Erlent

Sautján Spánverjar fórust

Herþyrla á vegum Atlantshafsbandalagsins fórst í suðurhluta Afganistan í gær og með henni 17 spænskir hermenn. Önnur þyrla nauðlenti skammt frá og fregnir herma að nokkur fjöldi hermanna sem var um borð hefði slasast. Tildrög slysanna eru ekki fullkomlega ljós en talsmaður herliðs NATO í landinu segir að vélarbilun hafi komið upp í báðum þyrlunum. Afganskur herforingi sagði hins vegar í samtali við AP-fréttastofuna að þyrlurnar hefðu flogið of nærri hvor annarri þannig að spaðar þeirra flæktust saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×