Erlent

Skildi nýbura eftir í klósetti

Bandarísk kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að skilja nýfætt stúlkubarn eftir í klósetti í verslunarmiðstöð í Macon í Georgíuríki. Konan fæddi barnið á salerni, setti það ofan í klósettskál og huldið það með klósettrúllu og rusli. Þrír starfsmenn verslunarmiðstöðvarinnar komu barninu til hjálpar og viðskiptavinur tók til við að lífga barnið við þar til sjúkrabíll og hjálparstarfsmenn komu á vettvang. Móðir stúlkunnar var handtekin heima hjá sér. Hún er á þrítugsaldri og á börn fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×