Fleiri fréttir

Bannað að greina frá leyninafni

Maxine Carr, fyrrverandi kærarasta Ians Huntleys sem afplánar tvöfaldan lífstíðardóm fyrir að myrða tvær 10 ára stúlkur í bænum Soham í Englandi árið 2002, fær að halda leynd sinni áfram. Dómari í Englandi úrskurðaði í dag að fjölmiðlum væri bannað að greina frá nýju nafni hennar og heimilisfangi.

Íslendingar vilja fljóðbylgjubörn

Skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar hafa borist margar fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna möguleika á ættleiðingum frá hamfarasvæðunum í Asíu.

Hyggjast efla kjarnorkuöryggismál

Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands samþykktu í dag að efla öryggi í kjarnorkumálum með það að markmiði að draga úr hættunni á að hryðjuverkahópar komist yfir gerðeyðingarvopn. Munu ríkin deila upplýsingum í þessum málaflokki.

Ekki ákærður fyrir að skjóta Íraka

Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan írakskan uppreisnarmann til bana í nóvember á síðasta ári verður ekki ákærður þar sem sönnunargögn skortir. Atvikið náðist á myndband en það reyndist ekki nóg.

Rannsókn á líkamsleifum hætt

Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki.

Deilumálin hrannast upp

Þeir eru enn þá vinir en deilumálin hrannast upp og það verður æ grynnra á því góða með þeim. Íran, Tsjetsjenía, Kyoto-bókunin, lýðræði og frelsi fjölmiðla eru meðal ágreiningsefna Bush og Pútíns sem hittust á fundi í dag.

Ólík sýn á lýðræði Rússa

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna voru sammála um að koma yrði í veg fyrir að Íran og Norður-Kórea réðu yfir kjarnorkuvopnum en greindi á um lýðræðið í Rússlandi.

Segjast fara frá Líbanon

Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum.

Páfi gekkst undir skurðaðgerð

Læknar skáru gat á barka Jóhannesar Páls II páfa í gærkvöldi og komu fyrir pípu til að auðvelda honum að anda. Barkaskurðurinn tók hálftíma og heppnaðist vel að sögn talsmanna Vatíkansins.

Afsögn ekki á dagskrá

Franski ráðherrann Herve Gaymard þvertekur fyrir að segja af sér í kjölfar uppljóstrana um að ríkissjóður hafi greitt leiguna fyrir lúxusíbúð sem hann býr í á sama tíma og hann leigði út sína eigin íbúð í nágrenninu.

Aldrei fleiri tilnefningar

199 einstaklingar og félagasamtök voru tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels þetta árið og hefur fjöldi tilnefninga aldrei verið meiri. Tilnefningarnar skiptust milli 163 einstaklinga og 36 samtaka.

Stjórnarkreppu afstýrt í Palestínu

Stuttri stjórnarkreppu í Palestínu lauk í gær þegar palestínska þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista Ahmed Qureia forsætisráðherra. Hann þykir hafa beðið hnekki af málinu en Mahmoud Abbas forseti styrkst. </font /></b />

Segir að ekki verði ráðist á Íran

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að það væri fráleitt að halda því fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru að skipuleggja árás á Íran. Á fundi með leiðtogum allra 25 landa Evrópusambandsins í gær lýsti Bush því í fyrsta skipti yfir með afgerandi hætti að innrás í Íran væri ekki á dagskrá.

Sagður hafa ætlað að myrða Bush

Bandaríkjamaður af arabískum uppruna hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðtilræði við George Bush Bandaríkjaforseta. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi tvívegis lagt á ráðin um það með öðrum manni hvernig ráða mætti forsetann af dögum. Ætlunin hafi verið að skjóta Bush eða sprengja bílsprengju í námunda við hann.

Enn mótmæli gegn Bush í Evrópu

Þrátt fyrir að þíða sé nú á milli ráðamanna Evrópu og Bandaríkjanna heldur almenningur í Evrópu áfram að mótmæla komu George Bush Bandaríkjaforseta til álfunnar. Meira en þúsund manns mótmæltu í kuldanum í Brussel í gær þegar Bush hitti leiðtoga aðildarríkja ESB og til átaka kom eftir að mótmælendur hentu mólotov-kokkteilum og glerflöskum í átt að lögreglumönnum.

