Erlent

Baðst afsökunar á framferði Japana

Forsætisráðherra Japans baðst afsökunar á framferði Japana í garð annarra Asíuríkja í seinni heimstyrjöldinni í athöfn sem haldin var í tilefni þess að í dag eru 60 ár liðin frá því Japanar játuðu sig sigraða í stríðinu. Forsætisráðherrann sagði Japana aldrei mega gleyma þessum hörmungartímum og sagðist leiður yfir þeirri staðreynd að Japanar hefðu troðið á nágrönnum sínum. Lok seinni heimstyrjaldarinnar er minnst víða um Asíu í dag, þar á meðal í Kína og í Norður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×