Fleiri fréttir

ESB setji upp viðvörunarkerfi

Uppbygging í Suðaustur-Asíu og uppsetning á jarðskjálftaviðvörunarkerfi er á meðal þess sem rætt verður á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og landa í Suðaustur-Asíu sem fram á að fara í Indónesíu í næsta mánuði. Milljarðar hafa safnast um allan heim til að stuðla að uppbyggingu á hamfarasvæðunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni 26. desember síðastliðinn, eða fyrir réttum tveimur mánuðum.

Hafna Frakkar stjórnarskránni?

Frakkar gætu tekið upp á því að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins vegna uppsagnar fjármáláráðherra Frakklands í gær. Þetta er að minnsta kosti mat stjórnmálaskýrenda þar í landi. Sú niðurstaða myndi hafa afar slæm áhrif á pólitíska stöðu Jaques Chirac, forseta Frakklands, og jafnvel gera það að verkum að hann næði ekki endurkjöri.

Powell talar um ráðherraárin

Hann var þekktasti og einn valdamesti blökkumaður Bandaríkjanna, utanríkisráðherra sem virtist í andstöðu við eigin stjórn. Colin Powell lét af embætti fyrir mánuði og nú virðist hann reiðubúinn að tala út - en þó ekki um allt.

Sjö manns handteknir

Ísraelsher og palestínska lögreglan hafa handtekið sjö manns vegna sjálfsmorðsárásarinnar fyrir utan næturklúbb í Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, á föstudag.

Engin blessun

Jóhannes Páll páfi II mun fylgjast með vikulegri sunnudagsblessun sinni á Péturstorginu úr sjúkrarúmi sínu. Verður þetta í fyrsta sinn í 26 ára páfatíð hans sem hann blessar ekki á torginu.

Sendu rangt lík heim

Ættingjar konu sem fórst í flóðunum í Asíu fengu rangt lík sent í líkkistu heim til Svíþjóðar. Ástæðan er ruglingur sem varð hjá sænskum hjálparstarfsmönnum í Taílandi.

Sér ekki eftir steraáti

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, segist ekki sjá eftir því að hafa notað steralyf á sínum yngri árum þegar hann stundaði vaxtarækt af miklu kappi.

Páfi enn á sjúkrahúsinu

Jóhannes Páll páfi II liggur enn á sjúkrahúsi í Róm og andar í gegnum slöngu sem þrædd var í gegnum barkann á honum. Aðstoðarmaður hans flutti hefðbundna laugardagsbæn í dag en páfi var sagður fylgjast með á sjúkrastofu sinni. Engar formlegar fréttir hafa borist af líðan hans en talsmenn Páfagarðs ætla ekkert að segja fyrr en á morgun.

Níu afganskir hermenn drepnir

Uppreisnarmenn í Afganistan drápu níu afganska hermenn seint í gærkvöldi. Uppreisnarmennirnir sátu fyrir bíl hermannanna nærri landamærum Pakistans og skutu alla sem í honum voru til bana. Þetta er mesta mannfall í stakri árás í Afganistan undanfarna mánuði.

Styðja ekki uppreisnarmenn

Stjórnvöld í Sýrlandi neita alfarið sögusögnum þess efnis að þau standi við bakið á uppreisnarmönnum í Írak. Undanfarna daga hafa birst viðtöl við uppreisnarmenn á arabískum sjónvarpsstöðvum þar sem þeir segjast hafa hlotið þjálfun hjá leyniþjónustu Sýrlands.

Myndröð af flóðbylgjunni

Tekist hefur að framkalla myndir sem teknar voru rétt áður en flóðbylgjan í Asíu skall á ströndum Taílands á annan í jólum. Myndirnar eru úr myndavél kanadískra hjóna sem voru á ströndinni í Khao Lak þegar hamfarirnar dundu yfir. Þau létust í flóðunum og myndavélin eyðilagðist en hins vegar tókst að framkalla myndir úr vélinni.

Hundrað uppreisnarmenn handteknir

Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. 

Páfi talar ekki næsta mánuðinn

Líðan Jóhannesar Páls páfa II er eftir atvikum góð að sögn lækna á Gemelli-sjúkrahúsinu í Rómarborg. Það er þó ljóst að hann muni ekki geta talað í að minnsta kosti mánuð eftir aðgerðina.

Miletic gefur sig fram

Radivoje Miletic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu-Serba, ætlar að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag í næstu viku. Miletic var einn helsti samverkamaður Ratko Mladic, yfirmenns hersins, í borgarastríðinu í Bosníu. Hann er sakaður um þjóðernishreinsanir í Srebrenica og Zepa árið 1995.

Andar án öndunarvélar

Ítalska fréttastofan ANSA segir að Jóhannes Páll páfi II andi nú án aðstoðar öndunarvélar en hann var tengdur við slíka vél eftir neyðaraðgerðina í gærkvöldi. Skera varð á barka páfa til að koma slöngu að og auðvelda honum þannig andadrátt.