Leitað að lífsmarki í rústum

Björgunarsveitarmenn leita nú í óða önn að lífsmarki í rústum eftir jarðskjálftann sem varð meira en fimm hundruð manns að bana í Íran í gær. Enn hafa ekki verið gefnar út tölur um mannfall í þrem afskekktustu þorpunum sem lentu í skjálftanum og því hætt við því að tala látinna muni hækka töluvert.

Varað við fuglaflensu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur nú gríðarmikla áherslu á að vara fólk við hættunni sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að mikil hætta sé á ferðum og að miklar líkur séu á að alheimsfaraldur brjótist út. Það sem veldur mestum áhyggjum er að þetta flensuafbrigði sem nú berst frá fuglum í menn stökkbreytist þannig að flensan fari að smitast manna á milli.

Flugi frestað vegna Bush

Þýska flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta tugum ferða frá flugvellinum í Frankfurt í morgun vegna komu George Bush Bandaríkjaforseta til landsins. Af öryggisástæðum var brugðið á það ráð að draga úr flugi frá vellinum í að minnsta kosti klukkutíma en flugvél Bush lenti á flugvellinum rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Almenningur hundfúll út í Bush

Þrátt fyrir að leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna séu að sættast og grafa stríðsöxina er hinn almenni Evrópubúi enn þá hundfúll út í Bush Bandaríkjaforseta. Andstaðan endurspeglast í miklum mótmælum sem hafa brotist út hvar sem Bush hefur farið um Evrópu.

Tveir hjálparstarfsmenn drepnir

Tveir afganskir hjálparstarfsmenn fundust látnir í suðurhluta Afganistans í gær og fyrradag en þeir höfðu verið skotnir í höfuðið. Hjálparstarfsmennirnir unnu fyrir samtökin IbnSina og sagði talsmaður þeirra við Reuters-fréttaveituna að þeir hefðu fundist á vegi í Kandahar-héraði. Talið er að skæruliðar hafi banað þeim en þeir hafa látið mikið að sér kveða í héraðinu að undanförnu.

Kosið um stjórnarskrá í sumar

Hollendingar kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 1. júní næstkomandi. Frá þessu greindu skipuleggjendur kosninganna í dag. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið góður í Hollandi en undanfarið hefur þeim fjölgað sem líta samstarfið hornauga og því óttast yfirvöld í Hollandi nú að ef þátttaka í kosningunum verði lítil muni andstæðingar stjórnarskrárinnar hafa nauman sigur.

Vill stuðning við nýja ríkisstjórn

Palestínska þingið frestaði því þriðja daginn í röð að greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn Palestínu eftir að Ahmed Qurie forsætisráðherra mistókst að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins við tillögu að nýrri ríkisstjórn. Andstæðingar Quries, sem Jassir Arafat skipaði í embættti forsætisráðherra, vilja meiri endurnýjun í ríkisstjórnina en Qurie hefur haldið tryggð við marga úr herbúðum Arafats sem tengjast spillingu hans.

Júsjenko vill hefja viðræður 2007

Viktor Júsjenko, nýkjörinn forseti Úkraínu, lýsti því yfir í dag að yfirvöld þar í landi vildu flýta viðræðum um aðild að Evrópsambandinu og hefja þær strax árið 2007 eða jafnvel fyrr. Þetta sagði hann í ávarpi á Evrópuþinginu og lofaði að hefja þær umbætur í landinu sem Evrópusambandið fer fram á vegna aðildar.

Sjötíu prósenta vextir

Í Bretlandi hefur verið sett á markaðinn nýtt kreditkort sem ætlað er sérstaklega efnaminna fólki en sá galli er á gjöf Njarðar að sjötíu prósenta vextir eru á kortinu.

