Erlent

Ísraelar yfirgefi fleiri byggðir

MYND/AP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, vill að Ísraelar yfirgefi fleiri landnemabyggðir, en brottflutningur frá öllum byggðum á Gasasvæðinu hófst í dag. Landnemar hafa tvo daga til að hafa sig á brott, ella grípur Ísraelsher til aðgerða og fjarlægir fólk með valdi. Í samtali við Wafa-fréttastofuna í Palestínu í dag sagði Abbas að brottflutningurinn væri mikilvægt og sögulegt skref en meira þyrfti til. Palestínumenn gera tilkall til alls Gasasvæðisins, Vesturbakkans og austurhluta Jerúsalem, en Ísraelar hernámu þessi svæði fyrir tæpum 40 árum. Þá óttast Palestínumenn að Ísraelar noti brottflutninginn frá landnemabyggðunum á Gasa sem átyllu fyrir frekari landtöku á Vesturbakkanum, en Ísraelar hafa aðeins samþykkt að yfirgefa fjórar af um 120 byggðum þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×