Erlent

Reyndu að ná stjórn á flugvél

Tveir menn reyndu að taka völdin í kýpversku farþegaþotunni rétt áður en hún fórst skammt frá Aþenu í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem grísk stjórnvöld hafa sent frá sér. Flugmenn tveggja orrustuþotna sem fóru til móts við farþegaþotuna eftir að samband rofnaði við hana, segja þó ekki ljóst hvort um fólk úr áhöfn eða farþega hafi verið að ræða. Flugritar vélarinnar hafa fundist á slysstað og er vonast til að þeir geti varpað ljósi á hvað olli slysinu. Um borð voru 115 farþegar og sex manna áhöfn en enginn komst lífs af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×