Erlent

Taugastofnfrumur búnar til

Vísindamönnum við Edinborgarháskóla í Skotlandi hefur tekist að búa til taugastofnfrumur úr stofnfrumum manna. Vonir standa til að með nýju frumunum verði hægt að þróa nýjar meðferðir við ýmsum sjúkdómum. Fyrst um sinn verða áhrif nýrra lyfja prófuð á frumunum en þegar fram líða stundir verður ef til vill hægt að skipta út skemmdum taugavef fólks sem þjáist af Alzheimer og parkinsonsveiki með heilbrigðum taugastofnfrumum. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur sem geta sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Taugafrumurnar er að finna í heilanum og miðtaugakerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×