingar segja loftþrýsting hafa fallið og þar af leiðandi súrefni og hitastig í kýpversku farþegavélinni sem fórst síðastliðinn sunnudag, en alls fórust 121 í slysinu. Fjölmiðlar á Grikklandi segja fólkið um borð hafa frosið í hel en grísk yfirvöld segja þó líkin ekki hafa verið köld þegar þau fundust. Svarti kassinn úr vélinni er fundinn og sagði heilbrigðisráðherra landsins í gær að niðurstöður rannsóknar yrðu gerðast opinberar á næstu dögum. 16.8.2005 00:01
Manntjón í flóðum í Kína Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn. 16.8.2005 00:01
Hermenn farast í þyrluslysi Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO. 16.8.2005 00:01
Hefur verið 748 daga í geimnum Rússneski geimfarinn Sergei Krikalev setti í dag met í lengd dvalar úti í geimnum. Á tuttugu ára ferli sem geimfari hefur Krikalev samtals verið 748 daga úti í geimnum. Hann var meðal annars í áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mir, hann hefur verið í alþjóðlegu geimstöðinni og flogið bæði með rússnesku Soyus-geimförunum og bandarískum geimferjum. 16.8.2005 00:01
Í lífshættu vegna guðlasts Pakistanskur maður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir guðlast hefur verið settur í einangrun til að koma í veg fyrir að aðrir fangar vinni honum mein. Maðurinn, sem er fertugur að aldri, skrifaði bók sem dæmd var guðlast og þótti hæfileg refsing að svipta hann frelsi það sem eftir væri ævinnar. Ekki þótti öllum það nóg og fleiri en einn klerkur hefur lýst „fatva“ á hendur honum, en það jafngildir heimild til allra múslima að drepa hann hvar sem til hans næst. 16.8.2005 00:01
Fjarlægðu fólk með valdi frá Gasa Ísraelskar öryggissveitir beittu í dag valdi til þess að fjarlægja fólk úr landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Palestínskir lögreglumenn eru þegar komnir til Gaza. 16.8.2005 00:01
Flugslys í Venesúela Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir. 16.8.2005 00:01
Rússar eiga stysta ævi í Evrópu Rússneskir karlmenn eiga stysta ævi allra karlmanna í Evrópu, og er sláandi hve ævi þeirra hefur styst eftir fall Sovétríkjanna. Íslendingar verða hins vegar allra karla elstir. 16.8.2005 00:01
Fangauppþot í Gvatemala Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað. 16.8.2005 00:01
Öflugur jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti sem mældist 7,2 á Richter reið yfir norð-austurhluta Japan í gær. Um sextíu slösuðust en enginn lét lífið en skjálftinn átti upptök sín djúpt á sjávarbotni, 80 kílómetrum út af strönd Japans. 16.8.2005 00:01
Aukaatriði að aðalatriðum Aukaatriði urðu að aðalatriði í þingnefndaryfirheyrslum yfir forseta Filippseyja, Gloriu Macapagal Arroyo, í gær. 16.8.2005 00:01
Sáttafundur nágranna Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu. 16.8.2005 00:01
Hinseginfræði í Kína Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra. 16.8.2005 00:01
Enginn komst lífs af í flugslysi Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél vegum kólumbíska flugfélagsins West Caribbean Airways fórst í fjalllendi í Vensúela nærri landamærum Kólumbíu. Alls voru 160 manns í vélinni að sögn flugfélagsins, 152 farþegar og átta manna áhöfn. 16.8.2005 00:01
Jafnrétti mest á Norðurlöndum Jafnrétti kynjanna er mest í heimi á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í könnun sem Verdens Økonomiske Forum gerði í 58 löndum. Efst á listanum trónir Svíþjóð með einkunina 5,53 af 7 mögulegum en í næstu sætum eru Noregur, Ísland, Danmörk og Finnland. England er í 8. sæti, Bandaríkin í því 17. en Pakistan, Tyrkland og Egyptaland eru neðst á listanum og þar er því mestur munur á körlum og konum. 16.8.2005 00:01
