Erlent

Barn 81 til Bandaríkjanna

Barn 81, litli drengurinn Abilasha frá Srí Lanka, sem bjargaðist úr hamfaraflóðinu á undraverðan hátt er á leið til Bandaríkjanna. Alls níu hjón sögðust eiga litla drenginn og skorið var úr um ætterni hans með DNA-rannsókn. Nú hefur bandaríska sjónvarpsstöðin ABC boðið fjölskyldunni, sem missti allar eigur sínar í hamförunum, til Bandaríkjanna. Þar munu þau koma fram í morgunþætti stöðvarinnar. Faðir drengsins er himinlifandi og segist vonast til þess að í framtíðinni geti hann sent Abilasha litla í skóla í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×