Erlent

Samið um frið í Aceh-héraði

Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði undirrita í Finnlandi í dag samkomulag sem binda á enda á þrjátíu ára átök í héraðinu sem kostað hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns lífið. Þörfin fyrir neyðaraðstoð í kjölfar flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu á annan í jólum í fyrra leiddi til þess að deiluaðilar settust að samningaborðinu. Uppreisnarmenn hafa fallið frá kröfum sínum um fullt sjálfstæði héraðsins og á móti hafa indónesísk stjórnvöld heitið uppreisnarmönnum sakaruppgjöf, jarðnæði, atvinnu og pólitískum fulltrúum. Viðræður hafa staðið yfir undanfarna sjö mánuði með milligöngu Marttis Atisaris, fyrrverandi forseta Finnlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×