Erlent

Fundu 59 kg af heróíni í vörubíl

Tyrkneska lögreglan lagði nýlega hald á 59 kíló af heróíni sem ætlað var á Evrópumarkað, en efnið fannst í vörubíl í bænum Gaziantep nærri landmærum Sýrlands. Lögreglan mun hafa fengið ábendingu um efnið og fylgdist með flutningabílnum í um mánuð áður en hún lét til skarar skríða. Tveir voru handteknir þegar bíllinn var stöðvaður og þá er tveggja annarra leitað. Að sögn lögreglu hugðust mennirnir flytja heróínið til Hollands, en þess má geta að eiturlyfjahringir smygla gjarnan efnum sínum frá Austurlöndum fjær í gegnum Tyrkland og Balkanlöndin og þaðan til Vestur-Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×