Erlent

Enginn komst lífs af í flugslysi

Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél vegum kólumbíska flugfélagsins West Caribbean Airways fórst í fjalllendi í Vensúela nærri landamærum Kólumbíu. Alls voru 160 manns í vélinni að sögn flugfélagsins, 152 farþegar og átta manna áhöfn. Vélin var á leið frá Panama til eyjarinnar Martiník í Karíbahafi þegar annar hreyfill hennar bilaði. Í kjölfarið óskuðu flugmennirnir eftir því að lenda á flugvelli í vesturhluta Venesúela en náðu ekki þangað þar sem hinn hreyfillinn stöðvaðist líka og við það steyptist vélin niður í fjallendið. Samkvæmt frönskum flugmálayfirvöldum voru allir farþegarnir frá Martiník en ekki hefur verið gefið upp hverrar þjóðar áhöfnin var. Þetta er annað mannskæða flugslysið á þremur dögum, en í fyrradag lést 121 þegar kýpversk farþegaþota flaug á fjall í Grikklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×