Erlent

Allawi reynir að halda embætti

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, ætlar að gera tilraun til þess að mynda bandalag með öðrum flokkum í því augnamiði að halda embætti sínu í kjölfar nýafstaðinna kosninga í landinu. Ibrahim Al-Jaafari, sem fer fyrir bandalagi sjíta, er talinn líklegastur til þess að verða næsti forsætisráðherra landsins en samkvæmt fréttum frá Írak í gær ætlar Allawi ekki að gefa starfið eftir þegjandi og hljóðalaust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×