Erlent

Reyndu að komast til Spánar

Strandgæslan á Spáni fygldi í dag báti með nærri hundrað Afríkubúum til hafnar á Kanaríeyjum, en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla sér inn í landið. Fólkið hafði verið í bátnum í um tvo mánuði og var um þriðjungur þess illa haldinn vegna vannæringar og því fluttur á sjúkrahús. Þá var annar bátur með 37 ólöglegum innflytjendum um 200 kílómetra undan ströndum Kanaríeyja og stefndi hann að sögn yfirvalda í land. Ekki er ljóst hvaðan fólkið kom frá Afríku. Spænska strandgæslan grípur á hverju ári þúsundir Afríkurbúa á misgóðum bátum undan ströndum landsins, en þeir leggja margir hverjir mikið á sig til þess að reyna að komast til Evrópu í von um að öðlast þar betra líf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×