Erlent

Áfram viðræður um stjórnarskrá

Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Bandaríkjastjórn stóð hörð á að stjórnarskráin yrði tilbúin á tilsettum tíma en nú er ljóst að bíða verður í viku til viðbótar eftir að stjórnarskráin verði tilbúin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×