Reyndu að komast til Spánar Strandgæslan á Spáni fygldi í dag báti með nærri hundrað Afríkubúum til hafnar á Kanaríeyjum, en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla sér inn í landið. Fólkið hafði verið í bátnum í um tvo mánuði og var um þriðjungur þess illa haldinn vegna vannæringar og því fluttur á sjúkrahús. 16.8.2005 00:01
Hættulegt afbrigði breiðist út Rússnesk yfirvöld greindu frá því í dag að fuglaflensuveiran sem borist hefur til borgarinnar Tsjeljabínsk í Úralfjöllunum væri sömu tegundar og borist hefði í menn og dregið þá til dauða í Asíu. Um er að ræða stofn sem fengið hefur heitið H5N1 en hann hefur þó ekki enn greinst í fólki í Rússlandi enn. 16.8.2005 00:01
Allir eru taldir af Enginn er talinn hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél af gerðinni MD-82 fórst í skóglendi í Venesúela. 160 manns voru um borð, flestir ferðamenn frá eynni Martiník. 16.8.2005 00:01
Eggjum og grjóti kastað í lögreglu Lögreglu og mótmælendum brottflutningsins frá Gaza-ströndinni laust saman í gær og voru fimmtíu manns handteknir í kjölfarið. Þetta eru verstu átök sem komið hefur til vegna brottflutningsins. 16.8.2005 00:01
Voru á lífi þegar vélin fórst Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar. 16.8.2005 00:01
Sautján Spánverjar fórust Herþyrla á vegum Atlantshafsbandalagsins fórst í suðurhluta Afganistan í gær og með henni 17 spænskir hermenn. Önnur þyrla nauðlenti skammt frá og fregnir herma að nokkur fjöldi hermanna sem var um borð hefði slasast. 16.8.2005 00:01
Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt. 16.8.2005 00:01
Fimm prósent íbúða mannlaus Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár. 16.8.2005 00:01
Taugastofnfrumur búnar til Vísindamönnum við Edinborgarháskóla í Skotlandi hefur tekist að búa til taugastofnfrumur úr stofnfrumum manna. 16.8.2005 00:01
Grunuð um tengsl við hryðjuverk Lögregla í Bretlandi handtók í gær fjórar manneskjur á Manchester-flugvelli vegna gruns um að þær tengdust hryðjuverkastarfsemi. Fólkið, tveir menn og tvær konur, sætir nú yfirheyrslu en það er talið hafa lagt til fé og ýmislegt annað sem notað hafi verið til hryðjuverka. 16.8.2005 00:01
Straumur hermanna til Gasa Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott. 16.8.2005 00:01
Brennuvargar kveikja skógarelda Brennuvargar hafa kveikt tugi skógarelda í Portúgal í sumar og brennt um það bil sjötíu þúsund hektara af skóglendi til kaldra kola. Verstu þurrkar í manna minnum hafa verið í Portúgal, í sumar. Þurrkunum hefur fylgt mikil hitabylgja og fleiri skógareldar en elstu menn muna. Margir eldarnir hafa kviknað af náttúrulegum orsökum, en lögreglan telur einnig að tugir elda hafi verið af mannavöldum. 16.8.2005 00:01
Jarðskjálfti í Japan Öflugur arðskjálftinn varð í Japan í dag og mældist hann 7,5 stig á Ricter kvarða. Hann átti upptök sín um tuttugu kílómetra undir hafsbotninum þrjúhundruð kílómetra norðaustur af Tokyo. Skjálftinn fannst mjög greinilega í Tókíó, en enn betur í borginni Míagí, þar sem fréttamaður sat í myndveri og var að lesa fréttir. 16.8.2005 00:01
Skildi nýbura eftir í klósetti Bandarísk kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að skilja nýfætt stúlkubarn eftir í klósetti í verslunarmiðstöð í Macon í Georgíuríki. Konan fæddi barnið á salerni, setti það ofan í klósettskál og huldið það með klósettrúllu og rusli. 16.8.2005 00:01
Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. 15.8.2005 00:01
