Erlent

Mannskæð árás í Tíkrít

Að minnsta kosti tíu hafa fallið í valinn og tuttugu og fimm eru slasaðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Tíkrít í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sem var í lögreglubúningi reyndi að aka bílnum inn á lóð lögreglustöðvar en þegar hann sá að hann myndi ekki komast lengra sprengdi hann sjálfan sig og bílinn í loft upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×