Erlent

Hættulegt afbrigði breiðist út

Rússnesk yfirvöld greindu frá því í dag að fuglaflensuveiran sem borist hefur til borgarinnar Tsjeljabínsk í Úralfjöllunum væri sömu tegundar og borist hefði í menn og dregið þá til dauða í Asíu. Um er að ræða stofn sem fengið hefur heitið H5N1 en hann hefur þó ekki enn greinst í fólki í Rússlandi enn. Heilbrigðisyfirvöld í Rússlandi vinna nú að því hörðum höndum að slátra alifuglum á sýktum svæðum til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran berist til Evrópu, Miðausturlanda og Afríku, en Úralfjöll skilja einmitt að Asíu og Evrópu. Talið er að fuglaflensan hafi borist til Síberíu í Rússlandi með farfuglum frá Suðaustur-Asíu og óttast er að þeir muni bera hana áfram til Evrópu þegar þeir flýja kuldann í Síberíu í næsta mánuði. Hollensk yfirvöld hafa þegar gripið til aðgerða og hafa skipað bændum að halda öllum alifuglum innan dyra til þess að hindra það að þeir komist í snertingu við farfugla frá Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×