Reyndu að ná stjórn á flugvél Tveir menn reyndu að taka völdin í kýpversku farþegaþotunni rétt áður en hún fórst skammt frá Aþenu í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem grísk stjórnvöld hafa sent frá sér. Flugmenn tveggja orrustuþotna sem fóru til móts við farþegaþotuna eftir að samband rofnaði við hana, segja þó ekki ljóst hvort um fólk úr áhöfn eða farþega hafi verið að ræða. 15.8.2005 00:01
Sprengja sprakk í Istanbúl Kona særðist þegar sprengja sprakk í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöld. Sprengjan var skilin eftir við inngang verslunarmiðstöðvar en lögreglan segir sprengjuna ekki hafa verið stóra. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Nokkrar sprengjur sem hafa sprungið í landinu undanfarna mánuði og eru sprengingarnar taldar verk kúrdískra uppreisnarmanna, öfgasinnaðra vinstrihópa og íslamista. 15.8.2005 00:01
Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. 15.8.2005 00:01
Samið um frið í Aceh-héraði Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði undirrita í Finnlandi í dag samkomulag sem binda á enda á þrjátíu ára átök í héraðinu sem kostað hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns lífið. Þörfin fyrir neyðaraðstoð í kjölfar flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu á annan í jólum í fyrra leiddi til þess að deiluaðilar settust að samningaborðinu. 15.8.2005 00:01
Baðst afsökunar á framferði Japana Forsætisráðherra Japans baðst afsökunar á framferði Japana í garð annarra Asíuríkja í seinni heimstyrjöldinni í athöfn sem haldin var í tilefni þess að í dag eru 60 ár liðin frá því Japanar játuðu sig sigraða í stríðinu. Forsætisráðherrann sagði Japana aldrei mega gleyma þessum hörmungartímum og sagðist leiður yfir þeirri staðreynd að Japanar hefðu troðið á nágrönnum sínum. 15.8.2005 00:01
Frusu til bana fyrir flugslys Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu. 15.8.2005 00:01
Fórnarlömb sögð hafa frosið í hel Margir farþeganna sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst í grennd við Aþenu í gær höfðu frosið í hel, að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins. 15.8.2005 00:01
Fuglaflensa stefnir til V-Evrópu Fuglaflensan í Asíu virðist nú stefna til Vestur-Evrópu. Rússar gripu í dag til umfangsmikilla aðgerða í Síberíu til þess að hefta útbreiðslu hennar. 15.8.2005 00:01
2700 látnir í námuslysum í Kína 2700 kolanámumenn hafa farist í námuslysum í Kína það sem af er þessu ári. Margar námurnar eru ólöglegar en lítið er gert til þess að hafa eftirlit með þeim enda kolaþörf landsins gríðarleg. Kol sjá fyrir tveim þriðju af orkuþörf landsins og því er sjaldgæft að námum sé lokað, jafnvel þótt þær séu stórhættulegar. 15.8.2005 00:01
Fundu 59 kg af heróíni í vörubíl Tyrkneska lögreglan lagði nýlega hald á 59 kíló af heróíni sem ætlað var á Evrópumarkað, en efnið fannst í vörubíl í bænum Gaziantep nærri landmærum Sýrlands. Lögreglan mun hafa fengið ábendingu um efnið og fylgdist með flutningabílnum í um mánuð áður en hún lét til skarar skríða. 15.8.2005 00:01
Ísraelar yfirgefi fleiri byggðir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, vill að Ísraelar yfirgefi fleiri landnemabyggðir, en brottflutningur frá öllum byggðum á Gasasvæðinu hófst í dag. Landnemar hafa tvo daga til að hafa sig á brott, ella grípur Ísraelsher til aðgerða og fjarlægir fólk með valdi. Í samtali við Wafa-fréttastofuna í Palestínu í dag sagði Abbas að brottflutningurinn væri mikilvægt og sögulegt skref en meira þyrfti til. 15.8.2005 00:01
Á víkingaskipi úr íspinnaprikum Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman. 15.8.2005 00:01