Erlent

Jafnrétti mest á Norðurlöndum

Jafnrétti kynjanna er mest í heimi á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í könnun sem Verdens Økonomiske Forum gerði í 58 löndum. Efst á listanum trónir Svíþjóð með einkunina 5,53 af 7 mögulegum en í næstu sætum eru Noregur, Ísland, Danmörk og Finnland. England er í 8. sæti, Bandaríkin í því 17. en Pakistan, Tyrkland og Egyptaland eru neðst á listanum og þar er því mestur munur á körlum og konum. Í könnuninni var jafnrétti kvenna miðað við karla metið út frá þátttöku í efnahagslífi, efnahagslegum tækifærum, pólitískum áhrifum, menntun og heilbrigði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×