Erlent

Sýknaður eftir 17 ár í fangelsi

Maður sem hafði setið í sautján ár í fangelsi í El Paso í Texas fyrir nauðgun var sýknaður af dómstól í gær eftir að DNA-rannsókn hafði leitt í ljós sakleysi hans. Verknaðurinn þótti óvenju hrottalegur á sínum tíma og fékk hann sjötíu og fimm ára fangelsisdóm. Fórnarlambið bar kennsl á mynd af manninum í albúmi lögreglunnar en hann hefur hins vegar ævinlega haldið fram sakleysi sínu. Maðurinn, sem heitir Brandon Moon, var háskólanemi þegar hann var handtekinn á sínum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×