Erlent

Fjarlægðu fólk með valdi frá Gasa

Ísraelskar öryggissveitir beittu í dag valdi til þess að fjarlægja fólk úr landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Palestínskir lögreglumenn eru þegar komnir til Gaza. Landnemum á Gaza-svæðinu var í gær gefinn tveggja sólarhringa frestur til þess að flytja frá heimilum sínum. Langflestir þeirra eru nú farnir en alls ekki allir. Auk þess hafa andstæðingar brottflutningsins streymt inn á svæðið til þess að mótmæla honum. Í dag létu öryggissveitir til skarar skríða gegn þessu fólki og hófu að reka það á brott. Margir fóru hrópandi mótmæli en aðrir neituðu að hreyfa sig. Þeir voru bornir á brott, bölvandi og ragnandi. Landnemum á Gaza var þvert um geð að flytja þaðan. Sumir höfðu búið þar í áratugi, en Ísraelar hertóku Gaza í sex daga stríðinu árið 1967. Meirihluti þjóðarinnar er þó þeirrar skoðunar að brottflutningur sé eina raunhæfa leiðin til þess að ná friðarsamningum við Palestínumenn, en Gaza verður hluti af sjálfstæðu ríki þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×