Erlent

Ókeypis laxveiðileyfi í Noregi

Svo kann að fara að glænýr lax leysi jólaþorskinn víða af á jólaborði Norðmanna í ár því norska fiskistofan gefur nú öllum sem vilja opin og ókeypis veiðileyfi til að veiða u.þ.b. 150 þúsund laxa sem nýverið sluppu úr fiskeldisstöð á Mæri, skammt frá Álasundi. Fólk má veiða laxinn á handfæri, stöng og í net og er áætlað að laxveiðitíminn, sem þegar er hafinn, standi út janúarmánuð. Þessi mikli kvóti jafngildir þriggja til fimm ára laxveiði úr íslensku ánum til samans. Laxarnir eru að meðaltali fimm punda þungir sem er upplögð stærð í flesta laxarétti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×