Erlent

Sprengja sprakk í Istanbúl

Kona særðist þegar sprengja sprakk í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöld. Sprengjan var skilin eftir við inngang verslunarmiðstöðvar en lögreglan segir sprengjuna ekki hafa verið stóra. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Nokkrar sprengjur sem hafa sprungið í landinu undanfarna mánuði og eru sprengingarnar taldar verk kúrdískra uppreisnarmanna, öfgasinnaðra vinstrihópa og íslamista.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×