Á annan tug borgara fallið

Á annan tug óbreyttra borgara hefur fallið í árásum uppreisnarmanna í Írak í dag. Yfir hundrað uppreisnarmenn hafa verið handsamaðir í herferð Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak undanfarna daga.

Páfi liggur ekki banaleguna

Jóhannes Páll páfi liggur ekki banaleguna samkvæmt því sem talsmenn Páfagarðs segja. Hann var í gærdag fluttur á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm í annað skipti á innan við mánuði.

Átta friðargæsluliðar drepnir

Að minnsta kosti átta friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru drepnir í Afríkuríkinu Kongó í morgun þegar skæruliðar veittu þeim fyrirsát. Árásin átti sér stað í austurhluta landsins þar sem tæplega fimm þúsund friðargæsluliðar eru að störfum.

Lífið heldur áfram

Tveir mánuðir eru síðan flóðbylgjan mikla skall á ströndum Indlandshafs og eyddi því sem fyrir varð. Nærri tvö hundruð þúsund manns týndu lífi í hamförunum og ennþá fleiri misstu allt sitt. Í kjölfarið hófst umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar og hún stendur enn.

Afsögn fjármálaráðherra Frakklands

Fjármálaráðherra Frakklands, Herve Gaymard, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst að hann hafi búið í stærðarinnar lúxushúsi í miðborg Parísar á kostnað ríkisins. Ráðherrann fráfarandi viðurkennir að hafa gert rangt í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun en franskir fjölmiðlar fá um leið sneið frá honum.

Kunni ekki við afskipti Bush

Vladímir Pútin Rússlandsforseti segist ánægður með fund sinn með George Bush Bandaríkjaforseta, þótt hann kunni ekki við afskiptin af þróun lýðræðis í Rússlandi. </font />

Tala látinna komin yfir 600

Tala látinna í jarðskjálftanum í Íran fyrr í vikunni er komin yfir sex hundruð en auk þess eru um þúsund manns slasaðir. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og voru upptök hans skammt frá Zarand-borg í Kerman-héraði, ekki langt frá borginni Bam sem jarðskjálfti lagði nánast í rúst fyrir aðeins rúmu ári.

Verða að yfirvinna óttann

Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. 

Páfi sagður á batavegi

Jóhannes Páll II páfi getur andað án aðstoðar og engin merki hafa fundist um sýkingu í lungum, sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, degi eftir að páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð.

Aukin áhætta tekin í flugi

Breskri júmbóþotu var flogið á þremur hreyflum átta þúsund kílómetra leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Bretlands eftir að fjórði hreyfillinn bilaði í flugtaki. Flugvélin átti að lenda í London en þegar til Bretlands var komið var eldsneytið á þrotum og því lenti vélin í Manchester.

Neyddist til afsagnar

Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, baðst lausnar úr starfi aðeins sólarhring eftir að hann sagði slíkt ekki á dagskrá. Honum var ekki stætt lengur í starfi eftir að upp komst að hann lét ríkissjóð greiða húsaleigu fyrir sig í einu dýrasta hverfi Frakklands og ljóst varð að hann laug til um bakgrunn sinn og fjárhag.

Hótaði dómara í dómssal

Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti.

Varar við nýju vopnakapphlaupi

Tilraunir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna hafa ekki borið árangur sagði Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Hann varaði við því að ný vopnakapphlaup kynni að vera í uppsiglingu.

Kona myrti níu ára son sinn

Bresk kona var fundin sek um að myrða níu ára son sinn. Þetta gerði hún með því að blanda salti í vökva sem honum var gefinn í æð á sjúkrahúsi. Lækna var farið að gruna að konan ætti einhvern þátt í veikindum sonar síns en gátu ekkert gert til að rannsaka grun sinn þar sem hún var alltaf við hlið hans.

Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani

Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær.

Framtíð kaþólsku kirkjunnar í húfi

Sögusagnir og getgátur tröllríða umræðunni um líðan Jóhannesar Páls páfa sem fluttur var á sjúkrahús í gær, rétt um hálfum mánuði eftir að hann kom þaðan. Framtíð kaþólsku kirkjunnar er sögð í húfi. 

Sþ leita morðingja Hariris

Hver drap Rafik Hariri? Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á að komast að því en ekki er með öllu ljóst hvort að alls staðar sé áhugi fyrir því að svara spurningunni.

Auglýsingabann hugsanlega ólögmætt

EFTA-dómstóllinn úrskurðaði í gær að algjört bann við áfengisauglýsingum kynni að vera ólögmætt. Dómurinn segir að til að réttlæta bannið þurfi að sýna fram á að ekki sé hægt að ná markmiðum þess með aðgerðum sem hafa minni áhrif á markaðsfrelsi.