Innrásin í Írak ólögleg

Ríkissaksóknari Bretlands varaði við því tveimur vikum áður en ráðist var inn í Írak að innrásin væri að öllum líkindum ólögleg og breska ríkið gæti verið ákært fyrir vikið.

Sakfelldir fyrir misþyrmingar

Tveir breskir hermenn voru sakfelldir í dag fyrir misþyrmingar á föngum í Írak. Refsing þeirra hefur ekki verið ákveðin en þeir eiga allt að tveggja ára fangelsi yfir höfði sér. Sannað þótti að þeir hefðu barið fanga og híft upp með lyftara ásamt því að tilkynna ekki um að fangar hefðu verið látnir líkja eftir kynlífsathöfnum.

Snjóhvít jörð í Madríd

Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni lýstu yfir neyðarástandi í gærmorgun en þá vöknuðu borgarbúar við að þykk snjóalög lágu yfir borginni og var varað við mikilli hálku á helstu þjóðvegum til og frá Madríd. Reyndist 15 sentimetra jafnfallinn snjór hafa lagst yfir stór svæði í fyrrinótt en slíkt er sjaldgæft þó ekki sé það einsdæmi.

Grimmdarverk í Austur-Kongó

Uppreisnarmenn myrtu rúmlega 60 manns, nauðguðu tugum og kveiktu í hundruðum húsa bænum Nyabiondo í Austur-Kongó seint á síðasta ári. Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í dag, en grimmdarverkin voru hluti af margra vikna deilum og ringulreið sem ríkti landinu.

Hergagnageymsla springur í Súdan

Að minnsta kost 18 léstust og 30 særðust þegar hergagnageymsla í herþjálfunarstöð sprakk í loft upp í bænum Juba í Suður-Súdan í dag. Fregnir af atvikinu eru enn óljósar en Reuters-fréttaveitan hefur eftir hjálpastarfsmönnum í bænum að tala látinna eigi eftir að hækka því sprengikúlum rigndi yfir borgina í kjölfar sprengingarinnar. Ekkert er vitað um ástæður hennar.

Handtekin fyrir að misþyrma börnum

Lögreglan í Ísrael hefur handtekið barnapíu sem misþyrmdi sjö mánaða tvíburum sem hún átti að gæta. Foreldra barnanna grunaði að ekki væri allt með felldu þegar tvíburarnir urðu sinnulausir og hættu að brosa. Falin myndavél í stofunni staðfesti illan grun; barnapían barði börnin þegar þau trufluðu hana við sjónvarpsgláp. Barnapían játar á sig sakir og ber við ofsafengnum reiðiköstum.

Björgunaraðgerðir ganga brösuglega

Vonir glæddust í Íran þegar tvær konur björguðust lifandi í húsarústum eftir jarðskjálftann í gær. Aðrir voru þó ekki svo heppnir. Talið er að 550 manns hafi grafist undir og týnt lífi. Björgunaraðgerðir ganga brösulega vegna úrhellisrigningar og kulda og erfiðlega gengur að koma hjálpargögnum til afskekktra fjallaþorpa.

300 látnir í Indlandi vegna veðurs

Kuldakastið sem hamlar björgunaraðgerðum í Íran hefur haft svipuð áhrif í nágrannalöndunum enda muna menn ekki eftir viðlíka vetrarhörkum í Afganistan, Pakistan og á Indlandi. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafa dáið úr kulda og í snjóflóðum í Indlandi síðustu daga.

Veður válynd í heiminum

Hvít snjóbreiða hamlaði samgöngum í París í dag og hinum megin á hnettinum, í Kaliforníu, stríða menn líka við ofankomu. Gríðarlegar rigningar hafa sett allt á flot og valdið aurskriðum og dauða níu manna.

Líkir fóstureyðingum við helför

Jóhannes Páll II páfi, sem þekktur er fyrir andstöðu sína við fóstureyðingar, líkir þeim við helför gyðinga í nýrri bók sem hann hefur sent frá sér. Hann segir að hvort tveggja séu afleiðingar þess að stjórnvöld setji sig upp á móti guðdómlegri forskrift, í báðum tilfellum undir merkjum lýðræðis.

