Erlent

Fórnarlömb sögð hafa frosið í hel

Margir farþeganna sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst í grennd við Aþenu í gær höfðu frosið í hel, að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins. Slysið verður skrýtnara með hverri yfirlýsingunni sem berst frá grískum stjórnvöldum. Það eina sem menn virðast alveg vissir um er að 121 maður fórst með vélinni. Flugmenn á tveim grískum orrustuþotum sem flugu upp að vélinni þegar talstöðvarsamband við hana rofnaði sögðu að þeir hefðu ekki séð flugstjórann í stjórnklefanum og að aðstoðarflugmaðurinn hefði hangið meðvitundarlaus í öryggisbelti sínu. Síðan hafa borist fréttir af því að orrustuflugmennirnir hafi séð eitthvað fólk á ferli í stjórnklefanum með súrefnisgrímur. Jafnvel giskað á að það hefði verið að reyna að taka við stjórn vélarinnar. Nú er sagt að flest líkin hafi verið orðin gegnumfrosin þegar farþegaþotan flaug á fjallið. Það gæti bent til þess að jafnþrýstikerfi vélarinnar hafi bilað mjög snögglega í mikilli hæð því 40 stiga frost eða meira er í venjulegri flughæð þotna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×