Ráðast á uppreisnarmen í Anbar

Bandaríkjamenn skutu í gær úr lofti á Anbar-hérað í Írak þar sem fjöldi uppreisnarmanna heldur til. Í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher í morgun segir að aðgerðirnar beinist að borginni Haqlaniya sem er sterkt vígi uppreisnarmanna. Í yfirlýsingunni segir að tveimur 500 kílógramma sprengjum hafi verið varpað í kjölfar þess að uppreisnarmenn sátu fyrir herjeppa og skutu að honum með vélbyssu.

Samþykktu nýja ríkisstjórn

Þingmenn Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu samþykktu í gær tillögu Ahmeds Qureia forsætisráðherra um nýja ríkisstjórn í landinu. Fatah er langstærsti flokkurinn á palestínska þinginu og því er nánast formsatriði að fá málið samþykkt þar og er búist við að það gerist síðar í dag.

Leit í rústum Tvíburaturna hætt

Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa formlega hætt leit í rústum Tvíburaturnanna þrátt fyrir að enn eigi eftir að bera kennsl á meira en ellefu hundruð manns sem fórust í árásinni. Undanfarna níu mánuði hafa björgunarsveitarmenn grafið upp meira en eitt og hálft tonn af braki í rústunum og tekist hefur að bera kennsl á rúmlega átta hundruð manns með DNA-rannsóknum í kjölfarið.

Allawi reynir að halda embætti

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, ætlar að gera tilraun til þess að mynda bandalag með öðrum flokkum í því augnamiði að halda embætti sínu í kjölfar nýafstaðinna kosninga í landinu.

Mannskæð árás í Tíkrít

Að minnsta kosti tíu hafa fallið í valinn og tuttugu og fimm eru slasaðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Tíkrít í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sem var í lögreglubúningi reyndi að aka bílnum inn á lóð lögreglustöðvar en þegar hann sá að hann myndi ekki komast lengra sprengdi hann sjálfan sig og bílinn í loft upp.

Ekki ákærður þrátt fyrir myndband

Bandarískur hermaður sem skaut óvopnaðan Íraka til bana í Fallujah í lok síðasta árs verður ekki ákærður. Atvikið náðist á myndband og vakti heimsathygli en eigi að síður segja yfirmenn herréttar í Bandaríkjunum að sönnunargögn séu ekki nægileg til þess að ákæra hermanninn.

Stærði sig af ráni í útvarpi

Það getur borgað sig að vera hógvær. Það fékk hinn 24 ára gamli bankaræningi Randy Washington að reyna í vikunni. Hann rændi banka í Chicago síðastliðið vor og komst undan. Lögreglunni hafði lítið orðið ágengt í málinu þar til Randy fékk þá flugu í höfuðið að hringja í morgunþátt á útvarpsstöð til þess að stæra sig af ráninu og auðveldum flótta í kjölfarið.

Reykingabann í Hong Kong

Stjórnvöld í Hong Kong hyggjast banna reykingar á opinberum stöðum þar sem ný rannsókn þar í borg sýnir að þjóðarbúið verði af sem nemur 41 milljarði íslenskra króna á hverju ári vegna reykinga.

Vænta orðaskaks um lýðræði

Búist er við hressilegum orðaskiptum á milli George Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, þegar þeir hittast á fundi í Slóvakíu í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum og reyndar víða í Evrópu líka hafa miklar áhyggjur af vaxandi einræðistilburðum Pútíns sem hefur aukið völd sín og múlbundið fjölmiðla í landinu.

Barn 81 til Bandaríkjanna

Barn 81, litli drengurinn Abilasha frá Srí Lanka, sem bjargaðist úr hamfaraflóðinu á undraverðan hátt er á leið til Bandaríkjanna. Alls níu hjón sögðust eiga litla drenginn og skorið var úr um ætterni hans með DNA-rannsókn. Nú hefur bandaríska sjónvarpsstöðin ABC boðið fjölskyldunni, sem missti allar eigur sínar í hamförunum, til Bandaríkjanna.

Sameinast í fíkniefnabaráttunni

Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa tekið höndum saman í baráttunni við fíkniefnasmygl, en samningur þessa efnis var undirritaður í dag. Í samningnum felst að löndin deili upplýsingum um fíkniefnamál, svo sem um peningaþvætti, þróun í fíkniefnaheiminum og smyglhringi.

Páfi aftur á sjúkrahús

Jóhannes Páll páfi annar hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús vegna flensu, en svo virðist sem afturkippur hafi komið í bata hans. Páfi var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm snemma í þessum mánuði vegna öndunarerfiðleika í kjölfar flensu og dvaldist þar í tíu daga. Talið var að hann væri á góðum batavegi en svo virðist ekki vera því í morgun var aftur farið með hann á sjúkrahúsið að því er segir í tilkynningu frá Vatíkaninu.

Sjá næstu 50 fréttir