Erlent

Ekki ákærður þrátt fyrir myndband

Bandarískur hermaður sem skaut óvopnaðan Íraka til bana í Fallujah í lok síðasta árs verður ekki ákærður. Atvikið náðist á myndband og vakti heimsathygli en eigi að síður segja yfirmenn herréttar í Bandaríkjunum að sönnunargögn séu ekki nægileg til þess að ákæra hermanninn. Hann segist hafa séð hreyfingu þar sem Írakinn lá á gólfinu og talið að hann væri að seilast eftir byssu og því skotið hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×