Lækka ekki áfengisgjald

Sænska stjórnin frestaði að lækka áfengisgjaldið og hyggst ekki taka afstöðu til þess fyrr en í haust. Í fyrra gáfu stjórnvöld fyrirheit um að lækka áfengisgjaldið um 40 prósent í ár og hugðust með því draga úr innflutningi áfengis frá löndum þar sem áfengisverð er lægra en í Svíþjóð.

Segist til í að segja af sér

Omar Karami, forsætisráðherra Líbanons, segist reiðubúinn að verða við kröfum stjórnarandstæðinga um að segja af sér, að því gefnu að þing landsins komist að samkomulagi um nýja stjórn. Fyrst ætlar hann þó að fara þess á leit við þingmenn að þeir greiði atkvæði um traust eða vantraust á stjórnina.

Ganga nærri mannréttindum

Breska ríkisstjórnin sætir gagnrýni vegna fyrirhugaðrar löggjafar sem veitir lögreglu aukin völd til að handtaka og halda grunuðum hryðjuverkamönnum. Stjórnarandstæðingar segja löggjöfina grafa undan  breska réttarkerfinu auk þess sem þingmönnum gefist ekki tími til að ræða frumvarpið, sem feli í sér grundvallarbreytingar á bresku dómskerfi.

Drottning sögð hunsa son sinn

Breskir fjölmiðlar segja þá staðreynd að Elísabet drottning ætlar ekki að vera viðstödd borgaralega hjónavígslu sonar síns, Karls prins, vera til marks um miklar deilur innan konungsfjölskyldunnar um fyrirhugað brúðkaup Karls og Camillu Parker-Bowles.

Mælir gegn niðurrifi

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hvatti til þess á fundi með fjármálanefnd ísraelska þingsins að eignir ísraelskra landnema yrðu ekki eyðilagðar eftir brotthvarfið frá Gaza heldur seldar Palestínumönnum.

Allawi vill halda embættinu

Iyad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að hann hefði myndað nýtt bandalag sem berðist fyrir því að hann yrði áfram forsætisráðherra. Hann sagði markmið bandalagsins að berjast fyrir að við tæki ríkisstjórn sem hefði fulla trú á Írak og þeim viðhorfum sem það byggi á.

Ríkið greiðir húsaleiguna

Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, er í vanda eftir að upp komst að ríkissjóður greiðir í mánuði hverjum andvirði rúmlega milljón króna í leigu fyrir hús sem hann hefur til afnota. Það bætir ekki stöðu ráðherrans að hann leigir eigin íbúð út á 200 þúsund krónur og er sú íbúð stutt frá húsinu sem ríkissjóður greiðir fyrir.

Reyna að bjarga ungum dreng

Ástandið í Afganistan er grátlegt en þaðan berast þó stöku sinnum jákvæðar fréttir og hér er ein slík. Qudrat Ullah er fjórtán mánaða. Hann er með banvænan hjartagalla og foreldrar hans, sem búa við kröpp kjör í tjaldi í flóttamannabúðum í Kabúl, eygðu enga von um að bjarga lífi hans.

Fjölmargir gabbaðir á Netinu

Fjöldi Íslendinga hefur orðið fórnarlamb skipulagðrar, alþjóðlegrar glæpastarfsemi, með því einu að láta gabba sig á Netinu.

Mótmæla Bush hvar sem hann fer

Engu virðist skipta þótt Bush Bandaríkjaforseti friðmælist við hvern Evrópuleiðtogann á fætur öðrum, Evrópubúum líst ekkert betur á Bush en áður og safnast saman til að mótmæla hvar sem hann fer.

400 látnir eftir jarðskjálfta

Nærri fjögur hundruð manns létust í snörpum jarðskjálfta í suðausturhluta Írans í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og átti upptök sín nálægt borginni Zarand upp úr klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Að sögn lækna á staðnum varð ekki mikið tjón í borginni sjálfri en hins vegar lagði skjálftinn nokkur lítil þorp í nágrenninu í rúst.

Sjá næstu 50 fréttir