Erlent

Flugslys í Venesúela

Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×